Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 24
KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR 25% AFSLÁTTUR Á ÚTGÁFUTÓNLEIKA KLEZMER KAOS Á NASA 28. APRÍL NK. Fransk-íslenska verðlaunahljómsveitin Klezmer Kaos blæs til útgáfutónleika í tilefni fyrstu plötu sveitarinnar, Froggy. Hljómsveitina skipa fimm tónlistarmenn úr gjörólíkum áttum - með bakgrunn í m.a. klassískri tónlist, þjóð- lagatónlist, djassi og spuna, poppi og rokki. Úr hrærigrautnum brjótast fram eldfimar útsetningar á hefðbundinni klezmer-tónlist, jiddískum og íslenskum þjóðlagaarfi, í bland við frumsamin lög meðlima. Almennt miðaverð 3.000 kr. Moggaklúbbsverð 2.250 kr. MOGGAKLÚBBUR Húsið opnar kl. 20:30 og sér hin fjöruga hljómsveit Varsjárbandalagið um upphitun. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is. Hvernig nota ég afsláttinn? Farðu inn á midi.is, veldu þér miða til kaups og í auða reitinn í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: GOLDENSHTEYN Smelltu á „Senda“ og þú sérð afsláttinn koma inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er orðinn virkur. Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Í gildandi stjórn- arskrá okkar er að finna eftirfarandi greinar: „62. gr. Hin evang- eliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal rík- isvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. 63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherj- arreglu.]1) 1)L. 97/1995, 1. gr. 64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi per- sónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að. Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.]1) 1)L. 97/1995, 2. gr.“ Á grundvelli þessara stjórnar- skrárákvæða höfum við hér þjóð- kirkju sem greiðir kostnað við kirkjur og klerka. Þar kemur á móti framlag okkar skattborg- aranna og greiðsla til presta fyrir ákveðna einkaþjónustu, s.s. gift- ingar og skírnir. Aðskilnaður? Um nokkurn tíma hefur borið á umræðu gegn ríkisstuðningi við þjóðkirkjuna og kristinfræði- kennslu í skólum. Fer þar m.a. fólk sem ekki trúir á Guð og hafn- ar því að börn þess séu látin sitja undir „kristniboði“ og iðka kristna trú í skólum – enda sé ósannað að Guð sé yfirleitt til. Rökstuðning og dæmi um þetta má td. finna á www.siðmennt.is. Stundum er bent á að margir hafi undanfarið sagt sig úr þjóð- kirkjunni og það talið vitna um minnkandi trúhneigð lands- manna. Ég leyfi mér hinsvegar að halda því fram að stór hluti þessa hóps hafi ekki fallið frá trú sinni heldur ofboðið æðsta stjórn kirkjunnar enda hefur hún feng- ið á sig alvarlega gagnrýni á síðustu árum. Það er von mín að sú þögla ádeila sem í úrsögnum felst verði stjórn- endum hennar áminning og hvatn- ing til úrbóta sem endurveki traust þjóðarinnar á henni. Kirkj- an verður að rísa undir eðlilegum væntingum þeirra sem þar vilja eiga sitt trúarlega heimili. Þjóðkirkjan hefur í það heila notið trausts umfram ýmsar stofn- anir ríkisins og verið ómissandi þáttur í lífi þjóðarinnar. Nú bregður hins vegar svo við að úr tveimur hornum hillir undir að tengsl kirkju og ríkis verði rofin. Annars vegar liggja fyrir drög að nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um trúfrelsi en ekki er minnst á þjóðkirkju. Hins vegar má á vefsíðu innanríkisráðuneyt- isins finna „drög að frumvarpi til breytinga á lögum um skráð trú- félög, til umsagnar“. Í þessum lagadrögum er þjóðkirkju hafnað, t.d. með fyrstu grein: „Staða skráðra lífsskoðunarfélaga verður jöfn stöðu skráðra trúfélaga“. Þessi drög eru allýtarleg og hvet ég lesendur til að kynna sér þau á www.innanrikisraduneyti.is/frettir/ nr/27331. Þá vekur það athygli að: „Ráð- herra leitar álits sömu nefndar og þegar um er að ræða trúfélög og lífsskoðunarfélög en lagt er til að nefndin verði styrkt með því að bæta við fjórða fulltrúanum í nefndina. Skal sá nefndarmaður vera tilnefndur af sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.“ Ljóst er að ef ofangreindar stjórnarskrártillögur eða lög taka gildi er horfið frá þjóðkirkju og félög trúaðra og vantrúaðra sett undir sama hatt í lagalegum skiln- ingi séð. Gildi þjóðkirkju Ég ætla mér ekki þá dul að sanna eða afsanna að Guð sé til. Kristin trú er líka einmitt það – trú en ekki vísindi. Hitt vil ég segja að trúuðum er mikils virði að eiga Guð í hjarta sínu og að ekki sé á nokkurn hátt sé gert lít- ið úr honum og kirkju hans. Krist- in gildi leiða lög okkar og breytni og hafa þannig verið sterkur þátt- ur í uppbyggingu íslensks þjóð- félags. Kristin fræði hafa einnig verið hluti af uppeldi okkar – sam- eiginlegur grunnur sem hver ein- staklingur hefur síðan byggt á að eigin vild. Barnatrúin býr í okkur flestum og stór hluti þjóðarinnar fyllir Guðshús á trúarhátíðum. Margir fara þangað miklu oftar. Í gleði, sorg og ótta leitar fólk einn- ig þjónustu presta í kirkju eða heima. Þá er þjóðkirkja eitt af því sem sameinar okkur í eina þjóð. Allt er þetta af hinu góða. Þjóðkirkjan og meðlimir hennar hafa að sjálfsögðu ekki amast við því að aðrar kirkjur og sérsöfn- uðir starfi í landinu. Heldur ekki því að þeir, sem það kjósa, standi utan hennar og stofni um það fé- lög. Það er meira en leyfist í sum- um löndum. Ég leyfi mér að hvetja stjórn- völd til að vega hvergi að þjóð- kirkjunni heldur „styðja hana og vernda“. Jafnframt væri rétt að endurskoða starf hennar með það fyrir augum að hún taki í auknum mæli að sér mannúðar- og líkn- armál, svo og sálgæslu sem vax- andi þörf er fyrir. Á páskum 2012. Kirkjan og ríkið Eftir Baldur Ágústsson » Þjóðkirkjan hefur í það heila notið trausts umfram ýmsar stofnanir ríkisins og verið ómissandi þáttur í lífi þjóðarinnar. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstj. og forsetaframbjóðandi. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.