Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Stundum flott stundum bara eitthvað rugl..... Taktu mynda- vélina alltaf með þér hvert sem þú ferð Lomo truflar ekki líf þitt, Lomo er hluti af lífinu Notaðu hana alltaf á nóttu sem degi Prófaðu að taka mynd frá mjöðminni Ekki hugsa rassgat um af hverju þú ert að taka mynd Ekki hafa áhyggjur af einhverjum reglum Ultimate Greens: Spirulina pakkað af næringaefnum sem gefa mikla orku. Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir líkamann basískan. Chlorella hreinsar líkamann af auka– og eiturefnum, þungmálmum og geislunum. Fæst í Lifandi Markaður, Lyfjaver, Yggdrasil. www.celsus.is lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fáðu heilsuna og orkuna upp! Kraftmesta ofurfæði jarðar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Evrópuþingið lét í gær loks undan kröfum bandarískra yfirvalda um að þeim verði veittar upplýsingar um flugfarþega sem ferðast frá Evrópu til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa um árabil farið fram á að fá þessar upplýsingar, sem þeir segja mikilvægar þjóðaröryggi sínu. Samkvæmt nýja samkomulaginu við bandarísk stjórnvöld verða flug- félögin nú að afhenda upplýsingar um farþega á borð við nöfn þeirra, heimilisföng, greiðslukortaupplýs- ingar og sætisnúmer fyrir brottför. Á móti féllust bandarísk stjórn- völd á að má nöfn og heimilisföng farþega úr gagnagrunni sínum eftir hálft ár en upplýsingarnar verða engu að síður geymdar í fimm ár eft- ir það. Að þeim tíma liðnum eru upp- lýsingarnar færðar í annan „óvirk- an“ gagnagrunn í önnur tíu ár. Brýtur gegn friðhelgi einkalífs Töluverður hiti var í þingmönnum þegar samkomulagið var samþykkt á Evrópuþinginu en 409 þingmenn kusu með því en 226 á móti. Þeir sem eru því andsnúnir segja það brjóta gegn friðhelgi einkalífs flugfarþega og að það geti leitt til handtakna á fölskum forsendum. Þeir sem eru fylgjandi samkomulaginu, aðallega íhaldsmenn í þinginu, halda því fram að það tryggi persónuvernd farþega um leið og það auki öryggi. Cecilia Malmström, yfirmaður innanríkismála hjá ESB, segir gagnaöfluninni verða beitt gegn al- þjóðlegri glæpa- og hryðjuverka- starfsemi. Fá að safna gögn- um um farþega  Upplýsingar geymdar í rúm 15 ár AFP Eftirlit Farþegar á Barajas-flugvelli í Madrid. Flugfélög sem fljúga frá Evr- ópu til Bandaríkjanna þurfa nú að veita upplýsingar um þá fyrir brottför. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sameinuðu þjóðirnar komust að samkomulagi við stjórnvöld í Sýr- landi í gær um starfsreglur fyrir friðareftirlitsmenn SÞ sem eiga að fylgjast með vopnahléinu í landinu. Þá leggur Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, til að eftirlitsmönnunum verði fjölgað úr þrjátíu í þrjú hundruð. „Þetta samkomulag leggur línurn- ar fyrir eftirlitsmennina í störfum þeirra í Sýrlandi og verkefni og skyldur sýrlenskra stjórnvalda að þessu leyti,“ sagði Ahmad Fawzi, talsmaður Kofis Annans, sérstaks sendifulltrúa SÞ og Arababanda- lagsins í málefnum Sýrlands. Ofbeldið magnast síðustu daga Viðkvæmt vopnahlé hefur verið í gildi frá 12. apríl en í skýrslu sinni til öryggisráðs SÞ, þar sem hann legg- ur til að eftirlitsmönnum verði fjölg- að, lýsir Ban áhyggjum sínum af áframhaldandi ofbeldi í Sýrlandi sem hefði magnast undanfarna daga. Þá sagði hann föngum ekki hafa verið sleppt í sérstökum mæli og enginn merkjanlegur árangur hefði náðst í viðræðum um aðgang hjálparstarfsmanna að þeim svæð- um sem hafa orðið verst úti í átök- unum eins og kveðið er á um í sex skrefa friðaráætlun Annans. Vill fjölga eftirlitsmönnum Reuters Sátt Fulltrúi Sýrlandsstjórnar og SÞ handsala samkomulagið í gær.  Samkomulag um störf eftirlitsmanna SÞ undirritað í gær  Ban Ki-moon segir efndum Sýrlandsstjórnar ábótavant Tölvuleikur sem hannaður var til að hjálpa ung- lingum að vinna bug á þunglyndi reynist eins vel og meðferð hjá sálfræðingi. Þetta kemur fram í rannsókn nýsjálenskra lækna í lækn- isfræðitímaritinu British Medical Journal. Þrívíddarleikurinn SPARX virk- ar þannig að spilarinn reynir að leysa sjö verkefni á nokkrum vikum sem ganga út á að taka á reiði og særðum tilfinningum og að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir upp- byggilegar. Rannsókn læknanna sýndi að leikurinn virkaði eins vel og hefðbundin meðferð hjá lækni. Nota tölvuleik til að vinna á þunglyndi Þunglyndi er al- gengur sjúkdómur. NÝJA-SJÁLAND Fegrunar- aðgerðum í Bandaríkjunum fjölgaði um fimm prósent frá 2010 til 2011 þrátt fyr- ir viðvarandi efnahagskreppu í landinu. Þetta kemur fram í töl- um frá félagi bandarískra lýta- lækna. Mesta fjölgunin var í höku- lyftingum en þeim fjölgaði um 71 prósent á milli ára. Hátt í fjórtán milljónir fegrunar- aðgerða voru framkvæmdar vest- anhafs í fyrra en langstærstur hluti þeirra er flokkaður sem minnihátt- ar aðgerðir. Alls hefur fegrunaraðgerðum fjölgað um 87 prósent frá árinu 2000. kjartan@mbl.is BANDARÍKIN Kreppa hefur engin áhrif á lýtaaðgerðir Fegrunaraðgerð undirbúin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.