Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 37
blóma lífsins, eða eins og okkur kom saman um nú í vetur, að við værum báðir á þrítugsaldri, að minnsta kosti andlega. Við kynntumst þegar við báðir blótuðum Bakkus nokkuð ótæpi- lega, og varð okkur strax vel til vina. Diddi butler, eins og heil kynslóð þekkti Kristján, var mikið valmenni, geðgóður, með góða kímnigáfu, vel lesinn og það var ekki komið að tómum kofunum hjá honum, sama hvað um var rætt. Gælunafnið er tilkomið vegna einstakrar meðfæddrar snyrtimennsku, ef hann var á staðnum, voru öll glös hrein, ösku- bakkarnir tæmdir, og það var annar bragur þar sem Diddi but- ler var staddur. Sem betur fer, náðum við nú báðir tökum á Bakk- usi karlinum. Diddi var dúka- og teppalagn- ingamaður og snillingur í því fagi, rak teppaverslun fyrir Friðrik Bertelsen, varð síðar tjónaskoð- unarmaður og stofnaði síðan eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsun allra hugsanlegra muna eftir bruna eða annað tjón. Mest af þeim vélum og tækjum sem hann notaði voru eigin uppfinn- ingar og hönnun, og það var gam- an að koma í heimsókn til Didda og Grétu, eiginkonu hans sem vann með honum alla tíð að fyr- irtækinu. Alltaf var eitthvað nýtt að skoða, og það var gaman að hlusta á Didda lýsa hugarfóstrum sínum. Eða bara rabba um Njálu, stjórnmál eða eitthvað út í bláinn. Það var líklega 1976, þegar ég bjó enn hjá foreldrum mínum, að ég vaknaði upp við að á miðju stofuteppinu var langt brunasár eftir vindil. Það var bara ein lausn, hringja í Didda, og hann gaf mér forskriftina, enda þekkti hann teppið, hafði lagt það á sínum tíma. Diddi sagðist eiga vísan bút af teppinu og ég ætti að fara í ein- herja hannyrðabúð og kaupa heklunál númer fimm, skilja eftir opið, og hann sæi um málið. Ég hlýddi auðvitað, og þegar ég kom heim um kvöldið, þá var Diddi bú- inn að prjóna eða hekla í sárið og það svo vel að ég varð að leita að viðgerðinni, Og aldrei komust for- eldrar mínir að þessu. Þökk sé snilli Didda. Diddi var lánsamur maður hvað kvonfang snerti, eiginkona hans, Gréta, stóð alltaf við hliðina á honum, gegnum þykkt og þunnt, og sá um fjármál fyrirtækjanna og þeirra hjóna. Samband þeirra var virkilega gott, og þeim leið alltaf best hvoru nálægt öðru. Grétu og fjölskyldu þeirra Didda sendi ég samúðarkveðjur, en Diddi skilur bara eftir sig góðar minningar, og þær verma fjöl- skyldu, vini og kunningja um ókomna tíð. Garðar Jóhann. Gleymdu aldrei góðum vin, þótt gefist aðrir nýir. Þeir eru eins og skúraskin, skammvinnir en hlýir. Við Diddi vorum bernskuvinir. Lékum okkur saman alla daga ásamt Hauki vini okkar sem lést alltof ungur. Suðureyri þeirra daga var heill ævintýraheimur fyrir hrausta krakka og mikið að gera við að þefa uppi ævintýrin og njóta þeirra. Það er svo skrítið að í end- urminningunni var alltaf gott veð- ur. Kannske var það vegna þess að veðrið skipti okkur púkana svo litlu máli – við klæddum okkur bara öðruvísi og vorum í mismun- andi leikjum eftir því hvernig vindar blésu. Krakkarnir á Suður- eyri voru duglegir við að leika sér og mikil samstaða í hópnum. Vin- sæll leikur var Hverfa sem við lék- um mikið á sumarkvöldum og gat hann staðið fram eftir kvöldi og borist víða. Fjaran var okkur endalaus uppspretta skemmtileg- heita. Þar lékum við okkur í bolta- leikjum og sjóræningjaleikjum, sulluðum í sjónum eða bara rölt- um þar um til að leita að skeljum og fallegum glerbrotum í búin. Við leiksystkinin tókum þátt í þessu öllu þegar við höfðum aldur til. Þannig leið okkar bernska og æska við leik og gleði og þótt auð- vitað slettist upp á vinskapinn öðru hvoru var það oftast gleymt þegar við hittumst næst. Á tímabili heyrði Diddi mjög illa og ekki vitað hvað olli. Þegar háls-, nef- og eyrnalæknir kom í heimsókn leit hann í eyrun á Didda. Hann var þá með svona mikla eyrnamergsmyndun að eyr- um voru nær stífluð. Þetta var hreinsað og eftir þetta heyrði Diddi svo vel að hann skammaði okkur stöðugt fyrir að öskra á sig! Ég fékk að vera með Didda og foreldrum hans í Vatnadal á sumr- in meðan Þórður Þórðar og Sigga Einars heyjuðu þar. Við sváfum þá í tjaldi en gömlu hjónin í hlöð- unni. Fjárhúsin voru svo eldhúsið og borðstofan og sátum við Diddi á fjöl við endann á jötunni meðan við borðuðum, Sigga pumpaði prímusinn sem hún eldaði á og Þórður raulaði „Nordan, hardan, gerdi gard“ o.s.frv. meðan hann beið eftir matnum. Ég á yndislegar minningar frá þessum tíma. Bílaleikirnir á Helguhól og á steininum fyrir neðan fjárhúsin, þátttaka í hey- skapnum af veikum mætti og að sulla í ánni milli rifjinga. Svo var auðvitað farið í berjamó yfir í hraun þegar sá tími kom. Ekki mun ég tíunda líf Didda á fullorðinsárunum utan að í hvert skipti sem við hittumst, sem var allt of sjaldan, var eins og við hefð- um hist í gær. Hann var mikill öð- lingur með hjarta úr gulli og alla þá greiðasemi og velvilja sem hann sýndi mér og mínu fólki get ég seint fullþakkað. „Það tíðkast ekki hjá þessari fjölskyldu“ sagði hann við son minn þegar hann ætlaði að borga honum fyrir smá- viðvik nýlega og við það sat. Ég votta Grétu og fjölskyld- unni mína innilegustu samúð um leið og ég þakka Didda fyrir mínar góðu bernskuminningar sem hann átti sinn stóra þátt í að gera skemmtilegar. Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir (Villa). MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 ✝ Marý Karls-dóttir fæddist á Akureyri 20. októ- ber 1935. Hún lést á sjúkrahúsinu Hlíf á Ísafirði 31. mars 2012. Foreldrar henn- ar voru Elín Guðný Friðriksdóttir, f. 22. desember 1910 á Neðri-Vindheimum og Karl Andrés Hallgrímsson, f. 29. desember 1897 í Hrísey. Þau eru bæði látin. Marý var einkabarn foreldra sinna. Marý giftist 2. apríl 1956 Guð- mundi Bjarna Kristjánssyni, f. 19. nóvember 1935, bónda í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði. Foreldrar hans voru Kristján Þ. Davíðsson og Magðalena Öss- urardóttir. Börn Marýjar og Bjarna: 1) Elín Guðný, f. 3.1. 1956, maki Jón Baldursson, f. 23.12 1954. Börn: a) Ragnheiður Ragnarsdóttir, 13.8. 1974, unn- usti Guðmundur Þór Gunn- arsson, f. 15.1. 1976 (dætur El- ínborg 30.1. 2003 og Kristín 27.6. 2006); b) Jón Bjarni, f. 8.8. 1985; c) Magni Rafn, f. 1.5. 1987, unn- usta Hugrún Ösp Ingibergs- dóttir, f. 28.6. 1989, dóttir Klara Dís, f. 27.6. 2011. 2) Guðrún Sig- ríður, f. 10.10. 1957, maki Hall- Kári, f. 4.10. 2001. 6) Anna Katr- ín, f. 16.12. 1971, maki Jónas Þór Birgisson, f. 24.3. 1972. Börn: a) Þórólfur Marel, f. 1.12. 1995; b) Magðalena, f. 4.1. 1998; c)Bjarni Pétur Marel, f. 26.3. 2000; d) Anna Marý, f. 24.1. 2005. Fyrstu árin ólst Marý upp hjá foreldrum sínum á Akureyri. Móðir hennar, Elín, greindist með berkla þegar Marý var ung stúlka og þurfti hún að fara suð- ur á Vífilsstaði. Marý fór þá í fóstur til móðurbróður síns, Þor- gríms, og konu hans Guðrúnar Sigríðar Þórðardóttur. Hún stundaði hefðbundið skólanám og fór einn vetur í Húsmæðra- skóla í Danmörku. Marý bjó síð- an hjá fósturforeldrum sínum þar til hún fór að vinna á Hvann- eyri. Þar kynntist hún eftirlif- andi maka sínum, Bjarna Krist- jánssyni, sem þar var við nám. Eftir að Marý og Bjarni giftu sig árið 1956 fluttu þau vestur á heimasetur Bjarna í Neðri- Hjarðardal við Dýrafjörð. Bjarni og Marý stunduðu búskap til árs- ins 1982 er þau flytja til Þing- eyrar og sonur þeirra, Karl, tek- ur við búinu. Árið 2007 flytja þau á Hlíf á Ísafirði þar sem hún bjó fram á hinstu stund. Útför Marýjar fer fram í Ísa- fjarðarkirkju í dag, 20. apríl 2012, kl. 14. dór Jónsson Eg- ilsson, 15.3. 1953. Börn: a) Eirný Sveinsdóttir, 18.4. 1979. b) Egill Hall- dórsson, f. 7.8. 1982, unnusta Hjör- dís Ósk Harð- ardóttir, f. 30.8. 1982, dóttir Að- alheiður Daðey, f. 17.1. 2008; c) Bjarn- ey, f. 29.4. 1985; d) Vigdís Pála, f. 7.2. 1995. 3) Kristján, f. 22.3. 1959, maki Kristín Guðmundsdóttir, f. 13.6. 1953. Börn: a) Kolbrún Kristínardóttir, f. 24.4. 1979, maki Sveinn; b) Kristín Sif, f. 20.1. 2004; c) Þórarinn Bjarki, f. 21.1. 2009; d) Tómas Krist- jánsson, f. 9.7. 1984, e) Sólveig Margrét, f. 7.5. 1989, unnusti Jónatan Atli Sveinsson, f. 2.6. 1987. 4) Karl Andrés, f. 29.8. 1962, maki Erla Björg Ástvalds- dóttir, f. 28.4. 1964. Börn a) Marý, f. 15.5. 1982, unnusti Sig- urður Freyr Kristinsson, f. 29.11. 1987. Börn Rósbjörg Edda, f. 17.6. 2003, Þórir Karl, f. 29.8. 2009. b) Blómey Ósk Karlsdóttir, f. 1.10. 1994. 5) Jóhannes Oddur, f. 29.8. 1962, maki Eva Rós Vil- hjálmsdóttir, f. 24.10. 1971. Börn: a) Aníta, f. 17.11. 1995; b) Birgitta Karen, f. 8.5. 2000; c) Horfin er hún amma mín, sem var mér svo mikils virði. Hún var alltaf svo góð við mann og passaði mann alltaf. Ég hugsa til þín dag sem nótt, hvar sem ég er því að þú skiptir mig svo miklu máli. Ég vildi að þú værir hér enn því þú varst mér svo mikið. Ég vil að þú vitir að þú varst og verður alltaf besta amma sem ég hef átt. En þú verður að lofa mér því að lifa lífinu ennþá þó að þú sért uppi í himna- ríkinu því þar mun Guð vernda þig eins og þú gerðir við okkur hér á jörðinni. Við amma eigum ótal góðar minningar saman sem ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma. Hvar sem ég var með ömmu fannst mér ég alltaf vera svo örugg, ég veit samt ekki afhverju en amma veitti mér alltaf svo mikla umhyggju og öryggi. Þegar ég heimsæki afa núna finnst mér alltaf svo tómlegt, þá átta ég mig á því að það vantar alltaf ömmu. Ég mun aldrei gleyma þér og ég mun lifa fyrir okkur báðar. Minning þín mun alltaf vera hér hjá mér og vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Þín dótturdóttir, Magðalena Jónasdóttir. Mig langar að minnast með ör- fáum orðum elskulegrar frænku minnar og uppeldissystur, Marýj- ar Karlsdóttur, sem lést 31. mars sl. Móðir Marýjar, Elín, fékk berkla þegar Marý var ung stúlka og þurfti að koma suður á Vífils- staði, en fjölskyldan bjó á Akur- eyri. Faðir minn, Þorgrímur, og Elín voru systkini og þegar hún veikist og verður að fara á Vífils- staði kom Marý í fóstur til for- eldra minna. Marý var einkabarn foreldra sinna og hefur þetta án efa verið mjög erfiður tími fyrir unga stúlku. Faðir hennar við störf fyrir norðan en móðirin dauðvona á Vífilsstöðum þar sem ekki mátti fara í heimsókn vegna hættu á smiti. Elín lést 5. október 1951 þegar Marý er sextán ára. Samband móður minnar, Guðrún- ar, og Marý var alla tíð sérlega gott og þótti henni afar vænt um fósturmóður sína eins og hún kall- aði hana. Veit ég fyrir víst um væntumþykju móður minnar á Marý og við systkinin litum ætíð á hana sem stóru systur. Marý vann á Hvanneyri í nokk- ur ár og þar kynntist hún verðandi maka sínum, Bjarna Kristjáns- syni, sem var við nám á Hvann- eyri. Þau giftu sig um vorið 1956 og hófu búskap á ættarsetri Bjarna, Neðri-Hjarðardal í Dýra- firði. Þegar Marý flutti vestur bauð hún foreldrum mínum að senda mig til sín í sveit og var það þegið með þökkum. Ég fór því til Marýj- ar og Bjarna í sveit 1956 á þeirra fyrsta hjúskaparári. Þá er ég níu ára og var ég hjá þeim á sumrin fram yfir fermingu. Allt frá fyrsta degi undi ég mér sérlega vel og hlakkaði mikið til að komast í sveitina á vorin. Þessi sumur sem ég var hjá Marý og Bjarna var yndislegur tími sem skildi eftir dásamlegar minningar um ný- fædd lömb, heyskap, hesta og gott fólk. Þau voru mér sem bestu for- eldrar og vildu allt fyrir mig gera. Ég á þeim mikið að þakka fyrir að hafa leyft mér að vera hjá sér öll þessi sumur og njóta lífsins innan um skepnur og gott fólk. Marý og Bjarni eignuðust fimm börn á sjö árum svo mikið var að gera þessi fyrstu hjúskaparár. Auk þess var ég og strákur í sveit hjá þeim. Fyrstu árin var ekki komið rafmagn svo allur þvottur var þveginn í höndum og á þvotta- bretti, eldað og húsið kynt með kolaeldavél. Marý var dugnaðar- forkur sem lét slíka smámuni ekki á sig fá þrátt fyrir að hún væri alin upp við aðrar aðstæður. Mér er það sérlega minnisstætt að þegar móðir mín og fósturmóðir Marýj- ar lést fyrir 22 árum kom Marý að vestan með tvær fullar ferðatösk- ur af tertubotnum og kökum sem hún hafði bakað fyrir erfidrykkj- una. Þegar börnin fóru að vaxa úr grasi fór hún að sinna félagsmál- um í ríkara mæli og naut þess í hvívetna. Nú þegar Marý hefur hvatt kemur upp söknuður og þrá um að við hefðum getað verið í betra sambandi síðustu árin. Ég kveð því frænku mína og uppeldissyst- ur með trega og sorg í hjarta. Kæri Bjarni, Ella, Gunna, Kiddi, Kalli, Jói og Anna Kata, tengdabörn og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Farðu í friði elsku Marý mín. Sigurrós Þorgrímsdóttir. Marý á Bakka er látin. Það er mikil gæfa að eiga góða nágranna. Ekki síst þegar maður býr í sveit. Við í Hjarðardal áttum því láni að fagna að eiga mjög góða og trygga nágranna. Hjálp- semi, greiðvikni og góðvild koma upp í hugann er við minnumst Marýar þegar komið er að kveðju- stund. Við viljum þakka henni fyr- ir samfylgdina og alla góðvildina sem hún sýndi okkur á lífsleiðinni. Bjarni og fjöldskylda. Sendum ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur og þökkum fyrir liðnu ár- in. Dagrún og bræðurnir frá Hjarðardal. Ég sakna þín Marý mín kæra kærleiksrík vinkona mín saknaðarkveðjur vil ég þér færa Elsku Marý mín, þá er þraut- um þínum lokið og þú hvílir nú í faðmi Drottins. Þú hafðir miklar áhyggur af fæti þínum en allt fór þó eins og þú vildir. Vinátta okkar byrjaði á sjúkrahúsinu þar sem við lágum saman á stofu. Ég hef ekki kynnst yndislegri konu en þér, það er líka tómlegt síðan þú fórst. Nú kemur enginn og tekur utan um mig í hádeginu og kyssir mig á kinnina. Nú er ég þakklát fyrir að við fengum að kveðjast innilega sama sólarhringinn og þú lést, en ég átti alls ekki von á því að þú værir að fara svona fljótt. Elsku Bjarni og fjölskylda, ég bið Guð að blessa ykkur og hugga í sorginni. Guð blessi minningu þína, elsku Marý mín. Þín hjartkær vinkona, Helga Ben. Marý Karlsdóttir ÚTF sem börn en þar leið okkur sann- arlega sem kóngi og drottningu í ömmuríki. Þá var margt gert sér til dundurs og tók amma mikinn þátt í spjalli og leikjum okkar barnanna. Á milli þess sem fing- urbjörgin var falin og fundin sötr- uðum við systkinin sykrað mjólk- urkaffi og leið eins og fullorðnu fólki. Í þessum heimsóknum töluðum við amma um allt milli himins og jarðar. Mér þótti strax sem lítilli stelpu ævintýralega skemmtileg- ar sögurnar úr Bjarnahúsinu og fannst spennandi að heyra hvern- ig lífið gekk fyrir sig í stórri fjöl- skyldu ömmu. Sérstaklega gaman var að skoða fjölskyldumyndirnar og prófa að tengja nöfn við andlit- in í systkinahópnum sem voru þrettán talsins. Ekki þótti mér verra að systurnar litu allar út fyrir að vera kvikmyndaleikkonur og hafði amma gaman af því að segja mér frá kjólatískunni og hvað var móðins á hverjum tíma. Eftir því sem árin liðu var minna rætt um tísku en þeim mun meira um fótbolta en amma hafði mjög mikinn áhuga á þeirri íþrótt. Ég held jafnvel að henni hafi þótt raunverulega vænt um uppá- haldsleikmennina sína enda talaði hún ekki um þá öðruvísi en kútinn hinn og kútinn þennan. Ég hafði alltaf gaman af því þegar amma var sú fyrsta til að segja mér frá áhugaverðum kaupum knatt- spyrnustjóranna á Englandi en þá vitneskju fékk hún iðulega úr breska ríkisútvarpinu sem hún hlustaði oft á. Amma var mikil útvarpskona og var helst með kveikt á öllum viðtækjunum sínum í einu svo hún missti örugglega ekki af neinu þegar hún gekk á milli herbergja. Það var nú kannski ekki svo skrýtið enda var amma afar fróð- leiksfús og með áhuga á svo mörgu allt fram á síðasta dag og tók það tímann sinn að fara í gegnum dagblöðin þegar allt þurfti að lesast. Um leið og ég kveð fallegu ömmu mína langar mig til að þakka fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, ástúðina, tartalett- urnar, húmorinn og fyrir að vera mér góð fyrirmynd. Far í friði amma mín, Gunnhildur. Elsku amma Doddí kvaddi þennan heim sama dag og yngsta langömmubarnið hennar fagnaði eins árs afmælinu sínu. Litla stúlkan á allt lífið framundan og eignaðist á þessum fyrsta afmæl- isdegi verndarengil. Mikið þótti okkur fjölskyldunni vænt um að amma skyldi hafa komist í skírnina hennar Auðar Lóu í fyrrasumar á yndislegum sumar- degi. Ljósmyndin sem var tekin of okkur öllum saman, fjórum ættliðum í beinan kvenlegg (lang- ömmu Doddí, ömmu Lóu, mér og Lóu litlu), er mér svo dýrmæt. Við Óli Þór eigum margar notalegar rólyndisminningar úr Gnoðarvoginum hjá ömmu, með Ríkisútvarpið í gangi í bakgrunni. Þar var alltaf tekið á móti okkur með dýrindis smurbrauðsveislu og ég gleymi aldrei fiskgratíninu hennar sem var í algjöru uppá- haldi hjá mér. Hún átti líka handa okkur lítil súkkulaðistykki sem hún kenndi okkur að njóta lengur með því að sjúga litla bita í stað þess að gleypa allt í einu. Stund- um hlustuðum við saman á út- varpsleikritið og stundum sat Óli Þór í litla sófanum í stofunni með sleif í stað gírstangar og skutlaði okkur ömmu um Reykjavík þvera og endilanga, á meðan við horfð- um á sjónvarpið eða lásum blöð og bækur. Á menntaskólaárunum upp- götvaði ég hvað amma hafði verið mikill snillingur þegar kom að saumaskap þegar ég fann gömul pils og kjóla frá henni, ótrúlega vönduð og falleg föt sem áttu sér sögu og var gaman að klæðast. Hún átti einnig mikið af flottum skóm enda var hún alla tíð stór- glæsileg kona. Ennþá leynist ein og ein gömul flík frá ömmu í fata- skápnum mínum. Hún kenndi mér líka að maður á aldrei að henda flík fyrr en maður er búinn að klippa tölurnar af og forláta töluboxið hennar sem geymdi töl- ur af öllum stærðum og gerðum er mér enn minnisstætt. Amma hefði verið hinn full- komni Trivial Pursuit-spilari því hún var algjörlega með allt á hreinu sem sneri að ættfræði, bókmenntum og listum, landa- fræði, fréttum og málefnum líð- andi stundar, bæði innlendum og erlendum. Hún hafði ótrúlega gaman af boltaíþróttum, bæði handbolta og fótbolta, og stóðust henni fáir snúning þegar rætt var um enska boltann og jafnvel þann þýska og spænska ef því var að skipta. Eftir að hún flutti á dval- arheimilið í Stykkishólmi varð hún sér snarlega úti um áskrift að öllum helstu sportrásum landsins sem sýndu einhverja knatt- spyrnu. Mér er minnisstætt þeg- ar Garðar maðurinn minn hitti ömmu eitt sinn í Hafnarfirðinum og eftir gott spjall um helstu tækni- og sprotafyrirtæki lands- ins færðist talið að enska boltan- um – „af hverju skipti hann ekki Xavi inná í seinni hálfleik?“ og „ég skil ekkert hvað þeir eru að hugsa með að selja Torres“! Það var allt- af svo gaman að spjalla við ömmu um daginn og veginn, hún hafði sterkar skoðanir á hlutunum og var uppfull af fróðleik og skemmtilegum sögum. Þannig læðist óhjákvæmilega alltaf bros á varirnar þegar við hugsum til hennar. Guð blessi þig elsku amma okkar. Guðrún Olga og Ólafur Þór. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.