Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar fyrir bústaðinn og heimilið Opið: mánudag til föstudags frá 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - www.nora.is - www.facebook.com/noraisland Traktorakönnurnar komnar Burleigh bláa sveitastellið Eikarborð og stólar Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og Jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drott- in vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almátt- ugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga, almenna kirkju, sam- félag heilagra, fyrirgefningu synd- anna, upprisu mannsins (holdsins) og eilíft líf. Amen. Sköpunin er lífið sjálft, lífsandi lifandi Guðs. Þeir sem ekki trúa sköpunarsögunni eru í þeirri stöðu að takmarka Guð, og takmarkaður guð er ekki almáttugur guð. Almáttugur Guð varð að koma til jarðar til að endurheimta sköpun sína, manninn sem hann hafði skapað eftir sinni mynd. Við „syndafallið“ hvarf andi Guðs (guðsmyndin) frá manninum. Skap- arinn valdi þá auðmjúku leið að gerast einn af mönnunum og segja þeim milliliðalaust vilja sinn. Dæmi, sem auðskilið er: Maura- þúfa er í kálgarði sem bóndi ætlar að plægja, hann veit að plógurinn mun drepa maurana en sér ekki leið til að bjarga þeim. Bóndinn segir við sjálfan sig: mér þykir leitt að eyðileggja maurabúið en ég get ekki breytt mér í maur og skriðið inn í mauraþúfuna og sagt maur- unum að forða sér. Það var einmitt það sem Guð gerði þegar hann kom í heiminn í Jesú Kristi, hann „breytti sér í maur og kom til jarð- ar“. „Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Hins hæsta mun yf- irskyggja þig. Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs“ ( Lk. 1: 35). „… Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu, heit- konu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans.“ (Mt. 1:20-21). Jesús kemur í stað synda- fórnarinnar í Móse-lögmáli, þar sem menn lögðu hönd á höfuð fórn- arlambsins og trúðu því að syndir þeirra yfirfærðust í dýrið sem svo var slátrað og blóð þess hreinsaði syndasektina. Þegar menn játa Jesú Krist sem frelsara sinn og lausnara og trúa því í hjarta sínu að hann hafi dáið fyrir syndir þess sem játninguna gerir virkar það í líkingunni, eins og viðkomandi leggi hönd sína á Jesú á krossinum og blóð hans, sem rann til jarðar leysir játandann frá syndum. Í jarðvist sinni var Jesús bæði guð og maður. Hann gat ekki tekið á sig syndir annarra nema að vera syndlaus sjálfur. Þess vegna var Jesús getinn af heilögum anda og Guð gaf Jósef skilning á hans stjúpföðurhlutverki. Guð seldi sig undir hendur „mannlegs stjúp- föður“ rétt eins og Guð varð í raun „stjúpfaðir mannkyns“ þegar börn hans Adam og Eva afsöluðu sér erfðaréttinum, sem andlega skilget- in börn hans, með syndafalli sínu. „Ég dó, en sjá, lifandi er ég um aldir alda, og ég hef lykla dauðans og Heljar“ (Opb. 1:18). Í upprisu sinni tók Jesús aftur þá stöðu sem hann átti hjá Guði og nú sem Guð kristinna manna. „Faðir, ger mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð sem ég hafði hjá þér áður en heimur var til“ ( Jh. 17: 5). Heil- agur andi, gefinn af Guði Föður, fyrir Jesú Krist tekur sér svo bú- stað í hverju iðrandi hjarta, sem leitar sátt- ar við Skaparann í hjálpræðisverki Jesú, og þannig verður hver andlega endurfæddur maður aftur sáttur við Guð og skilgetið af- kvæmi hans. Kirkjan er kristinn söfnuður Guðs, „stofnsett á Gol- gata“ þegar blóð Jesú rann niður krossinn. Kirkjan er almenn að því leyti að hún stendur öllum þeim til boða sem þiggja Jesú Krist sem frelsara sinn og taka við Biblíunni sem heilögu orði Guðs. Jesús steig upp til himna í holdi og ræður yfir holdi og anda, með því að játa hann sem frelsara stíga menn yfir frá andlegum dauða til eilífs lífs og eiga fyrirheit sín í framhaldslífi með Jesú þegar jarðvistinni lýkur. Maðurinn rís upp frá dauðum í andlegum skilningi. „Upprisa holdsins“ er upprisa alls holds á jörðinni. Og hefur því víðtækari merkingu en upprisa mannsins. Vegna áhrifa manna er jörðin öll menguð og „hold“ jarðarinnar þarf að hreinsast. Á endatímunum mun „hold jarðar“ rísa upp, þegar Jesús stofnar ríki sitt á jörð. Iðrandi syndari upplifir hjálpræðið í Jesú fyrir trú. Eins og Heilagur andi kom til Maríu og yfirskyggði hana. Eins yfirskyggir Heilagur andi hverja iðrandi sál sem leitar Jesú Krists og endurfæðir. Sá andlegi „getnaður“ er raunverulegt ferli náðarinnar sem Drottinn Jesús einn getur gefið. Trúarjátningunni þarf því að fylgja eftir með bæn. „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er drott- inn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis“ (Róm. 10: 9- 10). Þeir sem trúa ekki „sköp- uninni“ eða „meyfæðingunni“ og snúa út úr Biblíutextum eru ein- mitt þeir sem Jesús dó fyrir. Jesús þráir að þeir sem eru í þeirri stöðu komi fram fyrir hann í bæn, iðrist synda sinna, horfi til hans á kross- inum þar sem hann segir: „Ég dó fyrir þig.“ Postullega trúarjátningin Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson » Sköpunin er lífið sjálft, lífsandi lifandi Guðs. Höfundur er húsasmiður. Með samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsmanna Sel- tjarnarnesbæjar varð rekstur og af- koma árið 2011 mun betri en árið á und- an. Reikningar bæj- arins fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir af- gangi upp á 93 m. kr. en sambærileg tala fyrir árið 2010 var 1 m. kr. Stefnan er að skila ekki síðri árangri í rekstri fyrir yfirstand- andi ár. Gangi það eftir eru for- sendur fyrir lækkun útsvars frá og með næstu áramótum. Það hefur ávallt verið stefna Sel- tjarnarnesbæjar að halda álögum í lágmarki. Aðhald í rekstri ásamt skipu- lagsbreytingum í samvinnu við bæj- arstarfsmenn skilar árangri sem Seltirn- ingar geta verið stoltir af. Víðtæk samstaða er í bæj- arfélaginu um að standa vörð um grunnþjónustuna og hefur það tekist von- um framar. Íbúar á Nesinu kunna að meta óeig- ingjarnt framlag bæjarstarfsmanna og ábyrga framkvæmdastjórn bæj- armálefna. Í árlegri þjón- ustukönnun Capacent eru 91% íbúa ánægð með búsetuskilyrðin á Nesinu. Bærinn fær 4,5 af 5 mögulegum stigum og er með aðra hæstu einkunn af sveit- arfélögum í landinu. Samkvæmt könnuninni eru um 91% bæjarbúa mjög ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar og er Seltjarnarnesbær þar í öðru sæti á landsvísu. Umhverfismálin skora einnig hátt og er bærinn með þriðju hæstu einkunnina af sveitarfélögum á landinu. Við höfum lagt við hlustir hvað skiptir máli hjá fjölskyldum bæj- arins. Lífsgæðin eru á Nesinu, í samstarfi bæjarstjórnar, starfs- manna bæjarfélagsins og íbúa á Nesinu tryggjum við að bæjar- félagið okkar verði áfram leið- andi og íbúavænt. Góð afkoma lækkar útsvarið Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Í árlegri þjónustu- könnun Capacent eru 91% íbúa ánægð með búsetuskilyrðin á Nesinu. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.