Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var tölu-verð hreyf-ing á Hreyfingunni fyr- ir fáeinum mán- uðum þegar hún sat á opinberum leynifundum með Steingrími J. og Jó- hönnu, sem eru hinir gljá- fægðu gæslumenn gagnsæis í stjórnsýslu, eins og hinir ein- földu eru svo sælir yfir að vita með vissu. Það hafði ekki ver- ið svo mikil hreyfing á Hreyf- ingunni síðan hún fór úr Borgarahreyfingunni og heimþráin sótti á Þráin sem hreyfði sig úr Hreyfingunni yfir í þingflokk Vinstri- grænna en verið hafði mikil hreyfing úr honum misserin á undan. Í samræmi við það galopna pólitíska siðferði sem Hreyf- ingin er fremst í fremstu röð í tilkynntu fulltrúar hennar að á hinum löngu fundum með Steingrími og Jóhönnu hefði ekki verið samið um eitt eða neitt. Þetta voru þó að sögn allra mjög góðir fundir og skýringin á því að þeir voru svo margir og tóku svo langan tíma var auðvitað sú að ekki var samið um neitt og báðir viðræðuaðilar voru mjög sátt- ir við þá niðurstöðu. Auðvitað er hægt að hugsa sér að það sé snúið að útfæra samninga um alls ekki neitt, sem metnaðarfullir þátttak- endur geti, eftir langa yfir- legu, verið fullkomlega sáttir við, bæði um efni og orðalag. Sérstaklega var tekið fram í fundalok, að af öllu því sem alls ekki var samið um að neinu leyti hafi verið þýðing- armest að sérstaklega var ekki samið um að Hreyfingin framlengdi hrygluþrungið dauðastríð Steingrímsstjórn- arinnar með hjásetu við hugs- anlega vantrauststillögu. Eins og áður sagði var alls ekki samið um eitt eða neitt í viðræðulotu Hreyfingarinnar við Jóhönnu og Steingrím. Efst á því blaði var að ekki var samið um þjónkun Hreyf- ingarinnar í vantraustsmál- inu. En nú hafa tveir virðulegir þingmenn Hreyfingarinnar boðað að þeir muni styðja hugsanlega vantrauststillögu á ríkisstjórnina verði ekki komið til móts við kröfur flokksins. Í frétt er vitnað í orð Þórs Saari sem segir að skuldamál heimilanna séu „sennilega í meiri ólestri en þau voru strax eftir hrun.“ Svo segir í fréttinni: „Þegar þreifingar hafi verið um samstarf við ríkisstjórnina milli jóla og nýárs hafi Hreyfingin sett það sem skil- yrði að tekið yrði á skulda- málum, ef hún ætti að verja stjórnina vantrausti. Þótt ekki hafi orðið af samstarfi sé þolinmæðin hvað varðar van- trauststillögu þrotin.“ Þetta eru auðvitað stór- merkileg stjórnmálaleg tíð- indi. En á hinn bóginn verður ekki komist hjá því að bera nokkuð í bætifláka fyrir þau Steingrím og Jóhönnu. Þau hafa hingað til einbeitt sér að því að svíkja þá samninga sem þau gera og aðilar hafa við- urkennt opinberlega að hafi verið gerðir. Þannig hafa að- ilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, marglýst því yfir að obb- inn af því sem ríkisstjórnin samdi um í tengslum við kjarasamninga og lofaði að framkvæma hafi reynst orðin tóm. Mjög skipulega og fag- lega hafi verið gengið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar að svíkja öll þau atriði sem þau gátu fest hendur á. Þeir samningar sem Jóhanna og Steingrímur rituðu nöfn sín á reyndust minna virði en pappírarnir sem skrifað var á. Þannig að forystumenn at- vinnulífsins hafa ekki haft neina ástæðu til að efast um skilvirkni og heilindi ríkis- stjórnarinnar. Þá hefur Steingrímur verið í miklum önnum eins og hann hefur margoft lýst. Hann hef- ur unnið meira og lagt harðar að sér en aðrir menn hér- lendir, síðan land byggðist, ef marka má frásögn hans sjálfs, sem Björn Valur telur ekki ástæðu til að efast um og hvað þá aðrir. Og drýgstur tími þessa vinnusama og ofvirka manns hefur farið í að svíkja samninga sína við samherj- ana, stefnuskrána sem flokk- urinn hans gaf út og kosn- ingaloforðin sem kjósendur kokgleyptu vorið 2009. Það hlýtur að vera snertur af tilætlunarsemi að ætlast til að þau Jóhanna setji svik á samningum, sem alls ekki voru gerðir, í sérstakan for- gang. Það er ekki einu sinni til pappírssnifsi sem hægt er að hafa til leiðbeiningar á svikaferlinum, sem gerir mál- ið vissulega örðugt. Því eins og karlinn sagði: Munnlegir samningar eru ekki virði þess pappírs sem þeir eru skrifaðir á. Sviknir þingmenn hugsa sér til hreyfings} Jörðin snýst og Hreyfingin líka Þ eir sem ákváðu að leiða Geir Haarde fyrir Landsdóm hljóta að hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með niðurstöðuna. Mað- ur vonar að einhver vottur af sam- viskubiti geri vart við sig hjá þessu fólki, en á svosem ekkert sérstaklega von á því. En eitt er ljóst og það er að margir mega blygðast sín fyrir þátt sinn í þessu mjög svo ógeðfellda máli. Geir Haarde var sýknaður af öllum alvar- legustu ákæruatriðum, hann var dæmdur sek- ur um eitt atriði, formsatriði sem pólitískir andstæðingar tönglast nú á að sé gríðarlega mikilvægt. Eitthvert haldreipi verður þetta fólk víst að hafa. Flestum hlýtur að vera ljóst að niðurstaða Landsdóms var á þann veg að Geir Haarde hafði vel efni á að tala eins og sigurvegari. Smáskammtur af auðmýkt hefði svo heldur ekki sakað. En Geir var mjög reiður og það fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Reiði í beinni út- sendingu gerir ekkert til að hjálpa þeim sem er reiður, en hún gleður fjölmiðlamenn ógurlega því þeir eru búnir að fá feita frétt. Einhvern grun hefur maður svo um að reið- in hafi glatt ýmsa af hörðustu pólitísku andstæðingum Geirs. Hann var því að skemmta skrattanum. Reiði Geirs er skiljanleg og það er einmitt vegna þess hversu skiljanleg hún er sem maður vill svo innilega fyrirgefa honum fyrir að hafa sagt að meirihluti dómara í Landsdómi hefði gengið pólitískra erinda með úrskurði sínum í einum ákærulið. En um leið óskar maður þess jafn innilega að Geir hefði sleppt því að segja þetta. Dómarar dæma eftir bestu samvisku samkvæmt lögum. Þeir eru ekki í auðveldu starfi og stjórnmálamenn eiga ekki að veitast að þeim. Þeir geta svo sannarlega verið ósammála dómum þeirra en eiga ekki að saka dómara um að ganga pólitískra erinda. Samt tíðkast það á ýmsum vígstöðvum þegar það þykir henta. Sumir vinstrimenn froðufella með reglulegu millibili og segja að sjálfstæð- ismenn hafi raðað sínum mönnum inn í Hæstarétt og að dómarar þar gangi erinda Sjálfstæðisflokksins í dómum sínum. Þetta er ljótt og óábyrgt tal og hreinn atvinnurógur. Og þegar tal af svipuðum toga um pólitíska dóma heyrist frá hægri armi stjórnmála þá á það sama við: svona eiga menn ekki að tala. En eins og góður hæstaréttardómari sagði, þá voru orð Geirs sögð í geðshræringu. Á því hefur maður skilning. En um leið missti Geir af tækifæri til að tala eins og sig- urvegari. Aðrir hafa talað fyrir hann sem sigurvegara, eins og til dæmis Bjarni Benediktsson og Össur Skarp- héðinsson, en sá síðarnefndi hefur sýnt mikinn dreng- skap í þessu ömurlega máli, ólíkt ýmsum samráðherrum hans. Allar góðar óskir fylgja Geir Haarde. Þeir sem lögðu svo sitt af mörkum til að eyðileggja nokkur ár í lífi hans og reyndu að rústa mannorði mikils sómamanns eiga ekki skilið góðar kveðjur. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Orð í geðshræringu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is S ala á kartöfluútsæði er háð ströngum fram- leiðsluskilyrðum hér á landi. Íslendingar hafa lengi haft reglur um framleiðslu útsæðis og er fram- leiðslan skilyrt í reglugerð nr. 455/ 2006. Hún tekur þó eingöngu til út- sæðis sem selt er almenningi og það má ekki hvaða kartöflubóndi sem er framleiða og selja slíkt útsæði. Að- gangur að svokölluðu stofnútsæði er takmarkaður við þá aðila sem hafa útsæðisleyfi og almenningur getur ekki nálgast það. Í reglugerðinni segir: „Tilgangur stofnræktunar er einkum að stuðla að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heil- brigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem hér eru mikilvægust í ræktun.“ Það er svo Matvælastofnunar að veita leyfi og ákveða hvaða afbrigði séu tekin með í stofnræktun og telj- ist þá mikilvæg stofnafbrigði. Fjögur afbrigði í stofnræktun „Meginmarkmiðið er að það sé verið að nota heilbrigt útsæði í kart- öfluræktun,“ sagði Helga Ösp Jóns- dóttir, fagsviðsstjóri plöntuheil- brigðis hjá Matvælastofnun, spurð um málið. Helga segir að allir kart- öfluræktendur geti sótt um leyfi til að selja útsæði og að þeir fái allir slík leyfi að því gefnu að skilyrði í reglu- gerð séu uppfyllt. „Með stofnrækt- uninni er verið að reyna að stuðla að framleiðslu á arfhreinu og heil- brigðu útsæði,“ sagði Helga og að fjögur afbrigði væru í stofnræktun hérlendis, gullauga, rauðar íslensk- ar, helga og premiére. Bændur geta selt hver öðrum „Það eru engin afskipti af beinni sölu á milli tveggja rækt- enda,“ sagði Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræðingur sem hef- ur haft með útsæðisleyfismál að gera síðustu 35 árin. Hann segir jafnframt að bændum sé heimilt að nýta eigið útsæði eða flytja inn út- sæði. Það eina sem hamli því að bændur geti verslað sín á milli er að hjá þeim hafi fundist skaðvaldar á borð við hringrot eða kartöfluhnúð- armaur. „Þegar farið er að setja útsæði í almenna dreifingu og auglýsa það sem útsæði þá er það einungis heim- ilt frá ræktendum sem eru með út- sæðisleyfi,“ sagði Sigurgeir. Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við kartöflubændur annast framleiðslu á stofnútsæði, en útsæði til almennrar sölu er framleitt hjá þeim ræktendum sem hafa leyfi. Sigurgeir segir að þegar rækt- endur sæki um útsæðisleyfi fari í gang ákveðinn ferill: „Þá er mönnum gefinn kostur á að kaupa stofnút- sæði. Þeir verða að setja niður stofn- útsæði tvö ár í röð og á þessum tveimur árum eru tekin sýni úr kart- öflum og athugað hvort það sé hringrot í þeim. Það eru auk þess tekin sýni úr garðlandi til að vita hvort hnúðormur er til staðar. Þegar það kemur rétt út og í lagi þá er hægt að veita útsæðisleyfi.“ Framleiðsla erlendis ekki fær „Svo er líka að athuga að við er- um hér af veikum mætti að reyna að framleiða okkar eigið útsæði af þess- um íslensku afbrigðum. Það kaupir enginn útsæði af gullauga eða rauð- um íslenskum erlendis frá. Það er ekki verið að rækta það þar og ekki hægt vegna þess að þau eru svo viðkvæm, meðal annars fyrir myglu. Forsendan fyrir því að við getum ræktað þessi yrki hér er að við framleiðum okkar eigið útsæði,“ sagði Sigurgeir. Framleiðsla og sala á útsæði háð skilyrðum Morgunblaðið/Kristján Uppskera Sagt er að fólk uppskeri eins og það sái. En ekki er sama hvaða útsæði er notað hjá almenningi á Íslandi og framleiðslan háð skilyrðum. „Mér finnst alveg nauðsynlegt, ef við eigum að halda áfram í þessu, að það sé gert undir eftirliti. Hringrot er til dæmis svo lúmskur sjúkdómur að þú sérð hann ekki á kartöflunni fyrr en það er komið á mjög hátt stig. Hann myndast bara í hring inni í kartöflunni og ógerningur að sjá það. Það er þetta sem er mikilvægt atriði,“ sagði Guðjón Guðnason, kart- öflubóndi á Háarima í Þykkva- bæ. Hann segir takmarkað magn af stofnútsæði hafa verið til í mörg ár. Uppskerubrestur í fyrra geri mönnum heldur ekki auðvelt fyrir með út- sæðismagn. Guðjón vinnur þessa dagana með Guðna syni sínum af kappi að því að pakka útsæði í almenna sölu í Garðheimum í Mjóddinni. Nauðsyn að hafa eftirlit ÚTSÆÐISSÖLULEYFISHAFI Guðjón Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.