Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 111. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Brjóst Jackson fyrir hæstarétt
2. Segir skilið við frú Kutcher
3. 14 ára stúlku enn leitað
4. Ari Trausti ætlar í framboð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rokksveitin Agent Fresco leikur á
Faktorý í kvöld ásamt Ultra Mega-
technobandinu Stefáni, Tilbury og
RetRoBot. Sveitin fer svo í tónleika-
ferðalag um Evrópu í maí og er að
vinna að sinni annarri plötu.
Morgunblaðið/Eggert
Agent Fresco á
Faktorý í kvöld
UMTBS eða
Ultra Mega-
technobandið
Stefán er þekkt
fyrir afskaplega
líflega sviðs-
framkomu og æsi-
lega tónlist. Lítið
hefur heyrst í
henni að undan-
förnu og því gleðilegt að geta sagt
frá því að hún er að fara að gefa út
nýja plötu og mun flytja ný lög á tón-
leikunum sem voru nefndir að ofan.
UMTBS með nýja
plötu í smíðum
Í tilefni af Barnamenningarhátíð
hefur Bíó Paradís boðið leikskóla- og
grunnskólabörnum upp á kynningu á
tveimur kvikmyndum þessa viku,
frönsku verðlauna-
myndinni Rauðu
blöðrunni frá
1956 eftir Albert
Lamorisse og
Sirkusnum frá
1928 eftir Char-
les Chaplin. Síð-
asta sýningin er í
dag kl. 10.30.
Bíó Paradís passar
upp á börnin
Á laugardag Norðaustan 5-10 en heldur hvassari suðaustantil.
Dálítil él eystra og á annesjum norðanlands en bjartviðri vestan-
lands. Vægt frost nyrðra og eystra. Allt að 8 stiga hiti suðvestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og austan 2-10 m/s. Skýjað að
mestu og dálítil él norðaustan- og austanlands, en annars yfirleitt
léttskýjað. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands.
VEÐUR
Óhætt er að segja að úrslit-
in hafi verið eftir bókinni í
fyrstu umferð undanúrslita
N1-deildar kvenna í hand-
knattleik. Deildarmeistarar
Vals unnu e.t.v. stærri sigur
á Stjörnunni en flestir
höfðu reiknað með, 36:24.
Fram hafði einnig tögl og
hagldir frá upphafi til enda í
viðureign sinn við ÍBV þótt
aðeins hafi munað þremur
mörkum þegar upp var
staðið. »2
Allt eftir bókinni
hjá konunum
Stjarnan, sem komst óvænt inn í átta
liða úrslit Lengjubikarsins í knatt-
spyrnu karla á föstudagsmorgun, er
komin í undanúrslit í keppninni. Þökk
sé tveimur mörkum frá Garðari Jó-
hannssyni þegar Stjarnan vann Val í
gær, 2:1. Fram og Breiðablik eru einn-
ig komin í undanúrslit eins
og Íslands- og bikarmeist-
arar KR sem lögðu FH í
vítaspyrnukeppni eftir að
jafnt var eftir venjuleg-
an leiktíma og
framlengingu. »1
Það liggur fyrir hverjir
mætast í undanúrslitum
Grindvíkingar unnu Stjörnuna, 79:77,
í miklum spennuleik í Ásgarði í
Garðabæ í gærkvöldi í fjórðu og síð-
ustu viðureign liðanna í undan-
úrslitum Iceland Express-deildar
karla í körfuknattleik. Deildarmeist-
ararnir mæta þar með Þór frá Þor-
lákshöfn í einvígi um Íslandsmeist-
aratitilinn sem hefst eftir helgina á
heimavelli Grindvíkinga. »4
Grindvíkingar unnu og
mæta Þór í úrslitum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Unnið er að opnum fjölsmiðju að
hætti Íslendinga í bænum Paamiut á
vesturströnd Grænlands innan
skamms en fyrir eru tvær slíkar í
landinu, önnur í Nuuk og hin í bæn-
um Tasiilaq á austurströndinni.
Guðmundur Þorsteinsson, sem
hefur búið á Grænlandi lengst af síð-
an 1971, kom Grænlendingum á
bragðið hvað fjölsmiðju varðar, en
hann kynntist ámóta starfsemi í Fjöl-
smiðjunni í Kópavogi, þegar hann
vann þar 2002-2005.
Leiðir Guðmundar og Þorbjarnar
Jenssonar, forstöðumanns Fjölsmiðj-
unnar frá upphafi, lágu fyrst saman í
gegnum handboltann. Guðmundur
hefur mikið látið til sín taka á því sviði
á Grænlandi, þjálfað krakka og
skipulagt samskipti við Íslendinga
um árabil. Hann lagði hugmynd um
fjölsmiðju á borð ráðamanna í Nuuk,
fékk jákvæð viðbrögð og skilaði í kjöl-
farið viðamikilli skýrslu um málið í
mars 2006. Hann var ráðinn sem ráð-
gjafi við undirbúning í ársbyrjun
2007 og þegar húsnæði var fundið var
hann ráðinn forstöðumaður Fjöl-
smiðjunnar. Starfsemin byrjaði 2008
og Asii Chemnitz Narup, bæjarstjóri
í Nuuk, lýsti yfir opinberri opnun í
mars 2009. „Strax 2008 voru krakkar
á biðlista og það hefur sýnt sig að
þörfin fyrir svona vinnustað er mikil,“
segir Guðmundur.
Vantar oft pappíra
Fjölsmiðjan á Íslandi á rætur að
rekja til Danmerkur. Bæði þar og á
Íslandi er um að ræða sjálfseign-
arstofnanir, en á Grænlandi reka við-
komandi bæjarfélög smiðjurnar. Í öll-
um tilvikum er um að ræða nokkurs
konar þjálfunarbúðir fyrir ungt fólk,
sem hætt hefur í námi og ekki náð
fótfestu á vinnumarkaði. Á Græn-
landi er til dæmis lögð áhersla á að
gera upp gamla muni og selja þá.
Guðmundur segist eiga auðvelt með
að setja sig í spor krakkanna því
hann sé sjálfur ómenntaður á bókina.
„Ég hefði verið mjög ánægður ef eitt-
hvað svona hefði staðið til boða þegar
ég var unglingur,“ segir hann og
leggur áherslu á að allir búi yfir ein-
hverjum eiginleikum. „Sumir eru
bara ekki með pappíra upp á það.“
Hann segir að í vinnu sé ekki alltaf
lögð áhersla á það sem skipti mestu
máli. „Það gleymist oft að spyrja
krakkana hvað þeir vilji helst gera, í
hverju þeir séu bestir. Það eru ekki
allir á bókina og Grænlendingar eru
til dæmis almennt mjög flinkir í
höndunum.“
Frá 2010 hefur Guðmundur verið
yfirmaður þróunardeildar velferð-
arsviðsins í Nuuk. Sem slíkur er hann
í daglegum tengslum við Fjölsmiðj-
una og styður við frekari uppbygg-
ingu. „Nú erum við að und-
irbúa kynningarferð í Fjöl-
smiðjuna á Íslandi og það
verður hápunkturinn.“
Íslandsför verður hápunkturinn
Þriðja fjölsmiðjan að hætti Íslend-
inga senn sett á laggirnar á Grænlandi
Samvinna Starfsmenn Fjölsmiðjunnar í Nuuk ásamt unga fólkinu sem vann að gerð fánans og Juliu Edel Hardenberg sem átti hugmyndina að verkinu.
Fjölsmiðjan í Kópavogi hóf
starfsemi 2001. Í janúar 2002
hóf Guðmundur Þorsteinsson
þar störf með Þorbirni Jenssyni,
hafði meðal annars umsjón með
bílaþvottinum, og vann með
unga fólkinu fram á mitt ár
2005, þegar hann flutti aftur til
Grænlands. Hann hafði frum-
kvæði að stofnun Fjölsmiðj-
unnar í Nuuk og hefur fylgt mál-
inu eftir. Auk
Fjölsmiðj-
unnar í Kópa-
vogi er sam-
bærilegur rekst-
ur í Reykja-
nesbæ og á Ak-
ureyri.
Uppbygging
hér og þar
FJÖLSMIÐJAN