Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Að mörgu leyti er Bjarni Gíslason frá Kolkustöðum okkar íslenski Hamlet, sjávarbóndi sem stendur frammi fyrir stórri tilvistarspurn- ingu um það að vera eða ekki vera og í gegnum þann efa kristallast barátta verksins. Hann veit ekki hvort hann á að fylgja hjartanu eða skyldunum. Þetta er sterk togstreita sem talar beint við frumurnar í okk- ur,“ segir Krist- ín Eysteinsdóttir leikstjóri um að- alpersónuna í Svari við bréfi Helgu sem frum- sýnt verður á Nýja sviði Borg- arleikhússins annað kvöld kl. 20. Verkið byggir á metsölubók Berg- sveins Birgissonar í nýrri leikgerð Ólafs Egils Egilssonar. Kristín og Ólafur Egill unnu síðast saman sýninguna Fólkið í kjallaranum sem einnig var sýnd í Borgarleik- húsinu á sínum tíma við góðar und- irtektir og í Ríkissjónvarpinu um nýliðna páska, en allir listrænir að- standendur og stór hluti leik- aranna eru þeir sömu í báðum sýn- ingum. Skapa sjálfstætt listaverk Aðspurð segir Kristín lykilinn að góðri leikgerð vera að finna að- ferðina eða leiðina til að miðla kjarna verksins. „Til að byrja með hafði ég ákveðnar efasemdir um að hægt væri að leikgera þessa bók, en svo kom Ólafur Egill með ákveðna hugmynd að lausn sem mér fannst spennandi og þá fór boltinn að rúlla,“ segir Kristín og tekur fram að ferlið nú hafi verið sambærilegt við það þegar þau unnu að Fólkinu í kjallaranum. „En þá bók sá ég heldur ekki fyrir mér hvernig hægt væri að leikgera þar til Ólafur Egill kom með lausn- ina. Báðar leikgerðir voru lengi í gerjun og tóku síðan talsverðum breytingum áður en sjálft æf- ingaferlið hófst,“ segir Kristín og bætir við: „Ólafur Egill er mjög næmur á að finna leikbæra aðferð til að miðla skáldsögu á svið. Markmiðið er alltaf að búa til sjálf- stætt listaverk sem lifir sem leik- rit, þannig að áhorfendur geti not- ið sýningarinnar hvort sem þeir hafa lesið bókina eða ekki. Til þess að það náist þarf að fanga kjarna verksins og sviðsetja leikbæra bar- áttu þess,“ segir Kristín og tekur fram að togstreita verksins birtist áhorfendum í gegnum baráttu Bjarna. Að fylgja kalli kærleikans „Hann er manngerð sem er að deyja út, þ.e. íslenskur bóndi sem trúir á sveitina og gömlu gildin. Hann stendur frammi fyrir því að þurfa að velja milli þessara gilda sem eru í raun kjarni sjálfs hans eða fylgja ástinni sinni og hefja nýtt líf í Reykjavík en þá um leið svíkja sjálfan sig. Þegar hann fer í gegnum líf sitt í leikritinu kemst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefði átt að fylgja kalli kærleikans. Þannig segir hann sjálfur undir lok verksins að það vonda við lífið séu ekki oddarnir hvössu sem særðu mann heldur kallið mjúka frá kær- leikanum sem maður virti að vett- ugi. Þessi skilaboð eiga alltaf við. Þegar maður stendur frammi fyrir dauðanum þá er það ekki það sem maður gerði sem maður sér eftir heldur það sem maður gerði ekki,“ segir Kristín og tekur fram að megináskorunin við sviðsetninguna hafi verið að koma þessum tilfinn- ingum til skila. „Markmiðið er að áhorfendur fari með Bjarna í gegnum uppgjör hans við eigið líf og fari í gegnum allan tilfinn- ingaskalann með honum og gangi svo að lokum út, hugsandi: Lífið er núna, bíðum ekki þangað til það er orðið um seinan.“ „Okkar íslenski Hamlet“  Svar við bréfi Helgu frumsýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld kl. 20 Ljósmynd/Grímur Bjarnason Um seinan „Markmiðið er að áhorfendur fari með Bjarna í gegnum uppgjör hans við eigið líf [...] og gangi svo að lokum út, hugsandi: Lífið er núna, bíðum ekki þangað til það er orðið um seinan,“ segir Kristín Eysteinsdóttir. Kristín Eysteinsdóttir Aðrir tón- leikar Kvart- etts Kamm- ersveitar Reykjavíkur í röðinni Meist- araverk Jóns Leifs verða haldnir í Kaldalóni í Hörpu sunnu- daginn 29. apríl kl. 12:15. Á efnisskránni eru tvö verk: Kvartett nr. 3 eftir Leif Þórarinsson og Quartetto III op. 64 El Greco eftir Jón Leifs. El Greco samdi Jón Leifs eftir að hann sótti aðalfund ISCM í Madrid. Í þeirri ferð heimsótti hann Toledo til að kynnast lífi og verkum grísk-spænska málarans El Grecos. Í kvartettnum sækir hann hugmyndir sínar í myndir málarans. Kvartett Kammersveitar Reykja- víkur skipa Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Þór- unn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Lokatónleikar í röðinni verða sunnudaginn 3. júní kl. 13.00. Meistaraverk Jóns Leifs Tvær sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag, ann- ars vegar Nál og hnífur og hins vegar Átta heimar. Báðar eru sýn- ingarnar hluti af hátíðinni List án landamæra. Að auki stendur safnið fyrir málþingi um fötlun og söfn, í samstarfi við námsleið í safnafræði við HÍ, í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins, á morgun kl. 13:00-15:30. Á Nál og hnífur gefur að líta út- saumsmyndir Guðrúnar Bergs- dóttur og útskurð Gauta Ásgeirs- sonar. Verk Guðrúnar bera, að sögn sýningarhaldara, vott um næma litatilfinningu og sjálf- sprottna, fullkomna myndbygg- ingu. Gauti sker út bæði stórar og svipmiklar fígúrur og minni fín- gerða hluti af fádæma list og færni. Verkin á Átta heimum eru unnin í vinnustofu á vegum Myndlista- skólans í Reykjavík í samvinnu við símenntunarmiðstöð Fjölmenntar. Nál og hnífur Pavane eftir G. Fauré fyrir víólu og píanó verður meðal verka sem flutt verða á hádegistónleikum í Háteigskirkju á morgun milli kl. 12:30 og 13:00. Að sögn skipuleggjenda mun angurværð og dulúð einkenna dagskrána í þetta sinn en ásamt Pavane verða m.a. flutt Sure on this shining night eftir S. Barber og Élégie eftir J. Massenet. Flytjendur eru Ragnheiður Lilja Óladóttir sópran, Þórunn Harðardóttir víóluleikari og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari. Dulúð og angurværð Tríó Þórunn, Ragnheiður og Lilja. Svar við bréfi Helgu er eftir Bergsvein Birgisson í leikgerð Ólafs Egils Eg- ilssonar. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir. Leikmynd hannar Snorri Freyr Hilm- arsson, búninga Stefanía Adolfsdóttir og lýsingu Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Um tónlist sér Frank Þórir Hall. Leikarar eru Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Gunnar Hansson. Listrænir stjórnendur KEVIN.MURPHY HÁRSNYRTIVÖRUR www.kevinmurphy.com.au fást á hársnyrtistofum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.