Morgunblaðið - 26.04.2012, Side 20

Morgunblaðið - 26.04.2012, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt HERT GLER: Í sturtuklefa • Í handrið • Í skjólveggi Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16 GÆÐAVOTTAÐ BÍLAVERKSTÆÐI • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með úttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu. • Forvarnarverðlaun VÍS 2010. ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leveson-rannsóknin svonefnda á vinnubrögðum og siðferði í breskum fjölmiðlum og samskiptum þeirra við stjórnmálamenn veldur nú miklu írafári, ekki einvörðungu í Bretlandi heldur einnig í Bandaríkjunum. Ru- pert Murdoch, eigandi News Corp- fjölmiðlasamsteypunnar, kom fyrir rannsóknarnefndina í gær og harð- neitaði að hafa nokkurn tíma reynt að hafa óeðlileg áhrif á stefnu stjórn- málaleiðtoga landsins. Murdoch sagðist hafa verið aðdá- andi Margaret Thatcher en aldrei hafa misbeitt fjölmiðlavaldi sínu. Hann studdi lengi Íhaldsflokkinn eindregið og beitti óspart fjölmiðlum sínum í þeirri baráttu. En 1997 sneri hann við blaðinu og studdi Verka- mannaflokk Tony Blairs sem sigraði í þingkosningum sama ár. Frá 2009 hafa fjölmiðlar hans stutt Íhalds- flokkinn. „Alger fjarstæða“ „Það er alger fjarstæða að ég hafi notað áhrif Sun (víðlesnasta götu- blaðs Bretlands) eða meint pólitískt vægi þess til að fá fyrirgreiðslu,“ sagði Murdoch. Hann hefði aldrei beðið nokkurn forsætisráðherra um nokkurn skapaðan hlut. Birt hafa verið tölvuskeyti sem benda eindregið til þess að Murdoch og samstarfsmenn hans hafi reynt að tryggja sér stuðning lykilmanna í stjórnmálum, m.a. til að ná fullum yfirráðum í Sky-sjónvarpsstöðinni. News Corp dró þá ósk sína til baka 2010 vegna hleranahneykslisins sem kennt var við blaðið News of the World. Ráðgjafi segir af sér Leveson-nefndin er kennd við for- manninn, Sir Brian Leveson dóm- ara. Náinn ráðgjafi Jeremy Hunts menningarmálaráðherra, sem fer með málefni fjölmiðla, sagði af sér í gær og margir gera því skóna að ráðherrann verði einnig látinn víkja. Hann virðist hafa lekið mikilvægum upplýsingum um stefnu stjórnvalda varðandi Sky. Núverandi forsætis- ráðherra, David Cameron, er auk þess í vinahópi sumra æðstu manna News Corp. Gögn nefndarinnar sýna að ráðu- neyti Hunts var í stöðugu sambandi við aðalhagsmunavörð News Corp, Fred Michel, gaf fyrirtækinu ráð, sagði frá fyrirhuguðum yfirlýsingum ráðherra á þingi um málið og skil- yrðum sem Ofcom, eftirlitsráð fjöl- miðla, setti fyrir yfirtökunni. Murdoch er grunaður um að hafa beitt mútum í Bretlandi og hafi hann gert það vestanhafs gæti hann hlotið fangelsisdóm, að sögn fréttaskýr- enda. Murdoch er nú bandarískur ríkisborgari en er fæddur í Ástralíu þar sem hann á einnig stóra fjöl- miðla. Reuters Valtur Jeremy Hunt, ráðherra fjöl- miðlamála, á leið í þinghúsið í gær. Fjölmiðlar og leið- togar undir smásjá  Leveson-rannsóknin í Bretlandi sýnir náin tengsl ráðu- neyta gegnum árin við fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs Umfangsmikil rannsókn » Leveson-rannsóknin hófst í fyrra að tilstuðlan Davids Camerons forsætisráðherra í kjölfar símahlerana á vegum News of the World. » Sjónvarpsstöðin Sky er helsta mjólkurkýr News Corp í Bretlandi en félagið á tæp 39% í stöðinni. Murdoch, sem er 81 árs, á einnig bresku blöðin Sun, Times og fleiri miðla. » Hann er einnig öflugur í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hans vestra eiga Fox-sjónvarpsstöð- ina og blaðið Wall Street Jo- urnal. Starfsmenn stálsmiðju ArcelorMittal í Frakklandi á úti- fundi við aðalstöðvarnar í Saint-Denis gær þar sem þess var krafist að framleiðsla hæfist á ný en henni var hætt vegna lítillar eftirspurnar. Maðurinn á myndinni hefur sett upp grímu með skopmynd af Nicolas Sar- kozy forseta. Kosið verður milli hans og François Hol- lande, forsetaefnis sósíalista, 6. maí. Báðir biðla nú ákaft til kjósenda hægrisinnans Marine Le Pen. AFP Vilja gangsetja stálverksmiðjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.