Morgunblaðið - 26.04.2012, Page 11

Morgunblaðið - 26.04.2012, Page 11
Ljósmynd/Sigrún Þorsteinsdóttir Dansað í Afríku Íslenskur ferðalangur dansar hefðbundinn Masai-dans í Masai Mara-þjóðgarðinum í Kenýa. lega grænn og guli liturinn sterk- gulur, þessi skörpu skil í öllu eru einkennandi fyrir Afríku. Kenýa er við miðbaug og því kemur sólin upp með látum og hún sest líka snöggt. Allt verður kolsvart þegar dimmir því þarna er ekki sú ljósmengun sem við erum vön á Íslandi. Okkur líður líka vel í þessu loftslagi og hit- anum. Eftir öll þessi ár getum við gert okkur nokkurn veginn skilj- anleg á svahílí, einu af mörgum tungumálum í Kenýa. Við erum heimavönust í Kenýa og lítum á það sem okkar annað heimaland og þar eigum við fjölskyldu. En það er erf- itt að gera upp á milli þessara landa, Úganda er óskaplega grænt og fallegt, Rúanda hefur sín sér- kenni og górillurnar, Tansanía heillar með Sansíbar og svona mætti lengi telja.“ Milli íslenskra jökla Afríkuferðir Elínar og Borgars eru farnar frá september fram í febrúar en undanfarin fjögur ár hafa þau rekið gistiheimili í Hríf- unesi í Skaftártungu yfir sum- artímann. „Hrífunes er æðislegur staður milli tveggja jökla, Mýrdals- jökuls og Vatnajökuls, sem við sjáum út um eldhúsgluggann hjá okkur. Útsýnið er dásamlegt, við sjáum líka út í Hafursey og Hjör- leifshöfða. Í Hrífunesi eru sléttur rétt eins og í Afríku, þó að annars- konar séu. Og þar horfum við á ís- lenskar antílópur sem eru kind- urnar í túnunum. Flestir gestir okkar í Hrífunesi eru erlendir ferðamenn en það er alltaf eitthvað af Íslendingum líka,“ segir Elín og bætir við að þau Borgar eigi ekki ættir að rekja austur í Skaftár- tungu, þau hafi einfaldlega heillast af svæðinu. „Við erum svolítið hrif- næm.“ Nánar á www.afrika.is og www.hrifunes.is Ljósmynd/Sigrún Þorsteinsdóttir Fjallaferðir Jóhannes Erlingsson fararstjóri á tindi Kilimanjaro í Tansaníu. Daglegt líf í Kenýa Flest er okkur Íslendingum framandi í henni Afríku. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 WOW ferðir bjóða upp á sannkallaða menningarreisu til Kölnar. Iðandi mannlíf og menning á hverju götuhorni, pylsur og Picasso-málverk, salt- kringlur og sætabrauð. Haganlega smíðaðar brýr, undurfagrar byggingar og traust leiðsögn frá Geir Rögnvaldssyni, fararstjóra. Verð á mann í tvíbýli: 89.800 kr. Innifalið er flug með sköttum og gisting í 5 nætur með morgunverði. WOW ferðir | Grímsbæ, Efstalandi 26 | 108 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is Margbrotin menning í Köln wowferdir.is 14.–19. júní Sýning á ljós- myndum Lolu Rebo- ud, sem hún tók á Íslandi, verður opn- uð í dag, 26. apríl, og stendur til 15. júní. Lola hefur mest- an áhuga á por- trett-myndatökum, í lit og í formi fern- ings en frá því í september 2007 hefur hún farið til Íslands í þeim til- gangi að gera heim- ildamyndaröð um andrúmsloftið, landið og fólkið sem þar býr. Eins og er sam- anstendur mynda- röðin af um það bil 40 myndum: portrett-, landslagsmyndum og myndum af daglegu lífi, teknum á öllum tímum ársins og saman mynda þær eina heild. Sýningin ber heitið Les Climats – A Journey in Iceland og var sýnd á mörg- um stöðum árið 2010. Einnig var sýningin tilnefnd til hinna virtu verðlauna HSBC fyrir ljósmyndun árið 2011. Opnun sýningarinnar hefst kl. 17 í Alliance française, Tryggvagötu 8, að viðstöddum íslenskum listamönnum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið ljósmyndaðir af Lolu. Nánari upplýsingar má sjá á síðu Alliance française, www.af.is. Ljósmyndasýning Heimildaröð ljósmynda um Ísland og fólkið sem þar býr Matvælastofnun heldur fræðslufund um eftirlit með lyfjanotkun og lyfja- leifum í dýrum í dag, fimmtudaginn 26. apríl kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða kynntar nýjar reglur um raf- ræna skráningu dýralækna á dýra- lyfjum. Nýja rafræna skráning- arkerfið HEILSA verður jafnframt kynnt þar sem dýralæknum ber að skrá notkun og ávísun lyfseð- ilsskyldra lyfja fyrir dýr. Skráning- arkerfið er þegar í notkun fyrir naut- gripi og hross og munu aðrar dýrategundir fylgja í kjölfarið. Til- gangur skráningarinnar er að stuðla að aukinni dýravelferð og neyt- endavernd með því að auðvelda yf- irvöldum að hafa eftirlit með lyfja- gjöf dýra og lyfjaleifum í búfjárafurðum s.s. kjöti, mjólk og eggjum. Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofn- unarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Sjá nánar á www.mast.is. Fræðslufundur Matvælastofnunar Aukin neytendavernd Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir í dag, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleik- unum verða flutt bæði klassísk ís- lensk lög og poppuð lög sem margir ættu að kannast við. Aðgangur á tón- leikana er ókeypis en veitingasala verður eftir tónleikana í Uppsölum Þinholtsstræti 37. Þar er aðgangs- eyrir 1000 kr. og nóg af kökum og ýmsu góðgæti í boði. Veitingasalan er aðalfjáröflun kórsins og eru því all- ir hvattir til að ná sér í góða hress- ingu áður en haldið er heim á leið. Kór Kvennaskólans hefur verið starfræktur um árabil og hefur und- anfarin ár getið sér gott orð fyrir fjöl- breytta efnisskrá. Stjórnandi kórsins er Gunnar Ben. Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík Klassísk lög og poppuð í bland Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Skólastarf Peysufatadagur í Kvennaskólanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.