Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemming þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Sjálfbært borgarskipulag Donald Miller er prófessor í skipulagsfræði við University of Washington í Seattle. Hann er einn af stofnendum International urban planning and environment association, sem hefur staðið fyrir alþjóðlegum ráð- stefnum m.a. í Kína og Ástralíu, og hefur hann verið virkur sem höfundur og ritstjóri á fræðasviði sínu. Prófessor Donald Miller heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Norræna hússins og Skipulagsfræðingafélags Íslands. Donald Miller hefur um langt skeið rannsakað hvernig nýta má borgarskipulag til að auka lífsgæði og stuðla að sjálfbærni þéttbýlissvæða. Hann hefur einnig skoðað hvernig leggja má mat á réttlæti í tengslum við umhverfismál sem og þróun mælikvarða á sjálfbærni og hvernig nýta má þá við skipulag þéttbýlissvæða. Í erindinu mun Donald Miller m.a. fjalla um notkun mælikvarða á sjálfbærni í verkefninu Sjálfbær Seattle og stefnu hins opinbera í Washingtonfylki um sjálfbæra þróun, einkum í tengslum við vöxt þéttbýlissvæða. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, verður haldinn í Norræna húsinu föstudaginn 27. apríl kl. 12:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Karlakór Sjómannaskólans, sem kenndur er við Tækniskólann, mætti færandi hendi í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í gær. Til- gangurinn var að afhenda nefndinni bretti af gosi sem þessir vösku piltar unnu í Söngkeppni framhaldsskól- anna um nýliðna helgi. Taldi kórinn að drykkjarföngin nýttust betur þeim sem ættu um sárt að binda. Þegar vitað var hvað kórinn hugðist fyrir með vinninginn bætti Ölgerðin um betur og tvöfaldaði framlagið. Þótti kórnum við hæfi að afhenda vinninginn Mæðrastyrksnefnd en upphaf hennar má rekja til þess að góðgerðarfélagi var komið á fót í kjölfar hörmulegs sjóslyss undan Stafnesi árið 1928 sem skildi marga eftir í sárum og börn föðurlaus. Auk þess að afhenda drykkjar- föngin nýttu kórfélagar tækifærið til að fræðast um starf Mæðra- styrksnefndar og tóku að sjálfsögðu lagið fyrir viðstadda. gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Komu færandi hendi - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er allt saman í mikilli óvissu. Starfsáætlun þingsins segir að því eigi að ljúka um mánaðamótin maí/ júní. Það er auðvitað aðeins áætlun sem getur breyst. Engu að síður er tíminn knappur. Það veldur óvissu um afdrif þeirra stóru mála sem stjórnin hefur lagt fram, ekki síst vegna þess að efnisatriði þeirra eru mjög umdeild og þá ekki aðeins á milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur líka, að því er virðist, innan stjórn- arflokkanna,“ segir Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í síðustu vikur vorþings. Birgir rifjar upp að tugir mála hafi verið lagðir fram í lok mars og síðan verið gert hálfs mánaðar hlé á þing- fundum. Hvað stóru málin snertir er hann efins um að stjórnin hafi meiri- hluta fyrir þeim öllum. „Ég get nefnt nokkur mál sem ég tel óljóst á þessari stundu hvort meirihluti sé fyrir. Þar get ég nefnt rammaáætlun, breytingar á stjórnar- ráðinu, Vaðlaheiðargöng og sjávarút- vegsfrumvörpin. Sjávarútvegsmálin eru að umfangi stærstu og flóknustu málin, þessi tvö frumvörp um sjávar- útveginn. Það er alveg ljóst að mikil vinna á eftir að fara fram í báðum þessum málum, rammaáætlun og sjávarútvegsmálunum. Ég hygg að það megi fullyrða að eins og staðan er í dag sé mjög ólíklegt að þau hafi meirihluta í óbreyttri mynd.“ Sýnir hvað staðan er veik Birgir telur aðspurður að krafa Hreyfingarinnar um aðgerðir, ellegar kunni flokkurinn að styðja vantraust á ríkisstjórnina, til vitnis um erfiða stöðu ríkisstjórnarinnar. „Þetta sýnir auðvitað að staða stjórnarinnar er afskaplega veik. En ég held að atburðarásin verði að leiða í ljós hvað út úr því kemur. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekki sérstaklega fréttnæmt að þing- menn í stjórnarandstöðu lýsi sig reiðubúna að styðja vantraust á ríkis- stjórn. Hinn formlegi meirihluti ríkis- stjórnarinnar hangir á einu atkvæði. Það er ljóst að í stjórnarflokkunum er mikill ágreiningur en á þessari stundu er óljóst hvert það leiðir. Þess vegna hef ég litið svo á að ríkisstjórnin hafi í raun frá áramótum ætlað sér að treysta á stuðning eða að minnsta kosti hlutleysi einhverra þingmanna úr stjórnarandstöðunni og þá horfir maður einkum til þingmanna Hreyf- ingarinnar og Guðmundar Stein- grímssonar,“ segir Birgir. Á eftir að meta áhrifin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur miklar efasemdir um að stjórninni takist að ljúka stóru málunum í vor. „Ef menn ætla að vinna þau al- mennilega er ekki með nokkru móti hægt að afgreiða þau á þessum tíma. Ég nefni þar til dæmis sjávarútvegs- málin en þar á eftir að meta til fulls áhrifin af fyrirhuguðum lagabreyt- ingum. Stjórnvöld þurfa að sýna fram á að þær séu efnahagslega forsvar- anlegar og það tekur auðvitað tíma ef menn ætla að gera það almennilega. Við höfum lent í því alltof oft með þessa ríkisstjórn að mál hafa verið keyrð í gegn á síðustu stundu sem hafa svo reynst gölluð. Fyrir liggja stór mál sem á að afgreiða á knöppum tíma á vorþinginu. Það eykur vissu- lega líkur á mis- tökum. Reynslan sýnir okkur það. Þetta hefur verið óvenjuslæmt hvað þessa ríkisstjórn varðar og náð al- veg nýjum lægð- um.“ Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar, telur að naumur tími kunni að koma niður á gæðum lagasetningar. „Það er alveg gefið mál. Vinnu- brögðin sýna að þingið hefur ekkert lært og ætlar ekkert að læra. Stór hluti af vinnu þingsins fer í að laga ófullkomin lög. Vinnubrögðin á þinginu eru ekki góð og þau hafa ekki tekið breytingum til batnaðar.“ Leynisamkomulag um jól Atli Gíslason þingmaður efast um að stjórnin geti klárað málin. „Það er útilokað að afgreiða þessi mál með viti. Þetta er alltof skammur tími og þetta eru alltof stór mál. Stjórnin hef- ur hins vegar meirihluta. Ég tel að þetta sé í nösunum á þingmönnum Hreyfingarinnar. Stjórnin hefur auk þess stuðning Guðmundar Stein- grímssonar. Hreyfingin er að reyna að beita þvingunum á lokasprettinum. Ég fullyrði að það var gert leynisam- komulag við Hreyfinguna um jóla- leytið í fyrra um að þeir yrðu varahjól undir ríkisstjórnarsamstarfinu. Það var forsenda ráðherraskiptanna.“ Stjórnarandstaðan varar við flumbrugangi á þingi  Telur tímaþröng auka líkur á mistökum við lagasetningu Morgunblaðið/Ómar Ár til kosninga Tími til afgreiðslu stórra mála styttist í annan endann. Birgir Ármannsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þór Saari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.