Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sTEG: LINDBERG SPIRIT
TEG: CHROME HEARTS
TEG: RAY•BAN
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ
Verslaðu á hagstæðara verði
í okkar fullkomnu gleraugnaverslun
á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð
Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A
„Við höfum ekki komist að endanlegri niður-
stöðu, en þrengt hringinn,“ sagði Jón Ólafsson,
haffræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ og
leiðangursstjóri fimm vísindamanna sem fóru í
Öskju. Erindið var að leita skýringa á ísleysi
Öskjuvatns. Leiðangursmennirnir komu til
byggða í gær.
Eftir er að vinna úr miklum gögnum sem
safnað var í ferðinni. Jón taldi að unnið yrði úr
niðurstöðum mælinga í næstu viku. Hann sagði
þó næsta ljóst hvaða skýringar gætu verið
nærtækastar á því að ís leysti af vatninu með-
an önnur vötn á og við hálendið voru ísi lögð.
„Vatnið er óvenjulegt því það er jarðhiti í því
sem hefur áhrif á varmabúskapinn,“ sagði Jón.
„Veðurfarsleg áhrif spila vissulega einhverja
rullu líka, en hvaða vægi er þarna á milli erum
við ekki tilbúnir að segja neitt um núna.“
Jón sagði að vatnið væri kalt, 1-2°C á flest-
um stöðum, og ekki vísbendingar um neinar
stórkostlegar breytingar á jarðhitavirkninni á
vatnsbotninum. Starfsmenn Vatnajökuls-
þjóðgarðs voru með í för og tóku meðfylgjandi
myndir.
Ljósmynd/Hjörleifur Finnsson
Mæla Vísindamenn fóru á gúmmíbát út á Öskjuvatn til að mæla hitastig.
Ljósmynd/Hjörleifur Finnsson
Við Öskjuvatn Lesið var af jarðskjálftamælum og gerðar GPS mælingar.
Engar stórkostlegar breytingar
„Við erum nátt-
úrlega búin að
vera að herða á
eftirlitinu með
netafjölda og með-
afla og ætlum að
gera enn betur því
það virðast vera
ákveðin vandamál
með meðafla og
jafnvel vísbend-
ingar um að hann skili sér ekki í land.
Við ætlum bara að setja aukinn kraft í
að taka á þessu núna á meðan grá-
sleppuveiðarnar ganga yfir,“ sagði
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um
hert eftirlit með grásleppuveiðum.
„Við höfum fengið býsna margar
ábendingar um að menn fari frjáls-
lega með netafjöldann og skoðun okk-
ar um daginn leiddi í ljós að menn
voru með of mikið af netum, þeir sem
við skoðuðum,“ sagði Eyþór að-
spurður hvort mikið væri um að menn
færu á svig við reglur.
Hann segir grásleppuveiðimenn
mega hafa ákveðið hlutfall af meðafla
og ef hann fari yfir það sé nauðsyn-
legt að menn færi sig á miðunum á
staði þar sem hlutfall meðaflategunda
er minna og samræmist þá settum
reglum.
Fregnir hafa borist af því að sjávar-
útvegsráðuneytið vinni að reglugerð
sem geri veiðimönnum skylt að vitja
um netin eigi sjaldnar en á fjögurra
daga fresti í stað sex eins og nú. „Ég
geri ráð fyrir að þetta snúist um um-
gengni,“ sagði Eyþór aðspurður um
málið, en hann segir að meðafli á borð
við ýsu og þorsk þoli illa að liggja í
netum í sex daga. ipg@mbl.is
Eftirlit með
grásleppu-
veiðum hert
Grásleppa