Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 36
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er mjög fínt að búa hérna en ungir innflytjendur eiga erfitt með að fá vinnu – Íslendingar hafa for- gang,“ segir Dario Alexander Ra- mos, 16 ára nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Reykjavíkurráð ungmenna fundaði með borgarfulltrúum í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær, 11. árið í röð. Verkefni ungmennaráða er fyr- ir krakka í 8. bekk upp í 2. bekk í framhaldsskóla. Dropinn holar steininn Eygló Rúnarsdóttir, starfsmaður Reykjavíkurráðs ungmenna, segir að öllum tillögum ungmennanna sé vísað í ráð og nefndir. Fyrstu árin hafi ungmennunum fundist lítið gerast en dropinn holi steininn. „Raddir þeirra eru stundum auka- slagkraftur inn í aðra umræðu,“ segir hún. Ungmennaráð ungra innflytjenda flytur mál sitt í fyrsta sinn. Hrefna Guðmundsdóttir hjá ÍTR segir að ungir innflytjendur glími við aðra erfiðleika en innlendir jafnaldrar þeirra og því hafi verið lögð áhersla á að rödd þeirra heyrðist á þessum vettvangi. Þeir komi enda með nýtt sjónarhorn í umræðuna. Íslenska, nafn og klíka Dario flutti frá Ekvador til Ís- lands með systur sinni, sem nú er 14 ára, fyrir fjórum árum, en for- eldrar þeirra komu til landsins árið 2000 og 2001 í kjölfar mikillar kreppu í Ekvador. Hann segir að á Íslandi skipti máli að þekkja mann og annan, til- heyra klíku, til þess að fá vinnu og ungir innflytjendur hafi ekki þetta tengslanet. Í öðru lagi segir hann að erlent nafn sé oft frá- hrindandi. „Það er erf- Ungmennaráð Árbæjar, Grafar- holts og Norðlingaholts lagði til bættar almenningssamgöngur og tillaga ungmennaráðs Graf- arvogs var um bættar sam- göngur í Grafarvogi. Það síð- arnefnda lagði jafnframt fram tillögu um umbun fyrir þátttöku í sjálfboðaliða- starfi. Ungmennaráð mið- borgar og Hlíða lagði til lífsleikniátak í skólum. Ungmennaráð Vest- urbæjar vildi fá skyndihjálp- arkennslu í skólum og ungmenn- aráð Laugardals og Háaleitis vildi ódýrari getnaðarvarnir. Ungmennaráð Breiðholts lagði fram tillögu gegn veggjakroti. Ungmennaráð Kringluhverfis lagði fram tillögu um viðhald Hlemms og hugmyndir um at- vinnusköpun fyrir ungmenni. Ungmennaráð ungra innflytjenda lagði fram tillögu um vinnu fyrir ungt fólk. Tillögur unga fólksins REYKJAVÍKURRÁÐ UNGMENNA FUNDAÐI Í RÁÐHÚSINU Dario Alexander Ramos MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fimm leiðir til að fá flatari maga 2. Sveinn Andri er pabbinn 3. Missti bílinn tvisvar af veginum 4. Gifta sig í sumar á Krít »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  60 þúsund miðar hafa nú verið seldir á íslensku kvikmyndina Svart- ur á leik eftir Óskar Þór Axelsson og var þeim áfanga náð í fyrradag. Tekjur af miðasölu námu eftir helgina 79,2 milljónum króna. 60 þúsund miðar seld- ir á Svartur á leik  Arkitektúr- vefsíðan WAN hefur valið arki- tektastofu Dags Eggertssonar og Sami Rintala, Rin- tala Eggertsson, á lista yfir þær stof- ur sem þykja skara fram úr á heimsvísu. Í fyrra voru fimm valdar á listann og í ár bættust átta við en ætlunin er að velja 21 stofu og kjósa svo eina af þeim leiðarljós 21. aldar. Rintala Eggertsson meðal þeirra bestu  Laugardagskvöldið næstkomandi verður haldin plötusnúðakeppni á vegum Djkeppni.is á skemmtistaðn- um Gauknum við Tryggvagötu. Keppt verður í tveimur aldurs- flokkum, 18 ára og yngri frá kl. 20 til 22.30 og 18 ára og eldri frá miðnætti til kl. 4.30. Dómarar eru þaulreyndir plötusnúðar, þ.á m. Dj Margeir og Exos. Plötusnúðakeppni haldin á Gauknum Á fimmtudag Fremur hæg breytileg átt. Dálítil slydda eða rigning á vestanverðu landinu, annars þurrt og bjart veður. Hiti 0 til 7 stig, en næturfrost austantil á landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 2-10 m/s og bjart veður víðast hvar, en lítilsháttar rigning eða slydda á Suðurlandi. Hiti 0 til 8 stig, svalast norðaustanlands og austanlands. VEÐUR Chelsea tókst hið ómögu- lega og náði jafntefli, 2:2, gegn Barcelona á Camp Nou í gærkvöld og spilar því til úrslita í Meist- aradeild Evrópu í vor. Leikmenn Chelsea skor- uðu tvívegis einum leik- manni færri en fyrirliði þeirra, John Terry, var rek- inn af velli í fyrri hálfleik. Fjórir leikmenn Chelsea verða í leikbanni í úrslita- leiknum í München. »1 Chelsea sló Barcelona út Hvað hefur breyst hjá Liverpool, sem er senni- lega vinsælast allra enskra knattspyrnuliða hér á Íslandi? Skrautlegt tímabil er langt komið þar sem uppskeran gæti samt orðið tveir bikarar. En eitthvað virðist hafa farið úr- skeiðis í uppeld- isstarfi félags- ins, sem áður þótti eitt það besta í Englandi. »4 Hvað hefur farið úr- skeiðis hjá Liverpool? Ástand knattspyrnuvallanna hefur sjaldan verið betra um þetta leyti árs en í dag eru aðeins ellefu dagar þar til Íslandsmótið í knattspyrnu hefst. Vallarstjórarnir eru sammála um að skilyrði verði góð þegar flautað verð- ur til leiks og suma vellina er þegar búið að slá tvisvar á undanförnum dögum. Spilað verður á Laugardals- velli strax 1. maí. »2 Búið að slá suma fót- boltavellina tvisvar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á iðara fyrir mig að fá vinnu af því að ég heiti Dario en ef ég héti Gunnar eða Páll,“ segir hann. Í þriðja lagi bendir hann á að tungumálaörðug- leikar komi oft í veg fyrir að erlend- ir innflytjendur fái vinnu auk þess sem gjarnan sé gert ráð fyrir slík- um erfiðleikum án þess að málið sé kannað nánar. Innflytjendur geti samt verið kurteisir þó að þeir tali með hreim. „Ef ég fylli út atvinnu- umsókn staldra margir við nafnið og halda að ég kunni ekki íslensku.“ Að sögn Darios skiptir íslenskan öllu máli. Því leggur hann til að ungum innflytjendum sé gert mögulegt að sækja íslensku- námskeið utan skóla. „Ef þú kannt íslensku eru allir vegir færir,“ segir Dario sem verður í Ekvador í sum- ar. Finna fyrir fordómum  Ungir innflytj- endur sitja ekki við sama borð Morgunblaðið/Styrmir Kári Reykjavíkurráð ungmenna Fulltrúar ungmennaráða hverfa Reykjavíkur fyrir fundinn í Ráðhúsinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.