Morgunblaðið - 25.04.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 25.04.2012, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gjöf sem gleður Eyrnalokkar 2.500 kr. Hálsmen 5.100 kr. Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig!Trúfrelsi er mik- ilvægur hluti mann- réttinda í nútíma- samfélagi. Þess vegna eru umræður um trú- frelsi að undanförnu hérlendis af hinu góða. Í umræðunum heyrist oft orðið „trú- boð“ og iðulega í því samhengi að allt sem prestar taka sér fyrir hendur sé trúboð. Þetta felur í sér ákveðna stað- almynd sem stenst ekki. Samkvæmt Íslensku orðabókinni er „trúboð“ skilgreint sem „boðun trúar meðal þeirra sem játa e-a aðra trú“. Í orðabókinni segir einnig að „boðun“ eða „að boða“ sé að „kunngera“ eða að „reyna að koma e-m á e-a trú eða skoðun“. Sem sé, svo má segja að trúboð sé að hvetja einhvern virkilega til að snúa til ákveðinnar trúar með orð- um og gjörðum. Í kristinni kirkju er boðun fagn- aðarerindisins ekki smáatriði, heldur kjarnastarfsemi. Þess vegna er eðlilegt að að orðið trú- boð fái á sig ólíkan blæ og ólíka þýðingu eftir samhenginu. En í samfélagslegri umræðu ætti skil- greining á trúboði að vera eins og ofangreind tilvísun í orðabókina greinir frá. Þjónusta sem er ekki trúboð Ef við fylgjum þessari skilgrein- ingu, kemur það í ljós að ýmiss konar þjónusta prests eða kirkj- unnar er ekki trúboð í raun. Skýrt dæmi er þjónusta hjá sjúkra- húsprestum. Sjúkrahúsprestur þjónar öllum sjúklingum og að- standendum eftir ósk, óháð trúar- legum bakgrunni þeirra. Og þjón- ustan sem er veitt er fyrst og fremst sálgæsla og samfylgd en ekki trú- boð. Kona sem fékk sálgæslu hjá sjúkra- húspresti sagði: „Sjúkrahúspresturinn talar um allt nema trúmál“. Að sjálf- sögðu talar hann um trúmál ef viðkomandi óskar eftir því, en málið er að hann er þátttakandi í samtali við fólk og leggur sig fram við að veita nærveru, virka hlustun og ráðgjöf, en ekki trúboð. Hið sama gildir um þjónustu mína sem prests innflytjenda. Frá upphafi þjónustunnar árið 1996 hefur markmið hennar verið að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi en ekki beint kristniboð. Mér skilst að þetta sé ríkjandi stefna einnig meðal inn- flytjendapresta á hinum Norð- urlöndunum. Með því að veita inn- flytjendum aðstoð við að styrkja sjálfsmynd sína, sem oft bíður hnekki í nýju landi, sýnir prestur manneskju, sem er sköpun Guðs, virðingu og samstöðu. Það er grunnhugsunin og þannig afstaða þjónar innflytjendum best á erf- iðum tíma og í flóknum aðstæðum. Það er hægt að benda á starf- semi Hjálparstarfs kirkjunnar, samtöl milli trúarbragða eða áfallahjálp sem dæmi um starfsemi presta eða kirkjunnar þar sem andi mannúðar ríkir, og tilgang- urinn er ekki trúboð. Stuðlum að gagnkvæmri virðingu Sumir myndu svara mér og segja: „Þó að prestur stundi ekki beint trúboð, hlýtur það að vera undirliggjandi tilgangur að fólk snúist til kristinnar trúar“. Það er einstaklingsbundið hvað knýr hvern og einn, þótt erfitt sé að fullyrða að ekkert slíkt búi á bak við. Þó væri réttara að kalla það „ósk“ frekar en „undirliggjandi til- gang“. En samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan er trúboð það að hvetja einhvern virkilega að snúa til ákveðinnar trúar, með orðum og gjörðum. Og það sem maður óskar í brjósti sínu er ekki trúboð. Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Þegar fólk tekur þátt t.d. í friðargöngu, hlýtur sérhver maður að bera í brjósti ósk sem er tengd við trú hans eða lífsskoðun, en við lítum ekki á hana sem falinn tilgang. Ef við færum að kalla það „falið trú- eða lífsskoðunarboð“ værum við að meta hvað fer fram í huga sér- hverrar manneskju. Þar með væri úti um tilraunir til að byggja upp gagnkvæma virðingu meðal fólks. Það sem við verðum að læra, prestar sem aðrir, er að aðgreina stað, stund og tilefni fyrir trú- eða lífsskoðunarboð. Við þurfum að móta skýra og sameiginlega reglu um þetta og fá þjálfun til að fylgja henni. Ég tel að þetta sé óhjá- kvæmilegt. Ef prestur byrjar að prédika þar sem það er óviðeig- andi, á að vera leið til að kvarta yfir því formlega. En mig langar jafnframt að ítreka það hvort prestur stuðli að trúboði eða ekki á ákveðnum stað og stund á það að dæmast eftir orðum og gjörðum prestsins þar, en ekki eftir al- mennri staðalmynd um presta. Ef þessi aðgreining er ekki fyrir hendi, verða fordómar og staðal- myndir um trúarbrögðin til þess að ýta prestum og kirkjunni út af opinberum vettvangi. Slíkt er eng- um í hag. Hvað er trúboð? Eftir Toshiki Toma »Hvort prestur stuðli að trúboði eða ekki á ákveðnum stað og stund á að dæmast eftir orðum og gjörðum hans þar, en ekki eftir staðalmynd um presta. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Undanfarin ár hefur afgreiðslutími verslana breyst mikið. Opið er fram á kvöld mjög víða og tugir verslana á höfuðborgarsvæðinu hafa opið allan sólar- hringinn. Starfsfólk í stóru verslanamið- stöðvunum hefur ekki farið varhluta af þess- ari þróun; fimmtudag- ar eru langir hjá verslunarfólki í Kringlunni og Smáralind, laugar- dagar og sunnudagar eru lítið frá- brugðnir mánudögum og frídagar eru að verða eins og almennir vinnu- dagar. Framundan er 1. maí, dagurinn sem helgaður er baráttunni fyrir bættum kjörum og réttlátara þjóð- félagi. Verslanir í Kringlunni og Smáralind hafa oftar en ekki verið lokaðar á þessum mikilvæga degi í sögu kjarabaráttunnar á síðustu ár- um, eins og vera ber. Nú er hins veg- ar fyrirhugað að hafa opið hinn 1. maí, bæði í Kringlunni og Smáralind. Þessi þróun á afgreiðslutíma versl- ana gengur þvert gegn hagsmunum félagsmanna VR sem starfa í grein- inni. Það er VR mikilvægt að verja stöðu þeirra, nú sem endranær. Hartnær 90 ár eru liðin frá fyrstu kröfugöngunni á Íslandi undir formerkjum 1. maí, tæplega fimm ára- tugir eru síðan kjara- dómur verslunarmanna kvað á um að 1. maí væri frídagur og 40 ár síðan þessi dagur varð lögskipaður frídagur. Margt hefur breyst á þessum árum, það er rétt, en 1. maí er ennþá frídagur og við krefj- umst þess að verslunar- eigendur virði það. VR fer þess á leit við forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar að þeir endurskoði ákvörðun sína að hafa opið þann 1. maí, á baráttudegi alls launafólks, líka verslunarfólks. Opið bréf til Kringl- unnar og Smáralindar Eftir Stefán Einar Stefánsson Stefán Einar Stefánsson » VR fer þess á leit við forsvarsmenn Kringlunnar og Smára- lindar að þeir endur- skoði ákvörðun sína að hafa opið hinn 1. maí, á baráttudegi alls launa- fólks, líka verslunar- fólks. Höfundur er formaður VR. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.