Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 23:30
Opið um helgar frá 18:00 - 23:30
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
Nýr soðinn rauðmagi
í hádeginu
Nú er að ljúka sextugasta starfsári
Lionshreyfingarinnar á Íslandi en
fyrsti klúbburinn, Lionsklúbbur
Reykjavíkur, var stofnaður 14. ágúst
1951. Lionsfélagar af öllu landinu
hafa með margvíslegum hætti fagn-
að þessum tímamótum undanfarið
ár og haldið um leið hátt á lofti
merkjum og gildum Lions sem er
fjölmennasta þjónustuhreyfing í
heimi, stofnuð árið 1917 og er nú
skipuð yfir 1,3 milljónum félaga í um
45.000 klúbbum í yfir 200 löndum.
Ísland er eitt af þessum löndum
og hér starfa 89 Lionsklúbbar og
einn Lionessuklúbbur með um 2.300
félaga. Lions er vettvangur fyrir
konur og karla á öllum aldri sem
vilja láta gott af sér leiða á sviðum
mannúðar og menningar. Við leggj-
um fjölmörgum verkefnum lið þar
sem við tökum til hendinni í orðsins
fyllstu merkingu, söfnum fjár-
munum til kaupa á margvíslegum
búnaði, ekki síst fyrir heilbrigð-
isstofnanir víðs vegar um landið. En
um leið og ekki síður erum við fé-
lagsskapur fólks héðan og þaðan úr
samfélaginu sem nýtur þess sam-
félags sem er grundvöllurinn að öllu
okkar starfi. Við myndum sterk vin-
áttubönd sem fléttast saman í klúbb-
unum og milli þeirra, hér á landi og
um allan heim.
Hver klúbbur leitast við að styðja
byggðarlagið sitt en félagarnir taka
einnig þátt í verkefnum á lands- og
jafnvel heimsvísu. Enda starfrækir
alþjóðahreyfing Lions m.a. öflugan
hjálparsjóð sem veitir fjármuni til
ýmissa fjárfrekra verkefna sem ætl-
að er að styrkja innviði samfélaga.
Það er okkur Íslendingum bæði
ánægja og heiður að sjóðurinn hefur
nú ákveðið að leggja hátt í 10 millj-
ónir króna til kaupa á augnlækn-
ingatæki fyrir Landspítala – há-
skólasjúkrahús sem Lions færir
þjóðinni í tilefni af 60 ára afmælinu.
Við sjálf, Lionshreyfingin á Íslandi,
söfnum öðru eins því tækið kostar
um 20 milljónir króna.
Gjöfin er táknræn því alþjóðlega
Lionshreyfingin hefur frá upphafi
kappkostað að veita blindum og
sjónskertum sérstakan stuðning. Að
sama skapi var það Lionsfólki dýr-
mætur heiður á afmælisári að
Blindrafélag Íslands skyldi veita
hreyfingunni „Samfélagslampann“ í
þakklætisskyni fyrir dyggan stuðn-
ing í áranna rás.
Í raun má segja að meginhlutverk
Lionsfólks sé að virkja samfélagið til
þátttöku og stuðnings við samborg-
ara sína sem á þurfa að halda, oft
tímabundið en stundum til lengri
tíma. Auk þess að standa vörð um
blinda og sjónskerta höfum við t.d.
unnið að verkefnum sem tengjast
annarri fötlun, sjúkdómum, börnum
og öldruðum og við vinnum einnig að
því að bæta umhverfi okkar, s.s. með
skógrækt.
Þannig er Lionshreyfingin ein af
driffjöðrum samfélagsins, einn af
máttarstólpunum, skipuð sam-
heldnum sjálfboðaliðum sem njóta
þess að vinna öðrum til heilla. Fyrir
hönd fjölumdæmisráðs færi ég öllu
Lionsfólki mínar bestu þakkir fyrir
frábært starf undanfarin 60 ár um
leið og við minnumst stofnendanna
og þeirra sem fallnir eru frá en helg-
uðu þjóðinni krafta sína og starf
undir merkjum Lions. Og sérstakar
þakkir færum við þjóðinni sem af ör-
læti sínu hefur stutt Lionshreyf-
inguna með fjárframlögum og öðr-
um hætti um áratugaskeið með von
um áframhaldandi farsælt samstarf
um ókomin ár.
ÁRNI V. FRIÐRIKSSON,
fjölumdæmisstjóri Lions
á Íslandi.
Lions virkjar samfélag-
ið til góðra verka
Frá Árna V. Friðrikssyni
Eina vitræna leiðin
til að afnema gjald-
eyrishöftin, hælbit
sem flestir vilja losna
við, er með upptöku
fastgengis. Með fast-
gengi verður tekin
upp „reglubundin
peningastefna“ en
henni fylgja aðhalds-
söm ríkisfjármál og
efnahagslegur stöð-
ugleiki. Fagna ber að
Seðlabankinn verður
lagður niður og lands-
menn losna við það
bullandi sukk og tor-
greindar ákvarðanir
sem fylgja slíkum
stofnunum.
Fastgengi er hægt
að framkvæma með
tvennu móti. Annars
vegar með upptöku
Kanadadals og hins
vegar með upptöku
innlends ríkisdals út-
gefins af myntráði,
með Kanadadal sem
stoðmynt. Aðrir er-
lendir gjaldmiðlar koma einnig til
álita, fyrir utan evru sem af póli-
tískum ástæðum er ónothæf. Mjög
auðvelt er að breyta úr Kanadadal
yfir í ríkisdal, ef talið er henta. Það
verður samt ekki gert án sam-
þykkis þjóðarinnar.
Ef landsmenn vilja losna við
gjaldeyrishöftin fljótt og koma á
efnahagslegum stöðugleika er að-
ferðin sú að gera Kanadadal strax
að lögeyri, samhliða gömlu og lúnu
krónunni. Hugsanlega er hægt að
semja við seðlabankann í Kanada
um að hann selji Íslandi nauðsyn-
legt grunnfé (kr. 40 milljarðar) á
kostnaðarverði. Ef samningar nást
ekki við Kanada er sjálfgefið að
hefja tafarlaust undirbúning að
stofnun myntráðs.
Til að tryggja myntráðinu traust
er nauðsynlegt að festa ákvæði um
það í stjórnarskrána. Hér eru dæmi
um nokkur slík
ákvæði. Fyllri lista er
hægt að sjá á vefsetri
Samstöðu þjóðar:
http://samstada-
thjodar.blog.is/blog/
samstada-thjodar/
entry/1233617/
Ákvæði um mynt-
ráð, sem setja þarf í
stjórnarskrána
Myntráð Íslands
hefur einkaleyfi til út-
gáfu ríkisdals, sem
ásamt Kanadadal er
lögeyrir í landinu. Eft-
ir sem áður skulu eng-
ar hömlur settar á
notkun annarra gjald-
miðla á Íslandi. Frjáls
notkun gjaldmiðla telst
til fullveldisréttinda
landsmanna.
Tilgangur Myntráðs
Íslands er að annast
myntsláttu fyrir lands-
menn, gefa út bæði
mynt og seðla í rík-
isdölum. Myntráðið
skal á öllum tímum
tryggja að ríkisdalir
séu að fullu skiptan-
legir á föstu skiptigengi fyrir Kan-
adadali.
Myntráð Íslands skal gefa út rík-
isdali í seðlum og mynt. Myntráðið
skal láta prenta seðlana erlendis,
en myntina er heimilt að láta slá
innanlands. Myntráðinu er hvorki
heimilt að taka við innlánum né
veita lán.
Stoðmynt myntráðsins skal vera
Kanadadalur og skiptihlutfall hans
gagnvart ríkisdal vera einn ríkis-
dalur á móti einum Kanadadal.
Myntráðið veitir ekki móttöku öðr-
um gjaldmiðlum en ríkisdölum og
Kanadadölum.
Myntráðinu er ekki heimilt að
taka gjald fyrir að skipta úr rík-
isdal í Kanadadal, eða öfugt.
Myntráðið skal hefja starfsemi
með nægan forða af ríkisdölum í
seðlum og mynt, sem nemur að
jafnvirði rúmlega 100% af áætl-
uðum krónum í umferð, sem gefnar
hafa verið út af Seðlabanka Íslands.
Seðlabanki Íslands skal innan
árs frá stofnun myntráðsins skipta
gegn Kanadadölum öllum íslensk-
um krónum sem hann hefur sett í
umferð, enda sé þess óskað af eig-
endum þeirra. Seðlabankanum er
einnig heimilt að skipta íslenskum
krónum í ríkisdali, sem hann hefur
keypt af myntráðinu eða eignast á
annan löglegan hátt.
Myntráðið skal varðveita vara-
sjóð sinn í Kanadadölum, eða rík-
isskuldabréfum útgefnum af kan-
adíska seðlabankanum (Bank of
Canada), enda skulu þau hljóða á
Kanadadali. Myntráðinu er óheimilt
að eiga eða varðveita verðbréf sem
útgefin eru af ríkissjóði Íslands,
bæjarfélögum eða Íslenskum rík-
isstofnunum.
Myntráðið skal setja allan mynt-
gróða í varasjóð sinn, þar til vara-
sjóðurinn hefur náð að verða 110%
af útistandandi ríkisdölum. Vara-
sjóðurinn skal metinn í lok hvers
árs og ríkissjóði Íslands fært það
Kanadadalur + ríkisdalur =
afnám gjaldeyrishafta
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson
»Ef lands-
menn vilja
losna við gjald-
eyrishöftin fljótt
og koma á efna-
hagslegum stöð-
ugleika er að-
ferðin sú að
gera Kanadadal
strax að lög-
eyri.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Bréf til blaðsins