Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 117. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ráðist á íslensk hjón … 2. Asíska tígris-moskítóflugan … 3. Reyktu að vild á Austurvelli 4.Gubbupestin versnaði … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Árið 1997 lagðist Óháð listahátíð af, en hún er grasrótarhátíð fyrir unga sem reyndari listamenn. Hátíð- in verður endurvakin í ár og haldin á Selfossi, 29. júní til 8. júlí. Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður er umsjónarmaður hátíðarinnar. Hugsanlegir þátttakendur eru hvattir til að senda umsókn á netfangið hljomalinda@gmail.com fyrir 8. júní. Morgunblaðið/Sverrir Óháð listahátíð end- urvakin á Selfossi  Stuttskífan Half Dream með Sin Fang kemur út á 12 tomma vínyl á vegum Morr Music í lok maí. Stór plata, Flow- ers, kemur svo út í byrjun árs 2013. Sin Fang heldur í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu í lok maí ásamt Sóleyju. Útgáfu- tónleikar verða svo haldnir á Íslandi í júní, strax eftir tónleikaferðina. Ný plata með Sin Fang í lok maí Mugison og Valgeir á Bræðslunni Á föstudag Hæg suðvestlæg átt, skýjað og dálítil rigning eða slydda um tíma norðan- og vestantil á landinu. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag Sunnan 8-15 m/s og rigning. Hiti 5 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil slydda eða rigning vestantil á landinu, smáél austast en þurrt annars staðar. Hiti 2 til 8 stig, en um frost- mark á norðaustanverðu landinu. VEÐUR Íslandsmeistarar FH leika til úrslita í úrvalsdeildinni í handknattleik karla annað árið í röð. Það var staðfest eftir þriðja sigur liðsins á Akureyri í undanúrslitum, 28:25, á Akureyri í gær- kvöldi. FH-ingar voru sterk- ari í leiknum í gær og verð- skulduðu sigur í kveðjuleik Atla Hilmarssonar sem þjálfara nyrðra. FH-ingar mæta HK í úrslitum. Fyrsti leikurinn verður 1. maí. »2 FH-ingar í úrslit annað árið í röð Bayern spilar til úrslita á eigin heimavelli Handknattleiksdeild Víkings, í um- boði nokkurra félaga, leggur fram breytingar á keppnisfyrirkomulagi í úrvalsdeild karla, fyrir ársþing Hand- knattleikssambands Íslands sem fram fer á laugardaginn í Íþrótta- miðstöðinni Laugardal. Í tillögunni er lagt til að leikið verði í einni 14 liða deild á næsta keppnistímabili í stað úrvalsdeildar með átta liðum. »1 Vilja að öll liðin leiki í einni deild ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Eftir því sem dagarnir lengjast fækkar óðum þeim skíðasvæðum sem enn eru opin á landinu og fer hver að verða síðastur að skella sér í brekkurnar. Helgin sem í hönd fer er víðast hvar sú síðasta sem svæði verða opin á þessari vertíð. Stefnt er að því að halda opnu í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli fram á sunnudag svo fremi sem veður leyfir. Á Siglu- firði er einnig nægur snjór ennþá og mun verða opið á skíðasvæðinu í Skarðsdal fram á mánudag að öllu óbreyttu. Álíka aðsókn og í fyrra Aðsókn á helstu skíðasvæði landsins virðist hafa verið með álíka móti í ár og í fyrra þrátt fyr- ir að víða hafi verið opið ívið sjaldnar en áður. Er þar einkum við veðrið að sakast en framan af ári var mikið um vætu og vind víð- ast hvar á landinu og aðstæður allt annað en hliðhollar skíðaiðkendum á köflum. Heldur tók þó að rætast úr eftir því sem á leið vorið og er færi almennt gott og snjór víðast hvar nægur nú undir lok tímabils- ins. Skíðasvæðin um landið Í Bláfjöllum hefur fjöldi gesta í ár numið hátt í 60 þúsund manns að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Munar þar mikið um sólríka og veðursæla daga undanfarinn mánuð í kjölfar arfaslaks veðurs í febrúar og mars. Skíðasvæðið í Tindastóli er komið í sumarfrí en snjór þar er enn nægur, að sögn Viggós Jóns- sonar, forstöðumanns svæðisins. Í Skarðsdal á Siglufirði er færi einn- ig ennþá gott að sögn Egils Rögn- valdssonar umsjónarmanns og verður opið þar fram á mánudag. Hafa um 12.000 manns rennt sér á skíðum í Skarðsdal í vetur sem er svipuð aðsókn og í fyrra og það þrátt fyrir rysjótt veður. Töluvert hefur verið um að gestir innan af Akureyri nýti sér nýju göngin til að bregða sér á skíði á Siglufirði og það er skemmtileg þróun. 60 þúsund í Hlíðarfjalli Útlit er fyrir að allt að sextíu þúsund manns hafi sótt Hlíðarfjall heim þegar yfir lýkur í ár að sögn Guðmundar Karls Jónssonar for- stöðumanns. Eins og víðar á land- inu var færi þar lélegt framan af og páskarnir blautir. Þurfti m.a. að nýta snjóvélarnar á svæðinu við undirbúning Andrésar Andar leik- anna í ár. Heldur rættist þó úr eft- ir páska og er ennþá nægur snjór fyrir norðan. Í Hlíðarfjalli verður einnig opið um helgina. Í Odds- skarði var opið í 75 daga þennan veturinn og aðsókn ágæt að sögn Dagfinns Smára Ómarssonar, for- stöðumanns skíðasvæðisins. Tölu- vert skorti reyndar á snjóinn þar framan af en suðlægar áttir og hlýindi ríktu frá janúar og fram í mars. „Síðan hefur snjóað vel og er fjallið fagurt á að líta.“ Þeir verða eflaust ófáir sem nýta sér þessa síðustu daga til að bruna niður brekkurnar. Skíðavertíðinni senn að ljúka  Opið í Bláfjöll- um, Hlíðarfjalli og á Siglufirði Ljósmynd/Egill Rögnvaldsson Siglufjörður Þessir kátu krakkar skemmtu sér hið besta á skíðasvæðinu á Siglufirði. Þar lítur allt út fyrir að verði opið fram á mánudag, ef veður leyfir. Nokkrum skíðasvæðum hefur verið lokað eftir veturinn, m.a. í Tindastóli. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í Hlíðarfjalli Bjarney Hilma Jó- hannesdóttir rennir sér niður.  Tónlistarveislan Bræðslan á Borgarfirði eystra fer fram í átt- unda skiptið í sumar, helgina 26.- 29. júlí. Þeir listamenn sem fram koma í ár eru Mugison, Val- geir Guð- jónsson, Contalgen Funeral frá Sauðár- króki og Fjalla- bræður. Bayern München fær tækifæri til að spila um Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu á eigin heimavelli eftir að hafa sigrað Real Madrid á drama- tískan hátt í vítaspyrnukeppni í Madr- íd í gærkvöld. Bayern mætir Chelsea í úrslitaleiknum 19. maí en þar verða sjö leikmenn liðanna fjarri góðu gamni vegna leikbanna. »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.