Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Nú um helgina verð- ur þess minnst að 40 ár eru liðin frá því að and- legt þjóðarráð bahá’ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yf- irstjórn bahá’í sam- félagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá’ía. Bahá’í (framber bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá’u’lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þór- hallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgj- endur hans hafa látið lífið fyrir trúar- skoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum krist- indómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ Hólmfríður Árnadóttir, safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar, varð fyrst Íslendinga til að taka bahá’í trú 1924 og hún þýddi fyrstu bahá’í bókina á íslensku. Svæðisráð bahá’ía í Reykjavík var fyrst kosið 1965. Bahá’í hjónavígslur fengu löggildingu og fyrstu bahá’íarnir giftu sig hérlendis 1967. Árið 1975 fékk bahá’í trúin form- lega viðurkenningu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins samkvæmt lögum um trúfélög utan þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru það ár. Síðar fékkst opinber viðurkenning á bahá’í helgi- dögum fyrir skólanema. Upp úr 1970 var gert átak í kynningu bahá’í trú- arinnar hér á landi og í september 1971 var haldin alþjóðleg bahá’í ráð- stefna í Reykjavík, sem sótt var af rúmlega 800 manns frá 36 þjóð- löndum. Þessu kynningarstarfi hefur verið haldið áfram síðan og mikið af kynningarefni gefið út á íslensku. Starf bahá’ía að skóg- rækt í landi Skóga í Þorskafirði hefur vakið nokkra athygli. Það hófst með starfi Jochums Egg- ertssonar sem var einn af brautryðjendum skóg- ræktar hér á landi og meðal fyrstu bahá’íanna. Starfi hans hefur verið haldið áfram á þessum sögufræga stað. Sam- kvæmt lögum um lands- hlutabundin skógrækt- arverkefni er stefnt að því að a.m.k. 5% láglendis á Íslandi verði þakin skógi árið 2040. Skógrækt- arverkefnið að Skógum er hluti af þessari heildarmynd og bahá’íar telja mikilvægt að láta ekki sinn hlut eftir liggja með öflugu skógræktarátaki. Bahá’í samfélagið hefur fest kaup á landi undir tilbeiðsluhús á Kistufelli undir Esjunni. Skrifstofa þjóðarráðs- ins, bóksala og fundarsalur eru að Öldugötu 2 í Reykjavík. Fjár til allrar bahá’í starfsemi er aflað með frjálsum, leynilegum framlögum og aðeins bahá’íar geta gefið í sjóði trúarinnar. Bahá’í heimssamfélagið tekur virk- an þátt í umræðu um málefni fram- tíðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar íslenska samfélagsins sóttu ráðstefnur SÞ um umhverfi og þróun í Ríó 1992, um félagslega þróun í Kaup- mannahöfn 1995 og um málefni kvenna í Peking sama ár. Samfélagið hefur einnig tekið þátt í umræðu hér á landi í tengslum við ár SÞ og lagði á ári fjölskyldunnar fram yfirlýsingu um mikilvægi fjölskyldunnar í þjóðfélag- inu. Gefnar hafa verið út á íslensku bahá’í yfirlýsingar um friðarmál, jafn- rétti kynjanna, hagsæld mannkyns og framtíðarþróun SÞ. Bahá’íar í Íran hafa um langt skeið verið ofsóttir af þarlendum yfirvöldum vegna trúar sinnar. Um 300 þeirra verið líflátnir á undanförnum áratug- um og fjöldi verið hrakinn frá heim- ilum sínum, vísað úr skólum og meinað um atvinnu. Þungir dómar voru ný- lega kveðnir upp yfir sjö helstu leið- togum samfélagsins. Íslensk stjórn- völd hafa ávallt stutt ályktanir á vettvangi SÞ um mannréttindabrot í Íran þar sem bahá’ía er sérstaklega getið. Slíkur alþjóðlegur þrýstingur er ómetanlegur. Bahá’í samfélagið er rótgróið íslensku samfélagi, tekur þátt í þvertrúarstarfi og hefur átt gott sam- starf við fjölmörg samtök og ein- staklinga sem vinna að því að bæta ís- lenskt samfélag. Á undanförnum árum hafa bahaí’ar um allan heim einbeitt sér að fram- gangi þjálfunarferlis, sem felur í sér gerð námsgagna, fræðslu og þjálfun fólks á öllum aldri. Þjálfunarferlið byggist á námsefni sem samið er með heildarmynd samfélags í huga og myndar þannig samfellu milli aldurs- hópa, barna, unglinga og fullorðinna. Tilgangurinn er að hafa áhrif til góðs í heiminum, stuðla að friði og farsæld mannlegs samfélags og vinna að menningu þar sem áherslan er fremur á andleg gildi en þau efnislegu. Þetta felur m.a. í sér að hefja aftur til vegs og virðingar gildi eins og traust, heiðarleika, sannleiksást og aðrar manndyggðir sem virðast hafa fallið milli skips og bryggju á tímum efnishyggju og vantrúar. Unnið er með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum, hvaða trú eða lífsskoðanir sem þeir kunna að aðhyll- ast. Öllum er boðið að taka þátt í þessu starfi hvort heldur um er að ræða bænastundir sem næra andann eða sjálft námsferlið sem miðar að því að byggja upp nýja siðmenningu. Að byggja upp nýja siðmenningu Eftir Eðvarð T. Jónsson »Hefja verður aftur til vegs gildi eins og traust, heiðarleika og aðrar manndyggðir sem falla milli skips og bryggju á tímum efn- ishyggju og vantrúar. Eðvarð T. Jónsson Höfundur er bahá’í og eftirlaunaþegi. Til Gylfa Arnbjörnssonar. Komdu sæll, ég vil spyrja hvernig þú sem for- maður ASÍ getur varið og hrósað líf- eyrissjóðunum? Árið 2009 var kostnaður 6 stærstu lífeyrissjóðanna 2,3 milljarðar. Með- allaun voru á bilinu 7,5 -10,3 milljónir á ári (þessar tölur eru teknar beint úr ársreikningum þeirra). Forstjóralaun eru sum hver á þriðja tug milljóna á ári, áætlaður heildarkostnaður þrjá- tíu og þriggja sjóða er ekki undir 10,3 milljörðum á ári, og er þá ekki með- talinn erlendur kostnaður sem flestir þeirra birta ekki, en ætli það séu ekki 1-2 milljarðar í viðbót. Á sama tíma fá sjóðsfélagar meðalgreiðslur út úr sjóðunum upp á u.þ.b. 70.000 krónur og þar af fara fyrstu 60-65 þúsundin beint í skerðingar á greiðslum frá TR. Á sama tíma ert þú að skrifa undir samninga fyrir þína launþega upp á lágmarkslaun sem ekki ná 200 þús- undum á mánuði. Ég er kannski bara svona vitlaus en ég get ómögulega skilið að þú sem formaður ASÍ reynir að verja þennan kostnað. Af hverju er ekki barist um að fækka þessum sjóð- um? Þeir eru allir að gera sömu hlut- ina og gaman væri nú ef ASÍ gæti lát- ið reikna út hver sparnaðurinn yrði ef þeim yrði fækkað í 2-4 sjóði, þá væri örugglea svigrúm til að hækka lífeyr- isgreiðslur til þeirra sem hafa greitt í sjóðina í áratugi og standa uppi með 70 þúsund á mánuði í lífeyrisgreiðslur í dag. Með von um skjót svör, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON fyrrverandi sjómaður, nú öryrki. Hvernig er hægt að verja þetta, Gylfi Arnbjörnsson? Frá Þorsteini Þorsteinssyni Bréf til blaðsins Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Sumarkortin komin í sölu 11.900 kr. Gilda til 10. ágúst Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og f áðu frían prufutím a - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.