Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Kristinn P. Magnússon sameinda- erfðafræðingur á Náttúrufræði- stofnun Íslands mun á síðasta Hrafnaþingi vormisseris, miðviku- daginn 25. apríl kl. 15.15, flytja er- indi sitt Erfðabreytt náttúra. Í erindinu verður fjallað um líf- fræðilega fjölbreytni, sem er undur lífsins, hráefni þróunar og grund- völlur þess að lífverur og vistkerfi geti aðlagast breyttum aðstæðum. Grunneining líffræðilegrar fjöl- breytni er erfðabreytileiki ein- staklingsins. Stofnar, tegundir og heilu vistkerfin standa og falla með fjölbreytileika erfðamengja ein- staklinganna. Þannig endurspeglar erfðabreytileiki lýðfræðilega bygg- ingu og þróunarsögu stofns, segir í tilkynningu. Erindið verður flutt í Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Morgunblaðið/Einar Falur Breytingar Erfðabreyttur lax vex tvöfalt hraðar en sá villti í náttúrunni. Erfðabreytt náttúra Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádegisfundar kl. 12.00 fimmtu- daginn 26. apríl í ráðstefnusal Þjóðminjasafns við Suðurgötu. Á fundinum ræða tveir sér- fróðir menn um öryggi í rafræn- um viðskiptum. Guðmundur Kr. Tómasson framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands flytur erindið: Rafræn greiðslu- miðlun – greiðslu- & uppgjörs- kerfi. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar flytur erindið: Að vera á undan skúnkunum. Fundar- stjóri er Björn Bjarnason, for- maður Varðbergs. Fundurinn er öllum opinn. Ræða öryggi í raf- rænum viðskiptum Miðvikudaginn 25. apríl verður síðasta opna húsið með dagskrá í Hallgrímskirkju. Samkoman hefst kl. 14.00 í safnaðarsal kirkjunnar. Efni samverunnar er: Auðlegð efri ára, en sr. Bernharður Guðmunds- son mun fjalla um efnið. Einnig verður almennur söngur við undirleik Björns Steinars org- anista og kaffiveitingar. Allir eru velkomnir. Opið hús í dag Hatursáróður verður umfjöllunar- efni fimmta fundarins í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mann- réttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl klukkan 8.30 til 10.30 f.h. Ögmund- ur Jónasson innanríkisráðherra flytur ávarp í upphafi fundar. Framsöguerindi flytja: Björg Thor- arensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Margrét Stein- arsdóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands, Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglu- stjóra, og Íris Ellenberger sagn- fræðingur. Fundarstjóri verður Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Hatursáróður rædd- ur á fundi í Iðnó STUTT Efnt verður til stórtónleika í menn- ingarhúsinu Miðgarði á föstudags- kvöld, við upphaf Sæluviku Skag- firðinga. Nefnist dagskráin „Sönglög á Sæluviku“ og er þetta í fjórða sinn sem tónleikar undir þessu heiti taka forskot á sæluna, en árleg menningarhátíð Skagfirð- inga verður formlega sett á sunnu- daginn. Hátt í 50 manns taka þátt í tón- leikunum og listamenn eru af öllum aldri. Meðal söngvara má nefna Óskar Pétursson og Guðrúnu Gunnarsdóttur sem munu m.a. syngja lög sem systkinin Ellý og Vilhjálmur gerðu ódauðleg. „Þetta verður sannkölluð söng- veisla þar sem kynslóðabilið verður brúað við upphaf Sæluvikunnar. Tónleikarnir bera þeirri grósku sem er í tónlistarlífi Skagfirðinga gott vitni. Þeir hafa alltaf verið mjög vel sóttir og Miðgarður troð- fyllst,“ segir Stefán R. Gíslason, söngstjóri og einn aðstandenda tón- leikanna. Af fleiri listamönnum má nefna Álftagerðisbræður, Unglingakór Varmahlíðarskóla, Sigvalda Helga Gunnarsson, Herdísi Rútsdóttur, Kolbrúnu Grétarsdóttur, Sigurlínu Einarsdóttur og Írisi Olgu Lúðvíks- dóttur. Kórstjóri unglingakórsins er Helga Rós Sigfúsdóttir. Sérstaka sönglagasveit skipa þau Einar Þor- valdsson, Guðbrandur Guðbrands- son, Kristján Reynir Kristjánsson, Margeir Friðriksson, Sveinn Sigur- björnsson, Stefán R. Gíslason og dóttir hans, Berglind, ásamt bak- raddasöngvurum og slagverksleik- urum. Kynnir á tónleikunum verð- ur Jón Hallur Ingólfsson. Tónleikarnir í Miðgarði hefjast kl. 20.30 á föstudagskvöld og for- sala aðgöngumiða er í Rafsjá á Sauðárkróki og KS í Varmahlíð. Söngveisla við upphaf Sæluviku Óskar Pétursson Guðrún Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.