Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Laugardagur Mánudagur Mánudagur » Krónan Það er auðvelt að safna. Þú færð Aukakrónur fyrir: » alla innlenda veltu af kreditkorti » viðskipti við samstarfsaðila » þjónustuþætti hjá Landsbankanum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Umtalsvert aukin framlegð varð af rækju- vinnslu í landinu á árinu 2010, samanborið við árið á undan. Þrjár af stærstu rækjuvinnslum landsins, Dögun ehf. á Sauðárkróki, Hólma- drangur ehf. á Hólmavík og Kampi ehf. á Ísa- firði, skiluðu þannig samanlagt 274 milljóna af- gangi á árinu 2010, en einungis 43 milljóna afgangi 2009. Aukningin nemur 539% á milli ára. Ekki liggur fyrir hver framlegð af rækju- vinnslu Ramma hf. varð á umræddum árum þar sem fyrirtækið gerir rækjuvinnsluna ekki upp sérstaklega, en rækjuverksmiðja fyrir- tækisins er á Siglufirði. Dögun ehf. hóf rækjuvinnslu á Sauðárkróki snemma árs 1984 og hefur starfað allar götur síðan. Félagið hefur gert upp í evrum frá árinu 2008. Hagnaður Dögunar árið 2010 fyrir af- skriftir nam 1.015 þúsund evrum en heildar- hagnaður eftir afskriftir og skatta var um 579 þúsund evrur. Þetta eru umskipti upp á tæpar 759 þúsund evrur frá árinu á undan, eða 126,8 milljónir króna á gengi gærdagsins, en árið 2009 nam tap félagsins tæpum 26,7 milljónum króna m.v. sama gengi. Skuldir Dögunar ehf. lækkuðu um 14 millj- ónir á milli ára og voru 1.787 milljónir í árslok 2010. Eignir á sama tíma voru 1.832 milljónir og eiginfjárhlutfall 1,02. Eigið fé 268,5 þúsund evrur, en árið á undan hafði eigið fé verið nei- kvætt um 217,5 þúsund evrur. Heildarhlutafé var skráð rúmar 69 milljónir króna, m.v. gengi gærdagsins, og aðalhluthafar Íslenska útflutn- ingsmiðstöðin hf. og Óttar Magnús Yngvason. Hólmadrangur ehf. hóf rækjuvinnslu árið 1978 í Hólmavík, en þar hefur verið rækju- vinnsla allt frá árinu 1965. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir nam rúmum 180 milljónum króna á árinu 2010, en heildarhagnaður eftir afskriftir og skatta var um 133 milljónir. Til samanburðar við árið á undan var heildarhagn- aður Hólmadrangs 63,4 milljónir króna og hef- ur því hagnaður félagsins rúmlega tvöfaldast á milli ára. Skuldir Hólmadrangs ehf. lækkuðu um 172 milljónir á milli ára og voru 573,7 millj- ónir í árslok 2010. Eignir félagsins voru þá 893,9 milljónir og eiginfjárhlutfall 1,56. Eigið fé nam 320 milljónum. Hluthafar Hólmadrangs eru tveir, Kaup- félag Steingrímsfjarðar (KSH) og FISK Sea- food hf., og eiga þeir 50% hlut hvort félag. Hlutafé í árslok 2010 var 240,6 milljónir króna. Saga rækjuveiða á Ísafirði nær aftur til árs- ins 1934, en Kampi ehf. var stofnað árið 2007. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 107,5 milljónum króna en heildarhagnaður eftir af- skriftir og skatta var um 44,5 milljónir. Er um að ræða umtalsvert betri afkomu frá árinu á undan þegar heildarhagnaður nam einungis um 6,1 milljón króna. Skuldir Kampa ehf. lækkuðu um 105 milljónir á milli ára og voru 426 milljónir í árslok 2010. Eignir félagsins voru 472,1 milljón og eiginfjárhlutfall 1,1. Eigið fé var um 46 milljónir í lok árs 2010. Hlutafé Kampa var 70 milljónir í árslok 2010 og stærstu hluthafar eru útgerðarfélagið Birn- ir ehf., sem á 47% hlut, og Byggðastofnun, sem á 33% hlut í félaginu.  Samanlagður hagnaður þriggja rækjufyrirtækja nam 274 milljónum á árinu 2010  Hagnaðaraukn- ingin nemur 539% á milli áranna 2009 og 2010  Öllum félögum tókst að lækka skuldir árið 2010 Bættur hagur rækjuvinnslunnar Morgunblaðið/Kristján Rækja Íslensk rækjuvinnsla virðist sækja á. SKULDIR OG EIGNIR 2010 » Skuldir Dögunar ehf. lækkuðu um 14 milljónir á milli ára og voru 1.787 milljónir í árslok 2010. Eignir á sama tíma voru 1.832 milljónir og eiginfjár- hlutfall 1,02. » Skuldir Hólmadrangs ehf. lækkuðu um 172 milljónir á milli ára og voru 573,7 milljónir í árslok 2010. Eignir fé- lagsins voru þá 893,9 milljónir og eig- infjárhlutfall 1,56. » Skuldir Kampa ehf. lækkuðu um 105 milljónir á milli ára og voru 426 millj- ónir í árslok 2010. Eignir félagsins voru 472,1 milljón og eiginfjárhlutfall 1,1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.