Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Íheimildarmyndinni Óskinnieftir Árna Sveinsson, semfylgir þessari nýjustu plötuBubba Morthens og fjallar
um vinnslu hennar, ræða þeir Benz-
ínbræður, Börkur og Daði, um tilurð
plötunnar. Þar kemur fram að þetta
sé líkast til 36. sólóplata Kóngsins
eins og Börkur nefnir hann á einum
stað. Myndin er fróðleg og Árna
tekst listavel að fanga lítil augnablik
og dýpka þar með skilning hlust-
anda á verkinu. En það var þó þessi
tala, 36, sem sló mig einna mest.
Hún segir margt um ótrúlegan feril
þessa manns sem á sér engan líka í
íslenskri tónlistarsögu, hvað sem
mönnum kann að þykja um hann.
Og áfram heldur hann að dæla út
plötum, eins áreiðanlega og að sólin
kemur upp á morgun.
Á síðasta ári var það sálartónlistin
sem réð öllu á plötunni Ég trúi á þig
en hún var unnin af umræddum
bræðrum. Annað er uppi á ten-
ingnum nú, hefðbundnari Bubba-
plata ef svo mætti segja en þjóðlaga-
og kántrískotin tónlist í anda The
Band og Neil Young liggur til
grundvallar. Söngvaskáldið Bubbi
er þá á staðnum og söguljóð í anda
„Lonesome Death of Hattie Carroll“
eru m.a. viðruð.
Platan er opnuð á lágstemmdan
hátt, píanó er í forgrunni á „Óttinn“
og textinn einlægur og fallegur.
Hljómur er frábær sem og á plöt-
unni allri og söngur Bubba fyrirtak.
Titillagið er hins vegar miðlægt á
plötunni, stóreflis
ópus sem kallast
textalega á við
„Aldrei fór ég
suður“. Þar var
vonin engin en í
þessu lagi
ákveður sögu-
maður hins vegar að stinga við fót-
um og vinna með það sem hann þó
hefur.
Voldugt lag og reisnarlegt og inn-
koma Mugison smekkleg og mjög
hæfandi. Söngur hans rennur svo
fumlaust við söng Bubba að þú tek-
ur eiginlega ekki eftir því að annar
maður sé byrjaður að syngja. „Ball-
aðan um bræðurna“ fylgir svipaðri
línu og sendir mann alla leið aftur til
hinnar frábæru Sögur af landi
Sá sem syngur
með hjartanu …
Geislaplata
Bubbi og Sólskuggarnir – Þorpið
bbbbn
Arnar Eggert
Thoroddsen
TÓNLIST
Yfir 75 stutt- og heimildamyndir
verða sýndar í Bíó Paradís á kvik-
myndahátíðinni Reykjavík Shorts &
Docs sem hefst 6. maí og lýkur
þremur dögum síðar. Myndunum
verður skipt í fjóra flokka. Í einum
þeirra verða sýndar myndir gerðar
á Íslandi og í öðrum pólskar stutt-
og heimildamyndir sem hafa verið
sérvaldar til sýninga. Sérstakur
flokkur verður helgaður konum í
kvikmyndum, í honum stutt- og
heimildamyndir sem ýmist fjalla
um konur eða er leikstýrt af kon-
um, í sumum tilfellum hvort
tveggja. Fjórði flokkurinn er helg-
aður nýliðum, í honum myndir sem
allar eru fyrsta eða önnur kvik-
mynd leikstjóra. Reykjavík Shorts
& Docs-kvikmyndahátíðin er nú
haldin í tíunda sinn og er von á 20
erlendum gestum á hana, m.a. leik-
stjórum og framleiðendum. Frekari
upplýsingar á shortsdocsfest.com.
Yfir 75 myndir sýndar
Reykjavík Shorts
& Docs haldin í
tíunda sinn, 6.-9. maí
Ljósmynd/Women Make Movies
Lagasystur Úr heimildarmyndinni Sisters in Law sem sýnd verður í flokkn-
um Konur í kvikmyndum á hátíðinni Reykjavík Shorts & Docs.
Miðasala á þungarokkshátíðina
Eistnaflug, sem haldin er á Nes-
kaupstað, byrjar 1. maí á midi.is.
Miðinn kostar 8500 kr. Hátíðin
byrjar fimmtudaginn 12. júlí og
stendur fram yfir miðnætti laug-
ardagsins 14. júlí. Alls munu 42
hljómsveitir koma fram en óhætt er
að segja að landslið íslenskra öfga-
rokkara komi fram á þessari hátíð
ár hvert. Í ár spila m.a. Atrum, Ce-
lestine, Endless Dark. Gone Postal,
I Adapt, Mínus, Morðingjarnir,
Muck, Plastic Gods, Severed
Crotch, Skálmöld, Sólstafir og
Strigaskór nr. 42. Eistnaflug var
fyrst haldið árið 2005 og er þetta í
áttunda sinn sem hátíðin er haldin.
Hún hefur reynst ágætasti bú-
hnykkur fyrir Austfirðinga og jafn-
an sækja erlendir tónlistarblaða-
menn og útgefendur hátíðina í
nokkrum mæli.
Miðasala á Eistna-
flug hefst 1. maí
Austurfarar Hin magnaðáhljóm-
sveit Sólstafir mun spila á Eistna-
flugi og er það ekki í fyrsta skipti.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
21 JUMP STREET Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
HUNGER GAMES Sýnd kl. 10
BATTLESHIP Sýnd kl. 7 - 10:20
MIRROR MIRROR Sýnd kl. 5:45
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐFór beint á toppinn í USA
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
EIN FLOTTASTA MYND ÁRSINS
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR TRANSFORMERS
MEÐ TAYLOR KITSCH, LIAM NEESON OG
HINNI SJÓÐHEITU RIHANNA
„FYNDNASTA MYND
SEM ÉG HEF SÉÐ Í
LANGAN TÍMA!“
- T.V., Kvikmyndir.is
HHHH H.V.A. -FBL
HHHH
„HASARINN HÆTTIR ALDREI OG ÞESS
VEGNA ER NAUÐSYNLEGT AÐ ÞÚ
UPPLIFIR ÞESSA MYND Í BÍÓSAL!“
T.V. -KVIKMYNDIR.IS
HHH
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS FRÉTTABLAÐIÐ- T.V., KVIKMYNDIR.IS - D.M.S. MBL
“FYNDNASTA MYND SEM ÉG
HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA!”
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
TOPPMYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
DREPFYNDIN MYND!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
21 JUMP STREET KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
BATTLESHIP KL. 10.10 12
AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.50 - 8 12
21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
IRON SKY KL. 5.45 - 10.30 12
TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.15 10
HUNGER GAMES KL. 9 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 16
21 JUMP STREET KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
21 JUMP STREET LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 3.20 - 5.40 - 8 L
BATTLESHIP KL. 5.15 12
AMERICAN PIE: REUNION KL. 8 - 10.30 12
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.15 L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L
HUNGER GAMES KL. 5 - 8 12
SVARTUR Á LEIK KL. 10.20 16
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
STURTU- OG BAÐHURÐIR
með hertu öryggisgleri
MIKIÐ ÚRVAL AF STURTUHORNUM OG STURTUHURÐUM
STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS FLIPPER BAÐHURÐ 85X140 CM