Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 ✝ Kristín Hall-dórsdóttir fæddist á Akureyri 3. júlí 1920. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 16. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Halldór Þorgrímsson, sjó- maður, f. 17. maí 1882, d. 19. febr- úar 1962 og kona hans, Guðrún Jósefsdóttir, húsmóðir, f. 14. febrúar 1884, d. 20. ágúst 1945. Systkini hennar eru Dagrún Halldórsdóttir, Baldur Hall- dórsson, Aðalbjörg Halldórs- dóttir, Guðmundur Hall- dórsson, Bergþór Njáll Halldórsson og Jósefína Hall- björg Ketilsdóttir. Hildur Högnadóttir, f. 9. desember 1946. Hennar dætur eru Kristín Völundardóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir og Þórhildur Gylfa- dóttir. Haukur Högnason, f. 1. ágúst 1950. Hans synir eru Arnar Hauksson og Högni Snær Hauksson. Lang- ömmubörnin eru 16 talsins. Kristín og Högni hófu bú- skap sinn hjá tengdaforeldrum hennar á Ísafirði. Árið 1943 fluttu þau til Reykjavíkur. Árið 1948 fluttu þau síðan í Kópavog að Kópavogsbletti sem síðar varð Kópavogsbraut 97. Eftir lát Högna 1990 flutti Kristín að Fannborg 8 í Kópavogi en síð- ustu 2 árin dvaldi hún á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð við Kópavogsbraut. Kristín vann utan heimilis frá 35 ára aldri og allt fram yfir sjötugt. Lengst af við verslunarstörf í vefnaðarvöruverslunum. Útför Kristínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 26. apríl 2012 kl. 15. dórsdóttir. Þau eru öll látin. 15. júní 1940 giftist Kristín, Högna Helgasyni, skrifstofumanni frá Odda á Ísafirði, f. 26. september 1916, d. 14. apríl 1990. Börn þeirra eru Guðrún Högnadóttir, f. 18. desember 1941, d. 20. nóvember 1969. Hennar sonur er Arnar Þórsson, f. 12. júlí 1967, d. 6. ágúst 1968. Ket- ill Högnason, f. 20. maí 1944, d. 19. júní 2005, eftirlifandi eig- inkona hans er Hildigunnur Davíðsdóttir, f. 27. janúar 1943. Þeirra börn eru Helgi Ket- ilsson, Davíð Ketilsson og Guð- Í dag kveð ég ömmu og góða vinkonu. Lífshlaup hennar var langt og farsælt og áttum við margar góðar stundir saman sem seint gleymast. Það er ekki öllum gefið að ná tíræðisaldri en það eru ekki nema tæp tvö ár síðan amma Día eins og hún var alltaf kölluð fagnaði 90 ára af- mæli sínu í faðmi vina og vanda- manna. Stuttu eftir afmælið veiktist amma og hrakaði heilsu hennar stöðugt eftir það. Hún flutti því á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð þar sem hún lést. Amma giftist afa Högna 1940 og bjuggu þau sér heimili í Kópa- vogi. Mikil nánd var með ömmu og afa og barnabörnum og rif- umst við systurnar ávallt um það hver fengi að gista hjá þeim þegar kom að helgarfríi í skól- anum. Allir vaxa þó úr grasi og því lauk næturgistingum þegar kom á unglingsárin. Eftir andlát afa Högna varð samband okkar ömmu nánara og var hún ekki lengur bara amma heldur líka vinkona. Við hittumst á hverjum degi eftir að ég lauk námi 1994 þar sem vinnustaður minn var í göngufæri frá heimili hennar. Hún eldaði hádegisverð fyrir okkur og ræddum við menn og málefni líðandi stundar. Þá kynntist ég annarri hlið á ömmu, hún var víðsýn og vel upplýst og laus við alla fordóma. Hádegisfundir okkar stóðu yfir í meira en 12 ár en fækkaði eftir að ég flutti út á landsbyggðina. Fundum var þó fram haldið þegar farið var í bæjarferð og héldum við því góðu sambandi allt til loka. Ömmu þótti gaman að lesa ævisögur og skáldsögur og skipti ekki máli hvort þær voru á íslensku, norðurlanda- máli eða ensku, hún var fullvíg á öll þessi tungumál þrátt fyrir stutta skólagöngu. Það voru ófá- ar skáldsögurnar sem henni voru færðar á síðastliðnum 30 árum og las hún þær allar og geymdi sumar til að lesa síðar. Hún kenndi sér sjálf erlend tungumál, enda kjarnakona með stálvilja. Amma átti sér áhugamál en það voru ferðalög og bollasöfn- un frá erlendum borgum. Amma ferðaðist víða um heim og oftast með móður minni. Minnist ég sérstaklega þegar þær heim- sóttu mig til Kanada 1993 og við þrjár fórum á veitingahús eitt laugardagskvöld. Amma tók eft- ir því að kona á næsta borði fékk fagurlega skreytta köku með einu kerti og að þjónarnir sungu afmælissöng. Amma gerði sér lítið fyrir og upplýsti starfsfólkið að hún ætti einnig afmæli og fékk hún þar með sömu þjónustu. Til að gera langa sögu stutta þá var afmæl- ið hennar tveim vikum síðar en kakan, kertið og amma voru fest á filmu og þótti henni mjög vænt um þá mynd. Nánasta fjöl- skylda ömmu tók þátt í bolla- söfnun hennar og þegar komið var til erlendrar borgar var leit- að að smábolla sem hægt var að færa henni. Hún safnaði yfir 100 bollum eða fingurbjörgum, því ef enginn bolli fannst var tekið á það ráð að færa henni fing- urbjörg. Var safninu komið hag- anlega fyrir í glerskáp. Mun bollasafnið varðveitt áfram og fylgist hún vafalaust vel með því með glettnisglampa í augum. Nú er komið að leiðarlokum ömmu hér á jörð en önnur ferð er hafin þar sem hún mun hitta fyrir afa Högna, Guðrúnu og Ketil og aðra látna ættinga. Ég óska elsku ömmu góðrar ferðar og þakka fyrir samfylgdina. Kristín Völundardóttir. Amma Día hefði orðið 92 ára í sumar. Hún hefur nú kvatt okkur en ég hugsa að hún sé hvíldinni fegin. Mér er það huggun að vel er tekið á móti henni á nýjum stað. Þegar ég var barn þótti mér hús ömmu og afa á Kópavogs- brautinni ævintýralegt. Hvert einasta herbergi hafði sérstakt andrúmsloft og ákveðinn kar- akter. Bókaherbergið var rólegt og virðulegt, kjallarinn spenn- andi með langar og brattar tröppur, garðurinn var yndis- legur og í minningunni var alltaf gott veður. Háaloftið geymdi einhverjar gersemar, enda mátti sjaldan fara þangað upp. Stundum fékk ég að skoða skartgripina hennar ömmu og gömlu kjólarnir voru engu líkir. Það var erfitt að láta sér leiðast hjá ömmu og afa. Eftir fráfall afa flutti amma í einstaklingsíbúð í Fannborg. Nokkrum árum síðar fluttu ég og mamma í nágrennið og þá fór ég að kíkja oftar í heimsókn til ömmu. Mínar bestu minn- ingar um ömmu eru þegar við sátum og spjölluðum. Samtölin okkar voru einlæg og þægileg, um allt og ekkert. Við ræddum sjaldan um pólitík og þess hátt- ar, heldur um okkur sjálfar. Þannig kynntist ég ömmu vel og hún mér. Amma studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hend- ur. Hún trúði á mig. Það var mér mikilvægt. Hún var blíð og góð, alveg eins og ömmur eiga að vera. Hún var líka víðsýn og umburðarlynd. Hún sýndi mér væntumþykju og að sama skapi þótti mér afar vænt um hana. Amma var skvísa og hafði mikinn áhuga á tísku, skóm og skarti. Við deildum þessum áhuga og oft fékk ég lánað hjá henni skart eða flík, jafnvel skó, því við notuðum sama númer. Ég kom svo stundum til hennar með nýja flík sem ég hafði keypt og sýndi henni. Hún kunni alla tíð að meta falleg föt. Ég kveð ömmu með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa haft hana í lífi mínu. Hvíl í friði, elsku amma. Þórhildur Gylfadóttir. Elsku amma eða „langa“ mín eins og sum okkar kölluðu þig svo gjarnan. Það er með mikilli sorg sem við nú kveðjum þig. Minningarnar hafa hrannast upp síðustu daga og ófá tár hafa fallið. Mér er minnisstæður kandísinn í eldhússkápnum á Kópavogsbrautinni, öll jólaboðin með hangikjötinu og tartalett- unum og það hvernig við vorum alltaf að spila þegar við hitt- umst, fyrst við barnabörnin í kjallaranum sem krakkar og svo seinna voru það fjölskylduspil sem tóku við þegar við öll fjöl- skyldan komum saman hjá þér. Hláturinn þinn, brosið þitt og húmorinn sem aldrei var langt í er mér einnig minnistæður en þú skelltir iðulega uppúr við góðlátlegum athugasemdum eins og: „Hefur þú minnkað, amma mín?“ Í seinni tíma var alltaf gott að koma til þín í Fannborgina þar sem við sátum gjarnan við eldhúsborðið þitt og spjölluðum um daginn og veginn yfir kaffi- bolla. Uppúr stendur hjá okkur öllum minning um þá yndislegu, hlýju, brosmildu og góðu konu sem þú varst, elsku amma mín. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér og munum varðveita minningu þína í hjörtum okkar um ókomna tíð. Davíð, Drífa, Hildur og Kjartan. Elsku amma Dían mín. Nú er komið að tímamótum hjá okkur. Ég læt hugann reika og hugsa til þeirra stunda sem við áttum saman og þær minningar sem ég á um þig. Ætli það séu ekki minning- arnar um heimsóknirnar til ykk- ar afa á Kópavogsbrautina sem sitja hvað sterkast eftir. Jóladagur ár hvert með allri fjölskyldunni. Alltaf var mætt rétt fyrir hádegi þar sem beið okkar hlaðborð af góðgæti. Tartaletturnar voru langbestar. Á eftir fórum við klíkan niður í kjallara og spiluðum. Þegar kom að kvöldi þá var það hangi- kjötið, uppstúfurinn og síðan ís- inn með loftkökum. Allt þetta sáuð þið afi um að bera á borð fyrir okkur. Gamlárskvöldin voru nú ögn öðruvísi. Á meðan flestir voru úti í garði, þá sat ég við gluggann inni í borðstofuholinu með þig og mömmu í öruggri fjarlægð og horfði á hina hengja stjörnuljósin á tréð við gluggann og skjóta upp flug- eldum. Þessi staðsetning kom sér vel eitt árið þegar neisti fór í flugeldapokann, sem var alltaf settur undir gluggann. Allt í einu varð allt rautt og rakettur í allar áttir. Þegar við mamma og syst- urnar komum í heimsókn til ykkar afa um helgar, þá end- uðum við Kristín oft í komm- óðunni þinni að skoða skartgrip- ina þína, máta föt og klæða okkur upp á. Fyrir litlar stelpur var þetta ein stór gullkista þeg- ar kom að fylgihlutum og fínum fötum. Enda varstu alltaf fín og vel til fara. Þú hafðir auga fyrir fallegum hlutum. En eftir að afi dó fluttir þú í Fannborgina. Samveran breytt- ist enda ég komin með litla skottu í pilsfaldinn og lífið og tilveran rædd á ögn þroskaðri nótum. Ég man þegar ég spurði þig hvernig væri að vera komin í nýtt húsnæði. Jú, íbúðin var fín en þér fannst fólkið í húsinu heldur í eldri kantinum. En það var nú meira sagt í gríni en al- vöru. Elsku amma, ég ásamt fleiri ástvinum fékk að fylgja þér síð- asta spölinn og veit að nú hafa aðrir ástvinir tekið vel á móti þér. Þangað til seinna, þá biðj- um við, ég og stelpurnar mínar, að heilsa. Kveðja, Anna Guðrún og dætur. Það er fátt öruggt í lífinu nema það eitt að við verðum jú öll að yfirgefa það. Það er orðið ljóst að nú var þinn tími runn- inn upp og þú varst búin að eiga gæfuríka og góða ævi sem ég var svo lánsamur að fá að vera hluti af. Nú ertu farin til afa Högna eftir góð 91 ár og Hauk- ur Helgi og Silja Rún munu minnast langömmu sinnar. Mér er efst í huga öll þau mörgu skipti sem ég kom á Kópavogs- brautina til ykkar afa en það var mikill ævintýraheimur og gaman að fá að leika sér þar og gista hjá „ömmu og afa í Kópa- vogi“. Við munum minnast þín með hlýjum hug um þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Högni Snær og fjölskylda. Kristín Halldórsdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA GUÐNADÓTTIR, Sunnubraut 3, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Jóel Bachmann Jóelsson, Þórhildur Bachmann Jóelsdóttir, Konráð Gíslason, Guðríður Bachmann Jóelsdóttir, Kristján Hannesson, Guðný Bachmann Jóelsdóttir, Kjartan Halldórsson, barnabörn og barnbarnabarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, BERTHA GÍSLADÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum að kvöldi mánudagsins 23. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rósa Martinsdóttir, Ársæll Lárusson, Emilía Martinsdóttir, Sigurður Ingi Skarphéðinsson, Sigríður Sylvía Jakobsdóttir, Lárus Ársælsson, Sveinborg Lára Kristjánsdóttir, Bertha María Ársælsdóttir, Kolbeinn Gunnarsson, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, Martin Eyjólfsson, Eva Þengilsdóttir, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Anna Björnsdóttir, Hildur Erna Sigurðardóttir, Steinar Sigurðsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLAFÍA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Stína frá Firði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, miðvikudaginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. apríl kl. 14.00. Jens V. Óskarsson, Bára Ágústsdóttir, Einar Óskarsson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Hrönn Ágústsdóttir, Þórður J. Óskarsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Bergljót Ó. Óskarsdóttir, Sveinn Arason, Brynjólfur Óskarsson, Lydía Fannberg Gunnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR, Nesvöllum, áður Sýrfelli Bergi, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 14.00. Ólafur J. Guðmundsson, Halla J. Guðmundsdóttir, Sveinbjörn G. Guðmundsson, Hildur Jóhannsdóttir, Aðalsteinn K. Guðmundsson, Auður H. Jónatansdóttir, Brynjólfur S. Guðmundsson, Elín R. Ólafsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sverrir G. Hauksson, Guðmundur Á. Guðmundsson, Hafdís L. Guðlaugsdóttir, Dagbjartur H. Guðmundsson, Tatjana Latinovi?. ✝ Ástkær sonur minn, eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÁGÚST G. BERG arkitekt, lést á heimili sínu laugardaginn 21. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 2. maí kl. 15.00. Björg Baldvinsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Guðrún Björg Ágústsdóttir, Ágúst Ómar Ágústsson, Guðmundur R. Ágústsson, Ármann Pétur Ágústsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.