Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 6
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Niðurstaða Landsdóms í málinu gegn
Geir H. Haarde virðist benda til þess
að forsætisráðherra beri að vera
nokkurs konar samhæfingaraðili inn-
an ríkisstjórnarinnar, segir Stefanía
Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Hún segir að enn sem komið er hafi
tilraunir til að endurheimta traust á
stjórnmálunum ekki borið árangur en
stríðandi fylkingar gætu séð sér hag í
því að draga úr vopnaskaki í aðdrag-
anda kosninga.
„Landsdómur virðist vera að senda
þau skilaboð inn í framtíðina að það
verði að fara fram endurskoðun á
starfsháttum ríkisstjórna, að ráð-
herrarnir vinni betur saman að úr-
lausn mála,“ segir Stefanía um þá
ákvörðun dómsins að finna Geir sek-
an fyrir að hafa ekki boðað til ráð-
herrafunda um þá hættu sem steðjaði
að íslensku efnahagslífi. „Þá má segja
að verið sé að koma til móts við þau
sjónarmið að í stórum málum þurfi að
virkja alla ríkisstjórnina sameig-
inlega og hún beri sameiginlega
ábyrgð en ekki bara einstaka ráð-
herrar,“ bætir hún við.
Þurfa að líta til kosninga
Stefanía segir Landsdómsmálið
ekki hafa orðið til þess að auka til-
trúna á stjórnmálakerfinu í heild
sinni en það hafi bæði byrjað og end-
að í bullandi pólítík. „Ef skipun rann-
sóknarnefndar, Landsdómur og
endurskoðun stjórnarskrárinnar áttu
að efla pólitíska sátt í landinu þá hafa
þau ekki gert það. Þau hafa hins veg-
ar endurspeglað pólitísk átök sem sér
ekki fyrir endann á,“ segir hún en
bætir því við að eins skringilega og
það kunni að hljóma þá gæti tilhugs-
unin um kosningar hvatt menn til
stillingar.
„Það kemur auðvitað að því að það
verður kosið aftur til þings og þá þarf
hugsanlega að mynda nýja ríkis-
stjórn ef núverandi stjórnarflokkar
missa þingmeirihlutann. Þá þurfa
þátttakendur í þessum leik að íhuga
með hverjum þeir geta unnið eftir
kosningar og ef menn ætla að eiga
samstarf þvert á hægri og vinstri lín-
ur þá verður þessum átökum að
linna,“ segir Stefanía.
Hún segir áköll um, að þeir þing-
menn sem hafi lagt upp í Landsdóms-
vegferðina axli ábyrgð, þátt í hinum
pólitíska hildarleik og segist ekki
sannfærð um að Landsdómur verði
lagður af. „Málskotsrétturinn til
dæmis þótti úreltur en er allt í einu
orðinn virkt tæki í stjórnmálum og
það má vel vera að einhver muni líta á
Landsdóm sem vopn til að grípa til í
pólitískum átökum,“ segir Stefanía.
Endurspeglar pólitísk átök
sem sér ekki fyrir endann á
Morgunblaðið/Kristinn
Landsdómur Geir H. Haarde á tröppum Þjóðmenningarhússins eftir að dómur var upp kveðinn í Landsdómi.
Forsætisráðherra samhæfingaraðili Landsdómur vopn í pólitískum hildarleik
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði við
upphaf þingfundar í gær að lögin um Landsdóm væru
ekki heppileg og að þeim hefði átt að breyta fyrir löngu.
Þá sagðist hún í svari við fyrirspurn Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, telja alla
þingmenn sammála um að breyta ætti lögunum og að
tillaga þess efnis ætti að liggja fyrir seinna á árinu.
Jóhanna sagði óheppilegt að ákæruvaldið væri í
höndum þingmanna og sagðist jafnframt vona að þing-
menn myndu setjast yfir það hvernig þeir vildu hafa fyr-
irkomulagið í framtíðinni, þ.e. hvernig bregðast ætti við
ef líkur væru á því að ráðherra hefði gerst sekur um að brjóta lög um ráð-
herraábyrgð. Sagði hún að breyta ætti lögunum sem fyrst.
Landsdómslögin óheppileg
FORSÆTISRÁÐHERRA Í UMRÆÐU Á ALÞINGI Í GÆR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í
stjórnskipunarrétti við lagadeild
Háskólans í Reykjavík, telur ekki
hægt að gera lítið
úr því broti sem
Geir H. Haarde,
fyrrverandi for-
sætisráðherra,
var fundinn sekur
um í Landsdómi
og segir þvert á
móti ljóst að
meirihluti dóms-
ins hafi komist að
þeirri niðurstöðu
að um meira en
formreglubrot hafi verið að ræða.
„Það sem mér finnst þörf á að
ítreka í ljósi umræðunnar er að það
er beinlínis sagt í dómnum að sú
háttsemi að fara ekki eftir 17. grein
stjórnarskrárinnar hafi ekki bara
verið brot á formreglu,“ segir Ragn-
hildur, þar hafi þvert á móti staðið
skýrum orðum að háttsemin hefði
stuðlað að því „að ekki var á vett-
vangi ríkisstjórnarinnar mörkuð
pólitísk stefna til að takast á við þann
mikla vanda, sem ákærða hlaut að
vera ljós,“ eins og stendur í dómnum.
Þar segir einnig að ef slík stefna
hefði verið mörkuð og henni fylgt
eftir, hefði mögulega mátt draga úr
því tjóni sem hlaust af falli bank-
anna. „Þetta brot hafði verulegar
efnahagslegar afleiðingar og í dómn-
um er það rakið hvernig þær upplýs-
ingar sem Geir fékk á árinu 2008 hafi
í raun og veru verið þannig að það
hafi verið knýjandi að marka nýja
pólitíska stefnu,“ segir Ragnhildur.
Hún segir ljóst að tekist hafi verið
á um túlkun 17. greinarinnar en nið-
urstaða meirihlutans hafi orðið sú að
túlka hana eftir orðanna hljóðan.
Þess vegna hafi hvílt á forsætisráð-
herra sú skylda að sjá til þess að
mikilvæg stjórnarmálefni væru tek-
in til umræðu og eftir atvikum af-
greiðslu á fundum.
„Það sem mér finnst hanga á 17.
greininni er að hún er samráðsgrein,
sem tryggir að ef það er ágreiningur
innan ríkisstjórnarinnar þá komi
hann fram. Ef menn ræða ekki mál á
ríkisstjórnarfundum heldur aðeins
utan þeirra og í minni hópum þá er
ekki víst að ágreiningur komi fram
og þá er ekki víst að stjórnskipanin
okkar virki eins og hún á að gera,“
segir Ragnhildur.
En kemur ágreiningur ekki ein-
faldlega fram við umræður á Al-
þingi? Ragnhildur segir að það sé
ekki nóg. Fátt hefði t.d. orðið um
svör ef viðskiptaráðherra hefði verið
spurður um gjaldeyrisskiptasamn-
inga á þingi í mars 2008.
„Þannig að það er líka spurning
hvort þetta hafi ekki áhrif á eftirlit
þingsins með störfum ríkisstjórnar-
innar. En þetta er ekkert sem
Landsdómur tekur upp, hann segir
bara að þarna sé klár réttarregla,
hún var brotin og það er ekki bara
formsatriði heldur hafði það
ákveðnar afleiðingar,“ segir hún.
Morgunblaðið/Kristinn
Geir Brotið meira en formreglubrot.
Brot Geirs á 17. greininni
hafði efnislegar afleiðingar
Lagaprófessor í HR lítur á greinina sem „samráðsgrein“
Ragnhildur
Helgadóttir
Atli Gíslason, formaður þing-
mannanefndarinnar sem lagði til að
ráðherrar væru ákærðir fyrir
Landsdómi, sagði í MBL Sjónvarpi
að þingmenn hefðu ekki hugsað
skýrt þegar þeir greiddu atkvæði
um að sækja Geir H. Haarde einan
til saka. „Maður hefði eflaust gert
ýmislegt annað hefði maður áttað
sig á hvernig málatilbúnaðurinn
laskaðist við atkvæðagreiðsluna.
Menn voru í sjokki og hugsuðu ekki
skýrt og ég var einn þeirra,“ sagði
Atli.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra sagðist á mbl.is hafa
verið óánægður með ákæruna og
það væri hann ennþá. Honum finnst
ennfremur að niðurstaða Lands-
dóms sýni að hún hafi verið hið
mesta óráð. „Það er verið að ákæra
og að hluta til sakfella einn mann
fyrir afglöp mjög margra í mjög
langan tíma. Þetta er engin hreins-
un í stjórnmálunum. Í þessu er ekki
fólgin nein endurreisn en þetta er
niðurstaða og mér finnst hún ekki
vera réttlát,“ sagði Ögmundur.
„Þetta er engin
hreinsun í
stjórnmálunum“
Ögmundur
Jónasson
Atli
Gíslason
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal við
Atla Gíslason.
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12,
föstudaginn 27. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Íslandsmótið
Pepsí-deild karla í
knattspyrnu
4. maí. Farið
verður um víðan
völl og fróðlegar
upplýsingar um
liðin sem leika
sumarið 2012.
ÍSLANDSMÓTIÐ
PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2012
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
Skannaðu kóðann til
að sjá viðtal við Ög-
mund Jónasson.