Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is Sigmund Jóhannsson, uppfinn- ingamaður og teiknari, segist í fjögur ár hafa unnið að hönnun slökkvibún- aðar sem gæti nýst við erfiðar að- stæður eins og til dæmis í veggöng- um. Hann og fjölskyldan hafi loks fundið lausnina og nú er efnið sem hentar komið í leitirnar. Væntir hann mikils af samstarfi við Eyjablikk en samningur var undirritaður í síðustu viku. Sigmund sér fyrir sér að fram- leiðsla geti hafist eftir nokkra mánuði. Það er honum kappsmál að ljúka þessu verkefni nú þegar erfiður sjúk- dómur hefur tekið sig upp aftur. Hef- ur hann gengið þannig frá hlutunum að allur höfundarréttur að búnaðinum er nú í eigu Hlyns, sonar hans. „Þetta er algjörlega nýtt efni sem fellur alveg að því sem ég hef verið að gera,“ segir Sigmund sem er til í að útskýra hvernig kerfið vinnur án þess að kafa djúpt í það. „Það er með þetta eins og formúluna að Coca Cola, það verður ekki gefið upp hver er lykillinn að því að fá þetta til að virka,“ bætir Sigmund við og segist sjá í þessu tækifæri fyrir Vestmannaeyjar. „Það hittist þannig á að Stefán Lúð- víksson í Eyjablikki var að undirbúa stækkun og að víkka út starfsemina um leið og við vorum að leita að sam- starfsaðila. Þeir munu smíða pallbíl með slökkvibúnaði sem verður hann- aður eftir okkar forskrift. Verður hann notaður til að kynna búnaðinn og í auglýsingar. Sigmund sér enn stærri möguleika, t.d. í framleiðslu á slökkvibúnaði fyrir veggöng sem er tvenns konar, annars vegar rör með stútum sem liggja neðst í göngunum og hins vegar vélmenni á braut uppi undir lofti. Fyrsta tæki sinnar tegundar „Þetta er fyrsta tæki sinnar teg- undar í heiminum og er hægt að ræsa búnaðinn frá stjórnborði utan gang- anna um leið og slys verður, sama þó rafmagn fari af. Kerfið er einfalt og það er hægt að opna 20 stúta um leið og kviknar í og á þeim stað í göng- unum þar sem eldurinn er. Ef ekki nægir að opna 20 stúta er hægt að opna aðra 20 og líka loka eftir þörf- um,“ segir Sigmund og kemur næst að vélmennunum sem eru eins konar slökkvibílar. Vélmennin eru á 500 metra millibili á línu og eru með níu lítra tank. „Það er hægt að færa vélmennið til eftir þörfum og snilldin er að efnið, Fire- Stop, er átján sinnum virkara en vatn. Það slekkur allan eld um leið og eyðir reyk á stundinni þannig að slökkvilið og björgunarsveitir geta komist strax á staðinn. Það er hægt að úða þessu hvar sem er og það er um algjörlega stórkostlegt efni að ræða. Það frýs ekki og það er bæði hægt að nota vatn og sjó. Öllu slökkvistarfi er hægt að stýra frá stjórnborði utan ganganna án þess að þörf sé á að senda inn björgunarfólk sem er mikill kostur.“ Alger bylting í brunavörnum Efnið er umhverfisvænt og segir Sigmund það algjöra byltingu bæði í brunavörnum og slökkvistarfi. „Það er dýrðlegt að vinna þetta, stórkost- legt tækifæri fyrir Vestmannaeyjar og góð uppbót fyrst við fengum ekki göng. Það er hægt að hanna þennan búnað í skip, álver og aðrar stórar verksmiðjur og FireStop er besta efnið. En það eru mörg ljón á veg- inum því þetta þarf að fara í gegnum flóknar prófanir og miklir hagsmunir í húfi. Sumum finnst það kannski galli að það þarf svo sjaldan að fylla á með þessu efni. Sjálft efnið, sem er upp- runnið í Bandaríkjunum, hefur hlotið viðurkenningu í Evrópu þar sem það hefur farið í gegnum miklar prófanir. Það er eina slökkviefnið sem dugar gegn öllum eldi, sama hvað brennur.“ Samstarfið við Eyjablikk verður með þeim hætti að Hlynur kemur að hönnun og eftirliti með framleiðsl- unni. „Þetta verður mjög flott, allt úr ryðfríu og mjög vandað. Þetta ætti að geta verið komið í gang eftir tvo til þrjá mánuði. Við byrjum á pallbílnum og sýnum hann. Þá tekur við þróun- arvinna á hinum slökkvibúnaðinum. “ Enginn veit sína ævina fyrr en öll er en Sigmund segir að nú sé komið að lokakaflanum hjá sér. Og hann lít- ur sáttur til baka. „Ég er búinn að vera með þetta lengi á teikniborðinu og ég er dauðfeginn að losna við þetta í hendurnar á öðrum,“ sagði Sigmund og taldi að hér væri rétt að kæmi amen eftir efninu. Fann upp slökkvibúnað í jarðgöng  Sigmund Jóhannsson hefur unnið að búnaðinum í 4 ár  Fyrsta kerfið sinnar tegundar í heiminum  Í samstarfi við Eyjablikk í Vestmannaeyjum  Sér mikla möguleika fyrir Eyjamenn Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Skrifað undir samninginn Fremst situr Sigmund. Fyrir aftan hann frá vinstri eru Stefán Lúðvíksson og Andrea Atladóttir, eigendur Eyjablikks, sonurinn Ólafur, tengdadóttirin Katarína og tengdadóttirin Helga Ólafsdóttir, sem lengi hefur staðið vaktina með Hlyni, sínum manni og syni Sigmundar, sem er lengst ti hægri. „Við tökum að okkur að smíða kerfið og það lítur út fyrir að efnið, sem hönnunin byggist á, sé alveg frábært. Kerfið sjálft byggist annars vegar á róbótum og hins vegar röralögnum. Þetta kerfi myndi henta fyrir Hvalfjarðargöngin en markaður fyrir þetta er ekki á Íslandi held- ur í Noregi þar sem er mikil þörf fyrir svona búnað og svo víðar í Evrópu,“ sagði Stefán Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri Eyja- blikks. „Við þurfum að fá einhvern til að smíða rafeindabúnaðinn og stýringuna á róbótunum; ég ætla að byrja á því að athuga hér innanbæjar og það væri vissulega gaman ef hægt væri að framleiða það hér í bænum líka. Sigmund er alfarið með hönnunina á þessu og mark- miðið er að frumgerðin verði tilbúin á þessu ári. Þá verða gerðar prófanir og vonandi hægt að selja framleiðsluna eft- ir það.“ Markaðurinn er í Noregi FRAMKVÆMDASTJÓRI EYJABLIKKS Landhelgisgæslan hefur sent at- vinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Meðal annars er gerð at- hugasemd við að hlutur Gæslunnar sé fyrir borð borinn í annarri grein frumvarpsins, sem fjallar um stjórnvöld. Í athugasemdum segir: „Í 2. gr. frumvarpsins er greint frá því hvaða stjórnvöld hafa hlutverk samkvæmt lögunum. Algerlega er sleppt að nefna Landhelgisgæslu Íslands, sem þó hefur ærinn starfa við fiskveiðieftirlit, m.a. í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (fjareftirlit), auk eftirlits landhelgisgæsluflug- vélar og þyrlna, varðskipa og ann- arra eftirlitsskipa.“ Leggur stofnunin til breytingar á þessari grein frumvarpsins. Gæslan vill breytingar á frumvarpi Morgunblaðið/Kristinn TF-SYN Þyrlan við komuna til landsins í vet- ur, en hún er leigð frá Noregi til 12 mánaða. Mælst er til þess í umsögn Haf- rannsóknastofnunar um frumvarp til laga um veiðigjöld að komið verði á jöfnun á milli ára þannig að fjármögnun haf- og fiskirann- sókna verði óháð breytilegri af- komu í atvinnugreininni. Sam- kvæmt annarri grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að veiðigjöld séu m.a. lögð á til að mæta kostnaði ríkisins við rann- sóknir. Tryggja þurfi fjármögnun ár- legs rekstrarkostnaðar, en fram- lög hafi dregist nokkuð saman að raungildi og eru talin þurfa að hækka verulega til að betur megi standa að rannsóknastarfinu, m.a. í auknu úthaldi rannsóknaskipa, eins og segir í umsögninni. Hins vegar þurfi, eins og fram komi í skýringum með frumvarpinu, að vera til staðar fjármunir til end- urnýjunar á skipakosti og annars kostnaðarsams rannsóknabúnaðar. Í umsögn um frumvarp um stjórn fiskveiða segir að í frum- varpinu séu afar mikilvæg nýmæli um langtímanýtingarstefnu við stjórn fiskveiða, sem séu í sam- ræmi við stefnur og strauma á al- þjóðavettvangi. aij@mbl.is Fjármögnun rannsókna verði óháð sveiflum Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval úr eðalstáli skreyttur Íslenskum steinum Íslensk hönnun og handverk Kökuhnífur 11.800.- Borðbúnaður Salattöng 17.800.- Ostahnífur 5.900.- Smjörhnífur 5.900.- Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.