Morgunblaðið - 03.05.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég get talað enn skýrar, ég hef ekki
séð nein rök fyrir því að sameina
efnahagsráðuneytið og fjármálaráðu-
neytið. Ég þarf þá að fá mjög sterk
fagleg rök fyrir því ef einhverjar
breytingar eiga þar að verða,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra í andsvari við fyrirspurn Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar, for-
manns Framsóknar, á Alþingi 7.
desember síðastliðinn.
Fyrirhugaðar breytingar á stjórn-
arráðinu og skipan ráðuneyta voru þá
til umræðu og vildi Jóhanna kveða af-
dráttarlaust á um það að ekki stæði til
að bræða saman efnahags- og við-
skiptaráðuneytið annars vegar og
fjármálaráðuneytið hins vegar. En
eins og kemur fram í greininni hér
fyrir neðan hefur ráðherranefnd lagt
til slíka sameiningu og er nú stefnt að
henni í nýju frumvarpi ríkisstjórnar-
innar.
Vísaði „getgátum“ á bug
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, spurði forsætis-
ráðherra einnig út í málið og var svar
Jóhönnu þá svohljóðandi:
„Virðulegi forseti. Það er algjör-
lega ljóst í mínum huga að miðað við
þær umræður sem hafa orðið á Al-
þingi og í fjölmiðlum um ráðuneyta-
breytingar og eru meira og minna
sprottnar af getgátum eru þingmenn
og fjölmiðlar komnir fram úr sjálfum
sér í þessu efni …Hér er farið að
ræða um að leggja eigi niður efna-
hagsráðuneytið o.s.frv. … Engin ný
ákvörðun hefur verið tekin í því máli.
Engin fagleg úttekt hefur farið fram
á því hvort rétt væri að gera einhverj-
ar breytingar í þessu efni,“ sagði Jó-
hanna m.a. í andsvari sínu.
Tveim dögum áður var Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður VG, til and-
svars út af sama máli og lét þá þau
orð falla að „hvernig sem þessu verð-
ur fundinn staður innan stjórnarráðs-
ins til frambúðar á yfirstjórn efna-
hagsmála að vera samræmd á einum
stað,“ sjónarmið sem virðist hafa orð-
ið ofan á í ljósi framvindunnar.
Rétt rúmum þrem vikum síðar,
nánar tiltekið 31. desember, hurfu
Jón Bjarnasson og Árni Páll Árnason
úr ríkisstjórn með því að ráðuneyti
Jóns, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytið, voru færð undir
Steingrím J. Sigfússon,
sem fer nú fyrir fimm
ráðuneytum sem
atvinnuvegaráðherra, og
ráðuneyti Árna Páls, efna-
hags- og viðskiptaráðu-
neytið, var fært undir
Steingrím.
Rúmum hálfum
mánuði síðar, 18. jan-
úar sl., var greint frá
því á vef forsætisráðuneytisins að
sérstök ráðherranefnd myndi leggja
„faglegt mat á kosti og galla þess að
gera breytingar á efnahags- og við-
skiptaráðuneytinu“.
Til skoðunar í nokkrar vikur
Sex vikum síðar, 21. mars sl., þótti
„skynsamlegt og faglega rétt“ að
færa verkefni sem tengjast hagstjórn
frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti
til fjármálaráðuneytis svo úr yrði
fjármála- og efnahagsráðuneyti (sjá
greinina hér fyrir neðan).
Jóhanna Sigurðardóttir greindi frá
aðdragandanum í þingræðu um fyrir-
hugaðar breytingar 17. apríl sl.
„Til viðbótar við þessa greiningar-
vinnu og samráð sem átt hefur sér
stað hefur sérstök ráðherranefnd um
stjórnkerfisumbætur verið að störf-
um frá því í byrjun árs, sem í áttu
sæti fimm ráðherrar. Þær tillögur
sem nú liggja fyrir eru afrakstur
vinnu þeirrar nefndar.“
Sá ekki rök fyrir sameiningu
Forsætisráðherra var andvígur sameiningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis
Lét þessa skoðun í ljós í þingræðu í desember í vetur Nú er hins vegar stefnt að sameiningunni
Morgunblaðið/Ernir
Stjórnarráðið Ríkisstjórn VG og Samfylkingar stefnir á að fækka ráðherrum úr 12 í 8. Er ætlunin að ganga endanlega frá breytingunni í septemberbyrjun eða um sjö mánuðum fyrir kosningar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aftast í sautján síðna samstarfsyfirlýsingu
Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er að
finna kafla um svonefndar stjórnkerfisumbætur
þar sem vikið er að þeim áformum að fækka
ráðuneytum í áföngum úr tólf í níu.
Átti skipan ráðuneyta að verða sem hér
segir svo þau séu talin upp af handahófi úr
samstarfsyfirlýsingunni: (1) efnahags- og við-
skiptaráðuneyti (nýtt); (2) atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneyti (nýtt); (3) umhverfis- og
auðlindaráðuneyti (nýtt); (4) fjármálaráðuneyti
(óbreytt); (5) mennta- og menningarmálaráðu-
neyti (nýtt); (6) utanríkisráðuneyti (óbreytt); (7)
ráðuneyti sveitastjórna, samgöngu og byggða-
þróunar (nýtt); (8) mannréttinda- og dóms-
málaráðuneytið (nýtt); (9) heilbrigðisráðuneyti
(óbreytt) og (10) félags- og tryggingamálaráðu-
neyti (óbreytt).
Úr tíu ráðuneytum í níu
Fyrir lok kjörtímabilsins var svo gert ráð
fyrir því að tvö ráðuneyti rynnu saman í eitt
þannig að ráðuneytum fækkaði úr 10 í 9, með
því að lögfest yrði sameining samgöngu- og
sveitarstjórnaráðuneytis og mannréttinda- og
dómsmálaráðuneytis í nýju innanríkisráðu-
neyti. Líkt og rakið er í upptalningunni hér til
hliðar var svo ákveðið að ganga lengra á braut
sameiningar með því að ráðuneyti heilbrigðis-
mála annars vegar og félags- og tryggingamála
hins vegar urðu að velferðarráðuneyti.
Fækkaði ráðuneytum við það úr 9 í 8.
Vekur athygli að í frumvarpi til laga um
breytinga á stjórnarráðinu segir „að gert [sé]
ráð fyrir að heilbrigðisráðuneytið og félags- og
tryggingamálaráðuneytið sameinist“ en það
verður ekki ráðið af texta samstarfsyfirlýsing-
arinnar. En í henni segir að ráðuneytin skuli
verða „óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er
að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um
verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti“.
Voru breytingarnar rökstuddar með þess-
um orðum í títtnefndri samstarfsyfirlýsingu:
„Ríkisstjórnin mun gera umtalsverðar
stjórnkerfisbreytingar og umbætur í því skyni
að gera þjónustu hins opinbera við almenning
og atvinnulíf eins góða og kostur er með þeim
fjármunum sem til ráðstöfunar eru hverju sinni.
Víðtækt samráð verður haft við starfsfólk, al-
menning og hagsmunaaðila og leitast við að
skapa almennan skilning og samstöðu um nauð-
syn þessara breytinga.“
Farið að tilmælum ráðherranefndar
Þau tíðindi urðu svo í málinu 21. mars sl. að
ríkisstjórnin samþykkti tillögu ráðherranefndar
um stjórnkerfisumbætur varðandi breytingar á
heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Ís-
lands. Var tillagan send til umfjöllunar í þing-
flokkum ríkisstjórnarflokkanna og níu dögum
síðar, 30. mars, lagði Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra fram þingsályktun um fækkun
ráðuneyta í anda tillagna ráðherranefndarinnar.
Með þeim var lögð til breyting á fjármála-
ráðuneytinu miðað við það hlutverk sem því var
ætlað í samstarfsyfirlýsingunni og er það út-
skýrt svo á vef forsætisráðuneytisins:
„Í ljósi þeirrar greiningar sem unnin hefur
verið þykir skynsamlegt og faglega rétt að verk-
efni sem tengjast hagstjórn séu færð frá efna-
hags- og viðskiptaráðuneyti til fjármála-
ráðuneytis og að heiti þess verði breytt í
fjármála- og efnahagsráðuneyti.“
Ráðuneytunum fækkað í áföngum
Samstarfsyfirlýsing Samfylkingar og Vinstri grænna kvað á um fækkun ráðuneyta úr 12 í 9
Stjórnvöld gengu síðan lengra og stefna nú á 8 ráðuneyti Tillagan bíður afgreiðslu þingsins
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alþingi Ráðuneytum hefur fækkað.
Breytingar í nokkrum skrefum
» 1. október 2009 var nafni viðskipta-
ráðuneytisins breytt í efnahags- og við-
skiptaráðuneytið. Í sömu lotu tók dóms-
mála- og mannréttindaráðuneyti við af
dóms- og kirkjumálaráðuneyti, mennta-
og menningarmálaráðuneytið leysti
menntamálaráðuneytið af hólmi og sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti tók við
af samgönguráðuneyti.
» 1. janúar 2011 voru fjögur ráðuneyti
sameinuð í tvö ný: Samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið og dómsmála- og
mannréttindaráðuneytið urðu að nýju
innanríkisráðuneyti og heilbrigðisráðu-
neytið og félags- og tryggingamálaráðu-
neytið urðu að nýju velferðarráðuneyti.
» Ráðuneytum fækkar svo úr tíu í átta
með sameiningu sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í
nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
og tilfærslu verkefna úr efnahags- og við-
skiptaráðuneyti til atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytis annars vegar og fjár-
málaráðuneytis hins vegar en það verður
fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fram kemur í minnisblaði for-
sætisráðuneytisins til Stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Al-
þingis að kostnaður við
sameiningu ráðuneyta geti ver-
ið á bilinu 125-225 milljónir,
„enda óvissuþættir og lausn-
armöguleikar margir“. Tekið er
fram að Framkvæmdasýsla
ríkisins áætli kostnaðinn 157-
182 milljónir kr. Kostnaður við
stofnun innanríkis- og velferð-
arráðuneytis sé nú þegar
243,4 milljónir og kostn-
aður af stofnun efna-
hags- og við-
skiptaráðuneytis
24,2 milljónir kr.
Dýrt að flytja
SAMEININGIN KOSTAR
Jóhanna
Sigurðar-
dóttir