Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
White Signal Hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki úr ólíkum áttum.
Sólrún. Hún segir það skrítið að
hafa fengið alla þessa athygli en að
sama skapi hafi þetta verið mjög
skemmtilegur tími.
Sólrún byrjaði að spila á
trommur fyrir um fimm árum þeg-
ar henni áskotnuðust tímar í
trommuleik eftir að eldri bróðir
hennar lét af því að berja húðir.
,,Það kom mér náttúrlega mjög á
óvart að vera valin besti trommu-
leikarinn á Músíktilraunum, sér-
staklega þar sem það voru svo
margir góðir“, segir Sólrún.
Úr ólíkum áttum
White Signal var stofnuð af
krökkum úr Reykjavík og Hafnar-
firði fyrir um ári. ,,Við erum hópur
krakka sem langar að spila tónlist.
Okkur vantaði til að mynda píanó-
leikara og fundum hann á You-
Tube. Svo kynntumst við stelpum
úr Hafnarfirði sem voru að hætta í
hljómsveit og við byrjuðum að
spila saman,“ segir Sólrún sem
sjálf kemur úr Laugarnesi.
Meðlimir sveitarinnar taka all-
ir virkan þátt í að semja tónlistina
og eru óhrædd við að reyna sig
áfram. ,,Okkur finnst frábært að
fólk taki eftir því sem við gerum.
Við reynum að spila sem fjöl-
breyttasta tónlist, bæði með fönki,
poppi og popprokki. Í sumar ætl-
um við að reyna að reyna að spila
erfið lög sem reyna svolítið á okk-
ur. Við ætlum líka að búa til okkar
eigin lög í danstónlistarstíl. Það er
eitthvað sem virkar alltaf og það
er gaman að spila,“ segir Sólrún.
Æft á fullu
Mikið hefur gengið á hjá
hljómsveitinni að undanförnu en
nú einbeita meðlimir hennar sér að
öðrum hlutum. Skyldurnar kalla.
„Við erum í smá-pásu sem
stendur en um leið og prófunum
lýkur ætlum við að hefja æfingar á
fullu,“ segir Sólrún en hún útilokar
þátttöku í Músíktilraunum aftur
eftir ár. ,,Við erum nú þegar búin
að taka upp þrjú lög í Stúdíó
Sýrlandi og ætlum að reyna
að taka upp plötu næsta
vetur,“ segir Sólrún að
lokum.
Sólrún stundar nám
við Menntaskólann í
Hamrahlíð en er samhliða
því í tónlistarnámi í
FÍH. ,,Tónlistin er
númer eitt hjá
mér. Ég hef eng-
in önnur áhuga-
mál nema að vera
með vinum mínum.
Það finnst mér skemmti-
legast.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
„Ég hlusta mest á djass og fönk. Sú tónlist heillar mig
mest og þegar ég hlusta á tónlist finnst mér flott að
heyra spuna. Djasstrommuleikarinn Vinnie Colaiuta er í
uppáhaldi hjá mér af þeim erlendu en hann hefur
meðal annars spilað með Herbie Hancock,“ segir
Sólrún.
Þó djass og fönk heilli mest tekur hún einnig
eftir flottum trommuleik í öðrum tónlistar-
stefnum. „Af íslensku trommuleikurunum er
Hrafnkell í Agent Fresco í uppáhaldi hjá mér. Hann
spilar í svo ótrúlega flóknum en flottum töktum.“
Hrafnkell
Örn
Djass og fönk heilla mest
HLUSTAR HELST EFTIR TROMMULEIK
IBBY á Íslandi tekur þátt í Barna-
menningarhátíð í Reykjavík með því
að opna bókakaffihús í Foldasafni.
En þar mun fara fram viðburðurinn
Bókabrellur og bollakökur á morg-
un, laugardaginn 21. apríl 13-14.
Þangað er hressum krökkum boðið
til bollakökuáts og bókaspjalls
ásamt rithöfundunum góðkunnu
Margréti Örnólfsdóttur og Þorgrími
Þráinssyni. Eru allir velkomnir á
þennan líflega viðburð.
IBBY er skammstöfun á enska
heitinu The International Board on
Books for Young People en það eru
alþjóðleg samtök. IBBY deildir eru
nú í 60 ríkjum víðs vegar um heim
en
Íslandsdeild IBBY var stofnuð í
Reykjavík árið 1985 og hafði hún
það að aðalmarkmiði að stuðla á all-
an hátt að eflingu íslenskra barna-
bóka.
Barnamenningarhátíð var sett
hinn 17. apríl og er þema hátíð-
arinnar Uppspretta sem endurspegl-
ast með ólíkum hætti í tæplega 200
viðburðum sem börn, og fullorðnir í
fylgd með börnum, geta sótt.
Barnamenningarhátíð í
Reykjavík 2012
Bókabrellur
og bollakökur
Girnilegt Bollakökur eru góðar.
Árlegur fjölskyldudagur í náttúruperl-
unni Gróttu á Seltjarnarnesi verður
haldin á morgun, laugardaginn 21. apr-
íl. Opið verður út í Gróttu milli 10:30
og 14:30 en þá er hægt að komast fót-
gangandi út í eyju. Að þessu sinni er
sérstaklega minnt á að núverandi
Gróttuviti verður 65 ára í ár.
Vitinn er opinn og hægt að fara upp
í hann. Sýning um vita verður á neðstu
hæðinni en í tilefni af 65 ára afmæli
Gróttuvita er ætlunin að faðma vitann
eins oft og fólk getur.
Í Fræðasetrinu verður hægt að
kaupa sér hressingu á milli kl. 10:30
og 14:30 en í Albertsbúð verður helgi-
stund klukkan 11 í umsjá sr. Bjarna
Þórs Bjarnasonar og félaga. Á sama
stað heldur Kristján Sveinsson sagn-
fræðingur fyrirlestur klukkan 12 um
Gróttuvita. Á Gróttudeginum gefst
tækifæri til að njóta náttúrufegurðar
og rannsaka lífríkið í fjörunum sunnan
við Gróttu, Seltjörn og Bakkavík. Gott
er hafa með sér poka eða fötur til að
tína skeljar í fjörunni.
Gróttudagurinn 2012
Gróttuviti
faðmaður
Kvöldsól Í göngutúr út í Gróttuvita.
Blúndutoppur 3.990
Kjóll 5.500
Peysa 6.990
Pils 1.690
Kringlan s: 568 6244 Smáralind s: 544 4230
Blússa 3.990
Toppur 3.490
facebook.com/veromodaiceland
Alexa Chung jakki
Ísland 6990
Danmörk 6900
Ítalía 6840
NÝJAR VÖRUR