Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 37
Chick Corea og Gary Bur-ton hafa ruglað samantónlistarreytum sínum í40 ár og það heyrist. Þeir eru eins og síamstvíburar, sam- vaxnir tónlistarlega, og spila eins og einn maður, flétta, spinna og rekja sundur og saman. Corea og Burton eru lifandi goðsagnir. Saga þeirra samofin sögu djassins á seinni hluta liðinnar aldar og tónleikarnir á þriðjudag voru að drjúgum hluta óður til áhrifavaldanna. Félagarnir lýstu í upphafi tón- leikanna ánægju yfir dvöl sinni á Ís- landi og óskuðu viðstöddum til ham- ingju með tónlistarhúsið. Burton rifjaði upp að hann hefði komið hingað til lands árið 1980 og réttu þó nokkrir í salnum upp hönd þegar hann spurði hvort einhverjir hefðu verið viðstaddir þegar hann var hér þá. „Ég man eftir honum í Gamla bíói,“ heyrðist einn gesturinn segja. Bítlar og bossa nova Meginuppistaða tónleikanna var efni af plötunni Hot House, sem er nýkomin út og hefur að geyma út- setningar þeirra á lögum, sem höfðu áhrif á þá í árdaga, en í upphafi tóku þeir tvö lög af plötu sinni Na- tive Sense, sem kom út fyrir 15 ár- um, titillagið og Love Castle, „til að koma blóðinu af stað“, eins og Co- rea orðaði það. Síðarnefnda lagið er dæmigert fyrir tónsmíðar Corea, keyrt áfram af stríðum takti og hljóðfæraleikararnir eins og óþreyt- andi veðhlaupahestar, sem skiptast á forustunni. Þá tóku áhrifavaldarnir við og var lagið Can’t We Be Friends, sem Art Tatum hljóðritaði upp úr 1940 og Ella Fitzgerald og Louis Arms- trong sungu með eftirminnilegum hætti með tríói Oscar Peterson á þeim sjötta, fyrst á dagskrá. Út- setning Corea og Burton á þessu ljúfa lagi var einstaklega smekkleg og lifandi. Í kjölfarið kom lagið Strange Meadow Lark af metsöluplötu Da- ves Brubecks, Time Out, og var út- gáfan af því fagmannleg, en kannski ekki sérlega eftirminnileg. Mun meiri innblástur var hins vegar í útsetningu Corea og Bur- tons á laginu Chega de Saudade eft- ir Antonio Carlos Jobim, sem þeir lærðu báðir er þeir léku með Stan Getz á sínum tíma og tileinkuðu þeir leik sinn minningu hans. Þarna blandaðist saman djass og bossa nova þannig að unun var á að hlýða. Bítlarnir kunna að hafa verið kynlegur kvistur í þessum kokkteil, en meðhöndlun Corea og Burtons á laginu Eleanor Rigby eftir þá Len- non og McCartney, ærslafengin og hröð, var hreinasta skemmtun. Síðasta lagið fyrir uppklapp var ný tónsmíð eftir Corea, eina frum- samda lagið á nýju plötunni, Mozart Goes Dancing. Þar komu hin klass- ísku áhrif í tónlist Corea glöggt í ljós, blönduð sveiflu djassins. Eftir stutt uppklapp undu Corea og Burton sér í eitt þekktasta lag þess fyrrnefnda, Spain, léku af miklum móð og kórónuðu kvöld þar sem tveir af fremstu djasstónlistar- mönnum samtímans létu hunang drjúpa í eyru áheyrenda. Óður til áhrifavaldanna Harpa Chick Corea og Gary Burton bbbbn Píanóleikarinn Chick Corea og víbrafón- leikarinn Gary Burton á tónleikum í Eld- borg í Hörpu þriðjudaginn 24. apríl. Eins og einn maður Chick Corea og Gary Burton voru innblásnir og fullir af leikgleði í Hörpu á þriðjudagskvöld. KARL BLÖNDAL TÓNLEIKAR Morgunblaðið/Kristinn MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 (1990). Bubbi flakkar nokkuð á milli stíla á plötunni, við fáum vals („Skipstjóravalsinn“) og kliðmjúk kántrílög („Vonir og þrár“ og hið frábæra lokalag „Fjórtán öskur á þykkt“). Rennslið er síðan brotið upp tvisvar með grallaralegum og barnagælulegum lögum, „Banka- gæla“ og „Það er kona að blogga á mig“. Bubbi beitti svipaðri aðferð í „Jakkalakkar“ (Von, 1992) og fyrr- nefnda lagið minnir nokkuð á jóla- lagið góða „Must Be Santa“ sem Bob Dylan sendi frá sér fyrir fáein- um árum. Langbesta lagið og það áhrifarík- asta er samt „Óskin“ sem heimild- armyndin er nefnd eftir. Naktara gerist það ekki, bara Bubbi og gít- arinn sem hann pikkar af miklu list- fengi (og það er engu líkara en tveir gítarleikarar séu að spila). Á einum stað beygir hann nótuna óvænt, magnað „útspil“ sem gerir lagið. Bubba og Sólskuggunum tekst það sem var lagt upp með á þessari plötu, að knýja fram innilega, hlýja og „lifandi“ stemningu þar sem tón- listin sjálf er yfir öllu. Það er eitt- hvað satt við þetta allt saman. Eða eins og Bubbi sjálfur orðar það í upplýsingabæklingi: „Sá sem syngur með hjartanu getur aldrei verið falskur …“ Bræður og systur Bubbi og Sólskuggarnir hafa gefið út sína aðra plötu, Þorpið. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is - séð og heyr/kvikmyndir.is  MÖGNUÐ SPENNUMYND Hörku Spennutryllir frá framleiðendum “Girl with the Dragon Tattoo” og “Safe House”. Ö Ý Í SAM WORTHINGTON ROSAMUND PIKE RALPH FIENNES LIAM NEESON EGILSHÖLL 16 16 16 14 12 12 12 12 KRINGLUNNI KEFLAVÍK 16 ÁLFABAKKA 12 12 12 14 VIP VIP L CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D CABIN IN THEWOODSVIP KL. 8 2D BATTLESHIP KL. 5:20 - 8 - 10:402D BATTLESHIP VIP KL. 5:20 - 10:10 2D COLDLIGHTOFDAYKL. 5:50 - 8 - 10:10 2D AMERICANPIE KL. 5:50 - 8 - 10:202D WRATHOF THE TITANS KL. 8 - 10:10 3D FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D 16 14 12 12 AKUREYRI THECABIN IN THEWOODS KL. 10:10 2D THECOLDLIGHTOFDAY KL. 8 2D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 2D 7 12 12 LBATTLESHIPKL. 5:10 - 8 - 10:50 2D THECOLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 - 10:20 2D WRATHOF THE TITANS KL. 5:40 - 8 3D TITANIC KL. 8 3D CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D COLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D GONE KL. 5:50 - 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 3D CABIN IN THEWOODS KL. 10:20 2D 21 JUMPSTREET KL. 8 2D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.