Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útlit er fyrir góða grassprettu í sumar, en þurrkar gætu þó valdið talsverðum skaða, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Mörg undanfarin ár hefur Páll spáð fyrir um gróðursældina á kom- andi sumri og sprettu á túnum landsins og nú í sumar spáir hann góðri sprettu. Vetrarhitinn skiptir miklu máli fyrir gróðurinn. Páll hefur sýnt fram á að fylgni hefur verið á milli vetrarhita og heyfengs sumars- ins en spá hans byggist á með- alhita yfir sjö mánaða tímabil í Stykkishólmi, þ.e.a.s. frá október til apríl. Hitafar þar er líkt því sem er að meðaltali á landinu. „Jörðin er svo vel geymd, frostið hefur ekki skemmt ræturnar. Ég held að það sé skýringin á þessu,“ segir hann um gróðurspána fyrir sumarið. Beita túnin sem minnst „Meðalhitinn í október-apríl í Stykkishólmi verður nú mjög nærri 2,0° en hann ræður miklu um gras- sprettu, því að árin 1901-1975 var fylgni vetrarhitans og sprettunnar 0,96. Meðaltal vetrarhitans síðasta áratug hefur verið 1,7°, en var 1,1° á hlýindaskeiðinu 1931-1960. Því hlýrra sem er því minni er áburð- arþörfin,“ segir Páll. Hann bendir á að eftir þennan hlýja vetur er jörðin víðast frostlaus. „En því fylgir að raki getur sigið óhindrað niður úr grassverðinum. Það gæti dregið mjög úr sprettunni, einkum ef úrkoma verður lítil. Um hana er litlu hægt að spá, nema hvað maí er oftast þurrasti mánuður árs- ins. Helsta ráðíð við þessu er að bera sem fyrst á túnin til þess að nýta rakann sem fyrst og best. Einnig er ráðlegt að beita túnin sem minnst,“ segir hann. Um garð er genginn einn af hlýj- ustu vetrum sem komið hafa frá upphafi mælinga, þrátt fyrir kulda- skeiðið í desember. Það veit á gott. Páll bendir hins vegar á að þurrk- urinn sé varasamur þegar jörðin er svona klakalaus og hindrar ekki að vatnið renni niður eins og áður segir en vorið er alltaf þurrasti tími ársins. Bændur vilja helst bera á túnin þegar von er á vætu og segir Páll að næstu dagar væru ágætir til þess. Spurður um veðurútlitið í sumar segir Páll að minna sé hægt um það að segja. „Við erum nokkurn veginn á miðju hlýskeiði sem hefur staðið í tíu til 15 ár. Algengt er að þau standi í svona 30 ár eða meira,“ segir Páll og minnir á hlýindaskeiðið frá 1931 til 1960 og svo kaldara tímabil sem stóð frá 1965 til 1995. „Það er ólíklegt að það verði kalt í sumar og til þess að gera er líklegt að það verði hlýtt,“ segir Páll en bætir við að lítið sé hægt að segja fyrir um úrkomuna. Útlit fyrir góða sprettu Morgunblaðið/RAX  Líklegt að sumarið verði hlýtt að mati Páls Bergþórssonar veðurfræðings  Minni þörf á túnáburði en þurrkar gætu þó valdið talsverðum skaða Páll Bergþórsson Heyskapur Margt bendir til þess að framundan sé hlýtt sumar og góð grasspretta. Í kjölfar kuldatíðar og þurrka um vorið og framan af sumri á sein- asta ári rættist vel úr sumrinu. Heyfengur var víðast hvar nægur í flestum sveitum en á Norðurlandi var júnímánuður óvenjukaldur og heyfengur því minni á kalsvæðum norðaustanlands. Seinasta sumar var hlýtt suð- vestanlands og var það 20. sum- arið í röð sem hiti var yfir með- allagi í Reykjavík. Úrkoma í höfuðborginni var hins vegar að- eins 68 prósent af meðalúrkomu og var seinasta sumar hið þurr- asta allt frá 1985. Um norðvestanvert landið var hiti á seinasta sumri 0,7-0,8 stig- um fyrir ofan meðallag en kólnaði svo austur eftir Norðurlandi að því er fram kemur á tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Þó að víða hafi ræst úr heyskap á seinasta sumri eyðulögðust hundruð hektara túna við ut- anverðan Eyjafjörð og í Þingeyj- arsýslu vegna kals vorið 2011. Uppskeran var aðeins um þriðj- ungur eða fjórðungur á þeim tún- um sem voru látin standa. Þegar leið á sumarið rættist úr fyrir norðan og var ágætis sprettutíð í ágústmánuði og heyfengur ágætur í bestu ræktunarsvæðunum. Hlýnaði eftir mikið kuldakast VEL RÆTTIST ÚR SUMRINU 2011 EFTIR VOR KULDA OG ÞURRKA Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Gamla varðskipið Þór III endar brátt ævidaga sína. Skipið var dregið af dráttarbátnum Auðuni frá bryggjunni í Gufunesi og í Njarðvíkurhöfn í gær þar sem það verður rifið niður í brotajárn næstu daga. Það var Hringrás sem keypti skipið til niðurrifs. Einar Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að farið verði í það strax í dag að dæla úr skipinu spilliefnum. „Þegar búið verður að tæma það af spilliefnum og taka það út af Heil- brigðiseftirlitinu megum við hefja verkið. Skipið verður flutt ásamt öðru brotajárni frá Hringrás á er- lendan markað þar sem það hefur sitt framhaldslíf. Það kemur svo heim til baka í formi gjaldeyris,“ segir Einar. Þór III er skip sem ber mikla sögu. Það var smíðað fyrir Land- helgisgæsluna 1951 og var 920 tonn, 55,9 m á lengd og 9,5 m á breidd. Þór gegndi veigamiklu hlutverki í þorskastríðum milli Ís- lands og Bretlands. Skipið var selt Slysavarnafélagi Íslands árið 1982 og notað sem skólaskip fyrir Slysa- varnaskóla sjómanna. Það fékk þá nafnið Sæbjörg. Frá árinu 1998 hefur Þór verið í einkaeigu. Skipið var notað sem veitingastaður á Húsavík sumarið 1999 og í því var vísir að safni um sögu skipsins og landhelgisgæslu við Ísland. Eftir það var skipið allt sprautað gyllt og átti að fara til Ibiza og gegna þar hlutverki fljót- andi diskóteks í um tvö ár. Þegar þeirri skemmtiferð átti að ljúka var stefnan að gera úr því safn um þorskastríðið á Thames-ánni í Lundúnum. Aldrei var úr því að það færi til Ibiza eða til Lundúna. Síðast gegndi það hlutverki sviðsmyndar í íslensku hryllings- myndinni Reykjavík Whale Watch- ing Massacre. Var skipið þá útbúið eins og draugaskip sem varð ekki til að bæta útlit þess. Þór lá bundinn við höfnina í Gufunesi. Skipið slitnaði frá höfn- inni nokkrum sinnum og rak meðal annars upp í fjöru sem varð til þess að það skemmdist enn frekar. Gamli Þór í brotajárn  Gegndi veiga- miklu hlutverki í þorskastríðum Morgunblaðið/Ómar Gamli Þór Varðskipið hefur legið við Gufunesbryggju síðustu ár. TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Yfir 2O háskólabyggingar hafa risið fyrir happdrættisfé. Milljónaveltan 10 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 4. flokkur, 25. apríl 2012 Kr. 10.000.000,- 2511 B 11444 E 12143 H 26250 H 58108 B 57989 E Kr. 1.000.000,- Landhelgisgæslan tók í gær þátt í björgunaræfingu í samstarfi við Norðmenn þar sem settar voru á svið þær aðstæður að eldgos hefði átt sér stað í eldfjallinu Beerenberg á Jan Mayen og flytja þyrfti á brott þá einstaklinga sem þar hafa bú- setu, en fjallað er virk eldstöð. „Þetta snerist sem sagt um það að koma á brott því fólki sem þarna er, 25 manns, og að þessu unnum við með norsku björgunarmiðstöðv- unum. Megnið af þessu fór fram sem leikur. Við sendum ekki skip, flugvélar eða þyrlur á staðinn. Norðmennirnir voru hins vegar með eitthvað á svæðinu,“ segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Hann seg- ir að æfingar sem þessi fari fram annað slagið á milli Íslendinga og Norðmanna. hjorturjg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgun Gæslan tók þátt í æfingu í gær. Sviðsettu eldgos á Jan Mayen með Gæslunni Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á 11 ára gamalli dóttur sinni. Einn dóm- ari skilaði séráliti og vildi sleppa manninum úr haldi. Maðurinn verð- ur í haldi til 15. júní nk. Í greinargerð ríkissaksóknara segir að það myndi særa réttarvit- und almennings og valda almennri hneykslan í samfélaginu ef mað- urinn, sem dæmdur hefur verið í fangelsi í héraðsdómi, gengur laus á meðan mál hans bíður meðferðar fyrir Hæstarétti. Á þetta féllust bæði Héraðs- dómur Vesturlands og Hæstiréttur. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari vildi hins vegar fella úrskurðinn úr gildi og vísaði til fyrri sérálita sinna vegna þess. Barnaníðingur áfram í haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.