Morgunblaðið - 26.04.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.04.2012, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að viðurkenna mistök jafnast á við pyntingar í huga þínum, ekki síst ef þér finnst næg afsökun að hafa reiðst eða gleymt ein- hverju. Þú hreinlega elskar hið breytilega og margslungna. 20. apríl - 20. maí  Naut Áætlanir ganga eftir, ekki síst með full- tingi vinar. Athugaðu fyrst hvað þú getur gert þér til góða án mikilla fjárútláta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst dagarnir hver öðrum líkir og ert gripinn leiða útaf því. Tíminn er nægur, slakaðu á og njóttu þess að vera til. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert hugrökk/rakkur með sannfær- inguna að vopni, sem er allt sem þarf til að ná fram breytingum. Hugsaðu áður en þú talar og reyndu að taka tillit til annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert forstjórinn í þínu eigin lífi. Farðu þér hægt í kynnum við aðra og láttu þá sanna sig áður en þú treystir þeim. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Segðu hug þinn svo samstarfsmenn þínir fari ekki í grafgötur um afstöðu þína. Taktu þátt í samræðunum því þú getur lært ýmislegt sem þú átt eftir að meta mikils síð- ar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig dreymir um að flytja á landsbyggðina eða a.m.k. rétt út fyrir bæinn. Þú getur sjarmerað fólk upp úr skónum þegar sá gáll- inn er á þér og enginn skortur á aðdáendum er fyrirsjáanlegur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vei sé þeim sem reynir að hemja þig þessa dagana og setja þér fyrir verkefni til að leysa. Gleðin mun ráða ríkjum í kvöld. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er auðveldara að yfirvinna hindranir í peningamálum ef maður fer ekki á taugum. Reyndu að temja þér þakklæti fyrir það sem þú hefur og láta aðra finna að þér þyki vænt um þá. 22. des. - 19. janúar Steingeit Haltu að þér höndum með stór- brotið verkefni þitt og sinntu minniháttar málum í dag. Erfiðast er að bíða – notaðu tímann og gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Vertu staðföst/fastur og þá fer allt vel hjá þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Spurningarnar sem hvíla á þér virðast ýktar, óþolandi flóknar og allt of áríðandi. Gerðu verkefni með bros á vör. Misskilningur og ruglingur er allsráðandi. Andinn kom yfir Pétur Stefánsson þegar bróðurdóttir eiginkonu hans fermdist og hann skellti þessari vísu í fermingarkortið með matarskattinum: Drottinn veiti þér vegferð bjarta, verndi og styðji þig hvar sem er. Óska ég þess af hug og hjarta að hamingjan ætíð fylgi þér. „Ólíkt höfumst við að,“ skrifaði Jón Ingvar Jónsson honum að bragði. „Ég orti vísu í ferming- arboði systurdóttur minnar fyrir 17 árum, held ég. Hún var svona: Hulda líf sitt guði gaf, gott er það að vita, matsár fjandinn missti af meiri háttar bita.“ Jón Ingvar er oft nefndur leir- löggan á Leirnum, póstlista hag- yrðinga, og Sigmundur svaraði í léttum dúr: Þér skal senda orð í eyra, um þig löggan standi vörð. Auðséð hvorn þú metur meira meður hástafanna gjörð. Ferming og fjandinn koma einnig fyrir í vísu sem Hreiðar Karlsson orti árið 2005. Tilefnið var að Bobby Fisher kom til Ís- lands eftir dvöl í japönsku fang- elsi og var fúlskeggjaður og úf- inn: Eftir að villast á eyðihjarni utan við rétt og skjól og grið Fisher er líkastur fermingarbarni sem fjandinn rænir við altarið. Kominn er vorhugur í Ingólf Ómar Ármannsson, sem kastar fram þremur vorvísum: Vonir stækka, veröld hlær vors á degi blíðum, bjarkir laufgast, lyngið grær, lifna blóm í hlíðum. Morgunsunna brosir blíð, birtu Fróni gefur, glóa sund og grænkar hlíð, á græði bára sefur. Foldin skartar blíð á brá, birtan lýði gleður, lækir hjala, lóan þá ljúfum rómi kveður. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af fermingarvísum, Fisher og hlæjandi veröld G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd ÉG ER FLUTTUR ÓDÝRIR KLEINUHRINGIR ÉG ÆTTI EKKI AÐ VERA ÚTI AÐ LEIKA MÉR ÉG ÆTTI AÐ VERA INNI AÐ LESA „GÚLLÍVER Í PUTALANDI” OG SKRIFA RITGERÐ UM HANA ÞÚ HEFUR SAMT GOTT AF ÞVÍ AÐ FÁ ÞÉR SMÁ FERSKT LOFT ÞAÐ ER RÉTT KALLI BJARNA ER ALLTAF JAFN AGAÐUR ÉG GET EKKI NÁÐ ÞESSUM BLÓÐBLETTUM ÚR SKYRTUNNI ÞINNI! ÉG VAR AÐ BERJAST! HVAÐ ÆTLASTU TIL ÞESS AÐ ÉG GERI!? ÞÚ GÆTIR ALLAVEGANA LÆRT AÐ VÍKJA ÞÉR UNDAN NÁGRANNI OKKAR HANN MIKAEL KOKKUR, SEGIR AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ MÓTA ÞETTA TÓFÚ ÞANNIG AÐ ÞAÐ LÍTI ÚT EINS OG KALKÚNN JÁ, ÞAÐ ER EKKERT MÁL AÐ BREYTA ÞESSU Í FURÐUFUGL ÉG HELD AÐ ÞETTA HAFI EKKI VERIÐ ÞAÐ SEM HANN HAFÐI Í HUGA Snjallir afbrotamenn eru algengir íbíómyndum, en minna fer fyrir þeim í raunveruleikanum. Víkverji rakst á nokkrar frásagnir af mis- heppnuðum afbrotamönnum á vef- síðu Der Spiegel og gat ekki stillt sig um að láta nokkrar þeirra ganga. x x x Ungur maður braust inn í hús íbænum Joshua Tree í Kali- forníu. Þegar hann hafði látið greipar sópa ákvað hann að opna kampavíns- flösku. Þar sem kampavín bragðast ekki vel á tóman maga afréð hann að fá sér snarl með. Að því loknu kvikn- aði þörf til að baðast og fór hann í sturtu. Á meðan hann var í sturtunni kom eigandi hússins heim, heyrði vatnsniðinn og hringdi á lögregluna. Maðurinn heyrði ekki í lögreglunni þegar hún kom að handtaka hann. x x x Við höldum okkur við Bandaríkin.Haustið 2010 faldi innbrots- þjófur í Oak Hill sig á efri hæðinni þegar íbúarnir komu heim. Hann kom hins vegar upp um sig þegar hann sprakk úr hlátri vegna þess að einn húsráðenda sagði brandara. x x x Bankaræningi í Wuppertal íÞýskalandi vildi koma í veg fyrir að skelfing gripi um sig þegar hann hugðist ræna banka. Í stað þess að hrópa lét hann gjaldkerann hafa miða, sem á stóð „Þetta er banka- rán“. Hann komst á braut með ráns- fenginn, en náðist brátt vegna þess að hinum megin á umslaginu var heimilisfangið hans. x x x Í mars braust átján ára unglingurinn í hús í Münster og tók meðal annars með sér aðgangsupplýsingar um heimabanka fórnarlambanna. Því næst tæmdi hann reikninga þeirra, en var ekki séðari en svo að hann millifærði féð á eigin reikning. x x x Og svo var það innbrotsþjófurinn íSilver Springs í Flórída, sem braust inn og ákvað að hlaða farsím- ann á meðan hann var að athafna sig. Hann hafði sig síðan á braut, en gleymdi farsímanum. Víkverji Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.