SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 31
18. mars 2012 31
Hátíðin stendur fyrir sam-keppni, bæði í myndlist ogbókmenntum og keppt er umverðlaun í mörgum flokkum.
Á síðustu hátíð tóku um 400 manns þátt í
bókmenntasamkeppninni og fengu um
það bil 90 höfundar verðlaun. Flestir frá
Frakklandi, en einnig frá öðrum Evr-
ópulöndum, svo sem Ítalíu, Belgíu,
Þýskalandi og Íslandi.
Hátíðin stendur í tvo daga í október og
er hún einkar skemmtileg, með glæsi-
legum móttökum og sameiginlegum há-
tíðarkvöldverði fyrra kvöldið og hádeg-
isverði seinni daginn, þar sem höfundar
lesa upp úr verkum sínum og myndlist-
arsýning er uppi báða dagana og sýnir
fjöldi myndlistarmanna og rithöfunda,
verk sín þar. Listamennirnir eru líka með
bása og ræða við gesti og selja verk sín og
bækur, við þetta tækifæri. APPEL gefur
einnig út bókina „Planéte des Arts“ í
tengslum við hátíðina, en bækurnar inni-
halda bæði myndir og ljóð frá hátíðinni. Í
Biscarrosse eru næg tækifæri til gistinga,
enda staðurinn mjög vinsæll dvalarstaður
yfir sumarmánuðina, með dásamlegar
strendur og allt sem Frakkland hefur upp
á að bjóða.
Listin er alheimstungumál
Þarna gefst listamönnum tækifæri til að
hitta kollega sína frá öðrum löndum og sjá
hvað þeir eru að gera og tengjast vin-
áttuböndum, með tilheyrandi heimboð-
um á svæði annarra listamanna.
Síðastliðið haust var myndlistarmað-
urinn Dhithy Zamo heiðursgestur á hátíð-
inni og settu myndir hans stóran svip á
sýninguna. Dhithy er málari, högg-
myndalistamaður, ljóðskáld og tónskáld
og er hann frá bænum Vic-Fezensac í
Gers, þar sem hann á vinnustofu og heim-
ili.
Dhithy Zamo hefur unnið náið með
Jean Claude Blondin við myndskreytingu
á leikriti hans, L’orme de l’innocence sem
gefið var út nýverið í bókaformi.
Undirrituð átti þess kost að heimsækja
Dhithy Zamo nýlega og njóta gestrisni
hans og fjölskyldu hans og var það sér-
staklega ánægjulegt. Hann leggur áherslu
á að listin sé alheimstungumál og að það sé
nausynlegt að kynnast öðrum listamönn-
um, til að styrkja list framtíðarinnar og
segir að menning og frelsi séu einn og sami
hluturinn.
Hann vinnur myrkranna á milli að list
sinni, er með fjölbreytt efnistök og að-
ferðir við verkin og litadýrðin og marg-
breytileiki verka hans er eftirtektarverður
og eru margar mynda hans mjög stórar.
Vefsíða hans er: www.dhithyzamo.com
og er hægt að skoða myndir hans og hafa
samband við hann í gegnum síðuna.
Í október er milt veður í Biscarrosse og
þar er samankominn fjöldi fólks sem nýt-
ur menningar og listar saman. Heima-
menn og gestir fagna og tala sama tungu-
mál, tungumál listarinnar og tungumál
aldagamallar matarmenningar og þar er
lyft glösum og glaðst yfir samskiptum
fólks á milli landa, vel unnu verki og upp-
skerunni, sem er komin í hús.
Næsta hátíð í Biscarrosse verður haldin
hátíðleg 6.-7. október 2012 og er hún öll-
um opin. Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í keppninni, í bókmenntum eða
myndlist, geta haft samband við stjórn-
endur hátíðarinnar í gegnum aðsetur AP-
PEL,720, avenue Latécoére 40600 Bisc-
arrosse, France.
Þegar listamenn
tengjast, opnast
flóðgáttir
tækifæranna
Í Frakklandi blómstrar fjölbreytt
menningarlíf og í héraðinu Landes í
Suðvestur-Frakklandi er bærinn Bisc-
arrosse. Þar er haldin stór alþjóðleg
menningarhátíð á hverju hausti og það
er sérstaklega vandað til hennar og eru
það samtökin APPEL undir stjórn Jean
Claude Blondin, sem standa fyrir henni.
Anna S. Björnsdóttir
Ströndin í Biscarrosse á fallegum degi.
Anna S. Björnsdóttir ljóðskáld á bás sínum á sýningunni.
Dhithy Zamo ræðir við sýningargest.
Einn af mörgum réttum í hátíðarkvöldverðinum.
Ljóðskáldið Anna Karin Juliussen hlýtur verðlaun fyrir verk
sín, úr hendi Jean Claude Blondin.
Höfundur er ljóðskáld.