Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Leikmannastefna
þjóðkirkjunnar ályktaði
fyrr í síðastliðnum
mánuði um nauðsyn
þess að getið væri um
þjóðkirkju í því endur-
skoðunarferli stjórn-
arskrárinnar sem nú á
sér stað. Af því tilefni
lagði ég fram spurningu
um einkenni þessarar
kirkju, sem nú skil-
greinir sig sem sjálfstætt og frjálst
trúfélag. Eru það játningaritin,
sakramentin, 62. grein stjórnarskrár-
innar, kirkjueignirnar, kristnitakan
árið 1000, embætti biskups Íslands
eða staðbundnar sóknir, söfnuðir og
prestaköll?
Nú um stundir hafna talsmenn
þjóðkirkjunnar því að hún sé rík-
iskirkja og leggja áherslu á að hún
starfi á eigin forsendum og lúti eigin
köllun og einkennum. Í því ljósi er at-
hyglisvert að skoða þá ályktun sem
kirkjuþing fjallaði um í fyrra í að-
draganda endurskoðunar þeirra laga
sem frelsi og sjálfstæði kirkjunnar
byggir á, en það eru lögin um stöðu,
stjórn og starfshætti hennar frá árinu
1997. Í þessari ályktun er m.a. gert
ráð fyrir því að kirkjuþing fari fram á
að þjóðkirkjan haldi uppi kirkjulegri
þjónustu við alla landsmenn hvar sem
þeir eru búsettir á landinu. Hér er
byggt á starfi hinna staðbundnu
sókna, safnaða og prestakalla sem
hvílir á gömlum þjóðlegum merg, en
víða er einnig boðið upp á nýjungar í
safnaðarstarfi sem taka
mið af nútímalegum að-
stæðum.
Mikilvægt er í þessu
sambandi að samstarf
ólíkra kirkjudeilda hef-
ur aukist með árunum
og tortyggni milli þeirra
minnkað til muna.
Þannig hafa rómversk-
kaþólskir og rétttrún-
aðarkirkjumenn fengið
að halda messur í lúth-
erskum kirkjum þegar
óskað hefur verið eftir
slíku og víða er gott samstarf við t.d.
trúarhópa hvítasunnumanna og
Hjálpræðisherinn. Hjálparstarf er
unnið á samkirkjulegum grundvelli
og sameiginlegar guðsþjónustur og
bænastundir haldnar. Kvennakirkj-
an, KFUM&K og náðargjafavakn-
ingarhreyfingar hafa víða starfað inn-
an eða með þjóðkirkjusöfnuðum. Hér
ber einnig að nefna starf innflytj-
endaprests, fangaprests og sjúkra-
húspresta og djákna. Þetta starf
þróast helst á forsendum safn-
aðarkirkju og er ekki spurt um trúar-
játningu áður en kirkjuleg þjónusta
er veitt.
Víða er unnið margvíslegt gott
starf innan þjóðkirkjusafnaðanna og
á það skilið áframhaldandi stuðning
og vernd ríkisvaldsins. Þetta starf
væri hægt að efla enn frekar en það
verður að gerast á forsendum safn-
aðanna sjálfra en ekki með valdboði
að ofan. Aðstæður eru mjög ólíkar á
höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð-
inni. Höfuðborgarsöfnuðirnir flestir
eru vart hálfrar aldar gamlir en
kirkjuleg þjónusta á landsbyggðinni
byggir víða á þúsund ára gömlu
skipulagi bænda- og lénskirkna.
Kirkjuþróun við þessar aðstæður
hlýtur að sjálfsögðu að vera á ólíkum
forsendum. Allt eftirlit og ráðgjöf
hlýtur að taka mið af þessu.
Þessi fjölbreytni fellur að vissu
leyti undir það sem kallað er fjöl-
menning og hún er nátengd velferð-
arhugtakinu. Svíar komust að því eft-
ir áralangar rannsóknir og umræður
um aðskilnað ríkis og trúarstofnana
að þjónusta trúfélaga væri liður í vel-
ferð þegnanna og hafa því vikið frá
þeirri stefnu að afhelgun og trúar-
bragðalaus veraldarhyggja sé svarið
við fjölhyggju nútímans og kröfum
um trúfrelsi og jafnrétti.
Trú fólks breytist á æviferlinum og
birtist í ýmsum myndum við ólíkar
aðstæður. Hún getur ekki takmark-
ast við einkalífið vegna þess að í
kjarna sínum fjallar hún um það sem
manneskjunni er mikilvægast – það
sem hún setur traust sitt á. Í fórum
sínum á þjóðkirkjan umburðarlyndar
hefðir og fyrirmyndir sem taka fullt
tillit til trúfrelsis og trúarþarfa ein-
staklinga við ólíkar aðstæður.
Að sjálfsögðu eiga líka önnur
trúarbrögð en kristindómur að fá að
starfa í landinu og mikilvægt er að
búið sé vel að þeim. Trúin og ýmsar
hefðir henni tengdar er mikilvæg fyr-
ir aðlögun og velferð innflytjenda svo
dæmi sé tekið og það er því órjúf-
anlegur liður í velferðarhyggjunni að
tillit sé tekið til þess. Einnig ber að
gefa þeim, sem skilgreina sig frá öllu
sem þeir kenna við trúarstofnanir,
tækifæri til að koma sér upp skipu-
lögðum samtökum og kynna málstað
sinn. Það breytir því ekki að menn-
ing, saga og gildismat íslensku þjóð-
arinnar eru í heild samofin kristnum
sið og táknheimi á margslunginn
hátt. Innflytjendum af öðrum trúar-
brögðum og þeim sem taka afstöðu
gegn hvers kyns trúarbrögðum er
enginn greiði gerður með því að
breiða yfir þá staðreynd.
Fyrir rúmum fimm árum var Sam-
ráðsvettvangur trúfélaga á Íslandi
stofnaður. Þar koma saman svo ólík
trúfélög sem rómversk-kaþólska
kirkjan, Ásatrúarfélagið, Soka
Gakkai-búddhistar, Trúfélag músl-
ima, þjóðkirkjan og Heimsfrið-
arsamband fjölskyldna og samein-
ingar sem leitt er af norður-kóreska
prestinum Sun Myung Moon. Þessi
vettvangur er vísbending um að
trúarleg fjölmenning og lýðræðisleg
og umburðarlynd þjóðkirkja fái
áfram lifað saman í landinu – kirkja
sem stendur á þjóðlegum og menn-
ingarlegum grunni.
Samstarf ólíkra kristinna trúfélaga
og trúarbragða á Íslandi réttlætir
stuðning og vernd ríkisvaldsins við
jafnt þjóðkirkju sem önnur trúfélög.
Ríkiskirkja eða safnaðarkirkja?
– þjóðkirkjan og stjórnarskráin
Eftir Pétur
Pétursson » Samstarf ólíkra
kristinna safnaða og
trúarbragða á Íslandi
réttlætir stuðning og
vernd ríkisvaldsins við
jafnt þjóðkirkju sem
önnur trúfélög.
Pétur Pétursson
Höfundur er prófessor í praktískri
guðfræði við Háskóla Íslands.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
Iðnaðarryksugur
Teg: T 12/1
Ryksugar þurrt
Teg: NT 45/1 Eco
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35 mm 2,5m, málmrör,
30mm gólfhaus
og mjór sogstútur.
Gólfþvottavélar
Háþrýstidælur
Teg: SX Plus
Teg: BR 40/10 C Adv Teg: BD 40/12 C
Sópar
Teg: KM 70/20 C
Teg: MC 50 Classic
Gufudælur
Teg: HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
makes a difference
Þegar gerðar eru hámarkskröfur