Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 6
Margir tóku sumardeginum fyrsta fagnandi enda nóg um að vera um allt land. Reykjavíkurborg stóð fyrir hverfahátíðum þar sem boðið var upp á fjöl- breytta dagskrá; skrúðgöngur, hoppkastala og leik- tæki svo eitthvað sé nefnt. Barnamenningarhátíðin stendur sem hæst þessa dagana og fjöldi fólks sótti ýmsa atburði hennar. Fjölmargir heimsóttu Fáks- menn í Víðidal þar sem starfsemin var kynnt og börnum boðið á hestbak. Stemningin var og í há- marki í Laugardalslaug sem var opnuð aftur í gær eftir endurbætur þar sem fjöldi nýrra leiktækja var afhjúpaður. Morgunblaðið/Eggert Samvera Margar fjölskyldur nýttu verðurblíðuna við tjörnina í höfuðborginni. Morgunblaðið/Eggert Ökumaður Þessi snáði lét aldurinn ekki trufla sig og settist undir stýri. Morgunblaðið/Ómar Knapi Fáksmenn buðu ungu kynslóðinni að stíga á hestbak í Víðidal. Gleði á fyrsta sumardegi Morgunblaðið/Eggert Gaman Leikarar í Iðnó útskýra ratleik. Leikurinn var byggður á riti eftir Braga Bergsson. Morgunblaðið/Ómar Fjör Krakkarnir í Fjölskyldugarðinum nutu fyrsta sumardagsins. Sumir voru skólausir á trampólíninu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, föstudaginn 27. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 4. maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2012. ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2012 –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ „Í dag er sumardagurinn fyrsti og þetta er dagur bjartsýni. Það hentar okkur mjög vel vegna þess að við er- um ákaflega bjartsýn í dag,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson jarðvís- indamaður þegar hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Ís- lands á blaðamannafundi sem haldinn var á heimili hans í gær. Ari Trausti og eiginkona hans, María G. Bald- vinsdóttir, voru umkringd vinum og vandamönnum á blaðamannafund- inum en hann segist finna fyrir góð- um meðbyr með framboði sínu. Getur gert samfélaginu gagn „Í fyrsta lagi þá langar mig til þess að gegna þessu embætti. Ég held að ég geti gert samfélaginu gagn og talið kjark í þá sem það þurfa og beint samfélaginu á réttari brautir með gerðum mínum,“ sagði Ari Trausti um helstu ástæður framboðsins en nái hann kjöri ætlar hann einkum að leggja áherslu á að kalla fram um- ræður í þjóðfélaginu, spyrja brýnna spurninga og finna lausnir á deilu- málum. „Það er ósætti [í þjóðfélaginu] og það eru hagsmunahópar sem takast á. Það er kannski ekki hægt að sætta þá á næstu árum en það er hægt að finna lausnir,“ segir Ari Trausti. Í gegnum tíðina hefur hann unnið ýmis störf, m.a. sem grunnskólakenn- ari, leiðsögumaður og dagskrárgerð- armaður fyrir bæði Ríkisútvarpið og -sjónvarpið auk þess að vera veð- urfréttamaður í sjónvarpi hjá Stöð 2. Ennfremur segist hann vera víðförull með mikla tungumálakunnáttu. „Þessi reynsla, þ.e.a.s. þessi þekking sem ég tel mig hafa, býr til rými í mínum huga fyrir frambjóðanda af þessu tagi,“ segir Ari Trausti. „Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi og við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki,“ er meðal þess sem segir í inngangi að stefnuskrá Ara Trausta en hægt er að nálgast hana, ásamt frekari upp- lýsingum, á heimasíðunni aritrausti.is. Þriggja barna faðir Ari Trausti fæddist í Reykjavík 3. desember 1948. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1968, prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands 1972 og varð cand. mag. í jarðeðlisfræði við Óslóarhá- skóla 1973. Ari Trausti og María eiga saman þrjú uppkomin börn. Kosið verður til embættis forseta Íslands 30. júní næstkomandi. „Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi“ Morgunblaðið/Ómar Framboð Ari Trausti Guðmundsson tilkynnti framboð sitt í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.