Morgunblaðið - 25.04.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið fórum af stað með
þessa heimasíðu af því
okkur finnst að öll
börn eigi að hafa jafn-
an aðgang að skák-
menntun. Sú mikla vakning í
skáklífi hjá börnum á Íslandi sem
verið hefur undanfarin ár er nán-
ast einvörðungu bundin við
Reykjavíkursvæðið. Okkur fannst
vanta aðgengi fyrir krakka á
landsbyggðinni að skákkennslu,“
segir Siguringi Sigurjónsson en
hann ásamt Henrik Danielsen,
stórmeistara í skák, stofnaði fyrr
á þessu ári heimasíðu sem heitir
krakkaskák.is. Þar geta börn lært
að tefla og þjálfað sig í skáklist-
inni. „Netið býður upp á svo
marga möguleika og við sáum að
þar gætum við verið með skák-
kennslu sem væri aðgengileg fyrir
öll börn á Íslandi. Við gerðum
okkur líka ljóst að til að gæta
jafnræðis þá yrði þetta að vera
frítt. Barn á Patreksfirði sem hef-
ur áhuga á skák þarf til dæmis
ekki að spyrja foreldrana hvort
þau vilji borga fyrir skákennslu,
það getur nálgast hana ókeypis á
krakkaskák.is.“ Þar sem engar
tekjur eru af síðunni þá er hún
eingöngu rekin á styrkjum þeirra
fyrirtækja sem sjá má á heimasíð-
unni.
Geta teflt hvert við annað
Siguringi segir að hugmyndin
sé að hafa vefinn eins gagnvirkan
og mögulegt er. „Ég er nýkominn
úr skóla þar sem var verið að
kenna börnum skák og ég leyfði
Jafn aðgangur fyrir
öll börn að skákinni
Krakkaskák.is er nýr vefur fyrir börn og unglinga sem vilja kynnast skáklistinni
og mennta sig í henni. Þar eru líka haldin skákmót og hægt að tefla við aðra í
rauntíma. Yngstu börnin geta skemmt sér við að lita taflmenn í litabókinni. Og
allt er þetta frítt.
Morgunblaðið/Ernir
Gaman Það er skemmtilegt að tefla og öll börn ættu að prófa það.
Leiðist þér alveg agalega? Mætti
jafnvel segja að þú værir leið panda?
Þá ættir þú að kíkja á vefsíðuna
boredpanda.com því þar er margt
fyndið og skemmtilegt að sjá. Síðan
er sannkallaður myndabanki en þar
er að finna margar fallegar og flottar
myndaseríur. Meðal þeirra má nefna
50 dýramyndir sem teknar voru á
hárréttu augnabliki og sýna dýrin
sum hver í dálítið nýju ljósi. Á vefsíð-
unni má líka sjá nýstárlega límmiða
til að skreyta fartölvuna með. Loks
má ekki gleyma dúllulegum prakk-
aramyndum ljósmyndarans Jasons
Lee af dætrum sínum. Á einni virðist
meðal annars sem önnur hafi límt
hina upp á vegg. Hugmyndin að
myndunum kviknaði þegar amma
stúlknanna veiktist og hún gat þá
fylgst með lífi stúlknanna á sérstakri
myndasíðu. Kannið vefsíðu leiðu
pöndunnar því þar er margt að finna.
Vefsíðan www.boredpanda.com
Reuters
Lítil fluga Fanga má dýrin stór og smá skemmtilega á ljósmynd.
Dúllulegir prakkarar á ferð
The Visionaries eða
Hugsjónafólkið kallast
hljómsveit sem hefur
þá sérstöðu að allir
meðlimir hennar eru
ýmist blindir eða sjón-
skertir. Bandið skipa
þau Gísli Helgason,
Hlynur Þór Agnarsson,
Rósa Ragnarsdóttir og
Haraldur G. Hjálm-
arsson. Hljómsveitin
leikur aðallega popp
og djasstónlist auk
þess að flytja frum-
samin lög. Þá leika hljómsveitarmeðlimir á hin ýmsu hljóðfæri og skiptast á þeim
en einn hljómsveitarmeðlimur spilar m.a. á tvær blokkflautur í einu. Hljómsveitin
heldur tónleika í kvöld, miðvikudaginn 25. apríl, klukkan 21, á Café Rosenberg.
Endilega …
… hlýðið á Hugsjónafólkið
Háð og spottar, sýning Hermanns B.
Guðjónssonar, stendur yfir í Bog-
anum, Gerðubergi, til 22. júní. Á
sýningunni eru smyrnuð veggteppi
sem Hermann hefur unnið á vinnu-
stofunni á Hrafnistu þar sem hann
er búsettur. Verk hans hafa vakið
verðskuldaða athygli en þau sýna
gjarnan þjóðkunnar persónur, svo
sem stjórnmálamenn. Mörg þessara
verka hefur Hermann gefið og eru
þau varðveitt til að mynda á Bessa-
stöðum og í stjórnarráðinu. Til að
gera sýninguna sem veglegasta voru
fengin að láni verk í eigu forseta Ís-
lands, forsætisráðherra og annarra
stjórnmálamanna. Er sýningin hluti
af listahátíðinni List án landamæra.
Hermann er fæddur árið 1936 að
Fremstuhúsum í Dýrafirði. Hann er
sjálfmenntaður listamaður sem
stundað hefur ýmis verka-
mannastörf í gegnum tíðina. En eft-
ir að Hermann lét af störfum hefur
hann sinnt fjölbreyttu handverki af
mikilli eljusemi, hann rýjar, heklar,
smíðar, sker út í tré og hnýtir net
svo nokkuð sé nefnt.
Sýning á verkum Hermanns B. Guðjónssonar
Háð og spottar í Gerðubergi
Eljusamur Hermann B. Guðjónsson er sjálfmenntaður listamaður.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Sími 5685170
Innigallar
fyrir konur á
öllum aldri
Stærðir s-xxxl
Nýkomnir fallegir
bómullarbolir í
mörgum litum
Hlýrabolir
Stuttermabolir og
kvartermabolir
Velúrgallar