Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 31
tad í Noregi 2003 og loks aftur
með Fram 2004-2005.
Sló ekki markamet afa síns
Ríkharður var í hópi okkar allra
fremstu knattspyrnumanna. Hann
varð Íslandsmeistari og bik-
armeistari með meistaraflokki
Fram, varð markakóngur Íslands-
mótsins 1996 er hann lék með KR
og skoraði fjórtán mörk. Hann lék
tvo U17 landsleiki, 12 U19 lands-
leiki, tíu U21 landsleiki og 44 A-
landsleiki og er þriðji markahæsti
A-landsliðmaðurinn frá upphafi, á
eftir Eiði Smára og afa sínum, Rík-
harði Jónssyni.
Ríkharður hóf störf hjá Kaup-
þingi (síðar Arion banka) er hann
kom heim úr atvinnumennsku 2004
og starfaði þar til haustsins 2011.
Ríkharður var formaður knatt-
spyrnudeildar Fram 2007-2008.
Eftir að Ríkharður lagði skóna á
hilluna hefur hann orðið liðtækur í
golfíþróttinni, æfir golf þegar tími
gefst, er meðlimur í tveimur golf-
klúbbum, GR og GOT, tekur þátt í
meistaramótum hjá báðum þessum
klúbbum og er með 10,5 í forgjöf.
Hann hefur þó ekki alveg sagt
skilið við knattspyrnuna og fylgist
með á þeim vettvangi af fullum
áhuga. Segja má að íþróttir séu
hans aðaláhugamál en þar er knatt-
spyrnan í fyrsta sæti og síðan kem-
ur golfíþróttin.
Fjölskylda
Kona Ríkharðs er Þórey Vil-
hjálmsdóttir, f. 18.8. 1972, fram-
kvæmdastjóri borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins. Hún er dóttir
Vilhjáms Óskarssonar, f. 1.10. 1952,
sem starfrækir vélsmiðjuna Gjörva,
og Elínbogar Proppé, f. 9.1. 1954,
verslunarmanns.
Sonur Þóreyjar og fóstursonur
Ríkharðs er Vilhjálmur Kaldal Sig-
urðsson, f. 28.10. 1998.
Dóttir Þóreyjar og Ríkharðs er
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, f. 24.8.
2005.
Systir Ríkharðs er Hekla Ing-
unn, f. 15.3. 1977, kennari við
Lágafellsskóla og fyrrv. hand-
boltakona.
Foreldrar Ríkharðs eru Daði
Runólfsson, f. 30.11. 1945, fyrrv.
verslunarmaður í Mosfellsbæ, og
k.h., Ragnheiður Ríkharðsdóttir, f.
23.6. 1949, alþm. og fyrrv. bæj-
arstjóri, skólastjóri og fyrrv. frjáls-
íþróttakona með ÍA.
Úr frændgarði Ríkharðs Daðasonar
Leó Eyjólfsson
skipstj. á Akranesi
Málfríður Bjarnadóttir
fá Nýlendu
Jón Sigurðsson
hafnsögum. á Akranesi
Sæmundur Runólfsson
starfsm. Rafmagnsv. R.víkur.
- Lækjarbotnaætt
Halldór Sigurðsson
úrsm. í R.vík.
Guðríður Ottadóttir
frá Kúludalsá
Ríkharður
Daðason
Daði Runólfsson
fyrrv. verslunarm. í Mosfellsb.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
alþm. og fyrrv. frjálsíþróttak.
Ríkharður Jónsson
einn fremst knattspyrnum
Íslands fyrr og síðar
Hallbera Leósdóttir
húsfr. á Akranesi
Runólfur Sæmundsson
forstj. Blossa
Nanna Halldórsdóttir
húsfr.
Guðrún Eymundsdóttir
frá Skjaldþingsst.
Sigfús Halldórsson
tónskáld
Bjarnfríður Leósdóttir
verkalýðsforingi á Akranesi
Jón Leó Ríkharðsson
meistaraflm. í ÍA
Steinunn
Jóhannesdóttir
leikari og rith.
Þórður Jónsson
landsliðsm.
Karl Þórðarson
landsliðsm. og atvinnum.
Ragnheiður Þórðardóttir
húsfr.
GuðjónÞórðarson
útvegsb. á
Ökrum á Akran.
Þórður
Guðjónsson
útg.m. á Akran.
Inga Jóna Þórðard.
fyrrv. oddviti sjálf-
stæðism. í Rvík.
Guðjón Þórðarson
landsliðsm. og
frægur þjálfari
Þórður
landsliðsm.
Bjarni, fyrirliði
KR, landsliðsm.
og atvinnum
Jóhannes Karl,
landsliðsm. og
atvinnum
Fjölskyldan Afmælisbarnið, ásamt
konu sinni, Þóreyju Vilhjálms-
dóttur, Vilhjálmi og Ragnheiði.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
85 ára
Hólmfríður Jónsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Sigurjón Sigurðsson
80 ára
Guðrún Ingiríður
Jóhannesdóttir
Svanhildur
Hermannsdóttir
75 ára
Hilmar Herbertsson
Lilja Lárusdóttir
Sigurður Pálsson
Þórunn Helga
Ármannsdóttir
70 ára
Elfa Sigrún Hafdal
Guðmundur Ó Þórðarson
Höskuldur Ragnarsson
Jóhannes A Jónasson
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
Sigurður Filippusson
Þórarinn J Óskarsson
Þórhildur Kristjánsdóttir
60 ára
Barði Þorkelsson
Brynjar Sigmundsson
Egill Eyfjörð Eiríksson
Friðrik O Júlíusson
Gerður Einarsdóttir
Inga María Pálsdóttir
Kjartan H Bjarnason
Lárus Guðjónsson
Lilja Karlsdóttir
50 ára
Birna Kristófersdóttir
Brynja Dís Björnsdóttir
Geir Oddsson
Gunnar Kristján
Sigmundsson
Gunnhildur A.
Sigurðardóttir
Iðunn Guðgeirsdóttir
Kristín Helga Friðriksdóttir
Páll Pálsson
Solveig Lilja Óladóttir
Svava Hólmfríður
Þórðardóttir
40 ára
Birkir Bárðarson
Fjóla Björk Bjarnadóttir
Kristín Rós Óladóttir
Melkorka Matthíasdóttir
Mindaugas Ilgius
Morten Riber
Ragnar Sigurðsson
Ríkharður Daðason
Saso Andonov
Sigurður Óli Gestsson
Þröstur Elvar Óskarsson
30 ára
Daniel Pearson
Deniss Zelenkovs
Edvin Jónsson
Eyþór Sigurðsson
Guðmundur Bernhard
Jóhannsson
Guðni Rúnar Logason
Hrannar Þór Hallgrímsson
Lóa Dögg Grétarsdóttir
Pétur Sigurðsson
Þórunn Guðlaugsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Danni fæddist í
Reykjavík, ólst upp á
Djúpavogi, er að ljúka BS-
prófi í landfræði frá HÍ og
hefur starfað hjá Tandri.
Kona Ástríður Jónsdóttir,
f. 1979, stjórnmálafræð-
ingur í utanríkisráðuneyt-
inu.
Dóttir Ástríðar er Eyrún
Ólöf, f. 2006.
Foreldrar Danna eru
Harpa Ásgeirsdóttir, f,
1963, leikskólakennari í
Reykjavík, og Jónas Guð-
mundsson, f. 1961, skrif-
stofustjóri hjá Tandri.
Daníel Páll
Jónasson
30 ára Halldór ólst upp í
Hafnarfirði, er húsasmið-
ur og rekur Hafið – fisk-
verslun í Kópavogi.
Kona Agnes Barkardóttir,
f. 1982, viðskiptastjóri.
Börn Halldórs: Kristófer
Örn, f. 2001; Guðrún
Ágústa, f. 2003, og Krist-
ín Erla, f. 2003. Sonur
Agnesar: Bjarki Freyr, f.
2002.
Foreldrar Halldór Svav-
arsson, f. 1948, bílstjóri
hjá BYKO, og Erla Krist-
insdóttir, f. 1951, starfar
hjá Distica.
Halldór Heiðar
Halldórsson
Regína Þórðardóttir leikkonafæddist í Reykjavík 26. apríl1906, dóttir Þórðar Bjarna-
sonar, stórkaupmanns og bæjarfull-
trúa, og Hansínu Linnet húsmóður.
Bróðir Regínu var Sigurður tón-
skáld, faðir Þórðar sem var for-
stöðumaður Reiknistofnunar bank-
anna. Þórður Bjarnason var bróðir
Böðvars, föður Bjarna hljómsveit-
arstjóra, föður Ragnars söngvara.
Systir Þórðar og Böðvars var Ragn-
heiður, móðir Jóns Leifs tónskálds.
Þórður var sonur Bjarna, óðalsb. á
Reykhólum, bróður Gísla, langafa
Klemenzar Jónssonar leikstjóra.
Hansína var systir Axels, afa Ás-
mundar Vilhjálmssonar, lögfræð-
ings og skattasérfræðings. Annar
bróðir Hansínu var Kristján Linnet,
bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, afi
Vernharðs Linnet djasssérfræðings.
Regína giftist Bjarna Bjarnasyni
lækni og hóf leikferil sinn með Leik-
félagi Akureyrar er maður hennar
starfaði þar. Hún lauk leiklistarprófi
frá skóla Konunglega leikhússins í
Kaupmannahöfn árið 1940.
Regína lék með Leikfélagi
Reykjavíkur frá 1936, var í hópi
fremstu leikkvenna Þjóðleikhússins
frá stofnun 1950-62, en lék síðan
mest með Leikfélagi Reykjavíkur og
í útarpsleikritum.
Á sínum yngri árum lék hún
gjarnan ungar og fagrar stúlkur en
síðar kom í ljós að hún var mikill
skapgerðarleikari. Hún lék frú Júlíu
Strindbergs með Leikfélagi Akur-
eyrar árið 1933, en hjá Leikfélagi
Reykjavíkur lék hún t.d. Ragnheiði
Brynjólfsdóttur í Skálholti Kamb-
ans, Geirþrúði Danadrottningu í
Hamlet Shakespeares og Steinunni í
Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjóns-
sonar. Í Þjóðleikhúsinu lék hún frú
Arnaeus í Íslandsklukku Laxness og
Lindu Loman í Sölumaður deyr
Arthurs Millers.
Hún var auk þess eftirminnileg í
tveimur verkum Dürrenmatts, sem
Matthild von Zahnd, í Eðlisfræð-
ingum, og Clara Zachnassian í Sú
gamla kemur í heimsókn.
Regínu gerði miklar kröfur til
sjálfrar sín en var lítið fyrir hrós og
viðurkenningar. Hún var engu að
síður í hópi okkar bestu leikara um
áratuga skeið.
Regína lést 17. október 1974.
Merkir Íslendingar
Regína
Þórðardóttir
30 ára Sunneva fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hún lauk prófum sem lyfja-
tæknir frá Fjölbrautaskól-
anum í Ármúla og er
bóndakona á Fossum í
Landbroti.
Eiginmaður Davíð Andri
Agnarsson, f. 1982, bóndi.
Börn þeirra Júlía Rut, f.
2005; Iðunn Kara, f. 2009;
óskírður, f. 2012.
Foreldrar Erla Ósk Sigurð-
ardóttir, f. 1959, sundlaug-
arvörður, og Kristján Guð-
mundsson, f. 1956, bílstjóri,
en þau búa í Reykjavík.
Sunneva
Kristjánsdóttir
mbl.is/islendingar
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS
PITSTOP.IS WWW
HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ
568 2020 SÍMI
SUMARDEKKIN
FYRIR BÍLINN ÞINN
FÁST HJÁ PITSTOP!
FÓLKSBÍLA-, JEPPA- OG SENDIBÍLADEKK.