Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Sprett úr spori Það getur verið bagalegt að missa af strætó en þessi ungmenni ætluðu ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og hlupu í loftköstum til að komast í vagninn.
Golli
Vegna umræðu um sölu
muna frá heimsmeistara-
einvíginu í skák 1972 tel ég
rétt að eftirfarandi komi
fram. Atburðarás þessi fór öll
af stað eftir að ég hætti sem
forseti Skáksambandsins en
eftir því sem ég best veit eru
þetta aðalatriði málsins.
1) Á árinu 1974 ákvað Skák-
sambandið í samráði við
Sverri Kristinsson hjá
Eignamiðlun að láta
smíða tvö skákborð sem eru nákvæm eft-
irlíking borðsins sem teflt var á í einvíg-
inu, tveim árum áður. Sverrir mun hafa
kostað smíðina og átti annað borðið en af-
henti Skáksambandinu hitt. Þetta var
gert í fjáröflunarskyni og tók Sverrir að
sér í umboði Skáksambandsins að selja
borðin.
2) Í bók Þráins Guðmunssonar um sögu
Skáksambandsins segir að borðunum átti
að fylgja taflplatan, viðarplata, sem síðari
hluti einvígisins var tefldur á. Hann segir
þar að tilraunir Skáksambandsins að selja
borðin erlendis hafi ekki borið
árangur en þau voru meðal ann-
ars boðin Íranskeisara og hátt-
settum mönnum hjá Al-
þjóðaskáksambandinu.
3) Skáksambandið bauð síðan ann-
að borðið sem verðlaun í hluta-
veltu en það gekk ekki út.
4) Að lokum keypti Páll G. Jónsson
bæði borðin með taflplötum, við-
arplötum sem áritaðar voru af
Fischer og Spassky, ásamt hlið-
arborðum, taflmönnum og
klukku sem voru sömu gerðar
og notað var í einvíginu. Páll
styrkti þannig fjárhag sam-
bandsins og hefur nú átt þessa hluti í
nærfellt fjörutíu ár.
5) Af bók Þráins og undirrituðum skjölum
sem Sverrir hefur undir höndum má ráða
að Páll hafi keypt taflplötuna sem 7.-21.
skákin var tefld á. Þessi fjárvana áhuga-
mannasamtök, Skáksambandið, seldu
þennan grip fyrir nær 40 árum í fjáröfl-
unarskyni og freistuðu þess að selja hann
úr landi.
6) Nú vill Páll selja annað borðið með plöt-
unni og er ekki unnt að áfellast hann. Mér
vitanlega lagði hann talsvert á sig að
finna kaupendur innanlands enda umhug-
að um að gripirnir héldust í landinu. Rætt
var m.a. við bankastjóra og borgarfulltrúa
en án árangurs.
7) Af ofansögðu er ljóst að Skáksambandið
lét gera borðin með það fyrir augum að
selja þau og plötuna sem teflt var á til út-
landa, en tókst ekki. Svo virðist nú sem
munir þessir fari nú til útlanda eins og
Skáksambandið stefndi upphaflega að.
8) Ávinningur er að því að Skáksambandið
nú freisti þess að gera skrá yfir gripi
tengda einvíginu en mikið af hvers kyns
minjagripum var framleitt til sölu í fjár-
öflunarskyni. Til að mynda er mér tjáð að
talsvert af minjapeningum hafi verið
brætt vegna gullinnihalds.
9) Rétt er að árétta að allir helstu munirnir
sem notaðir voru í heimsmeistaraeinvígnu
eru nú í eigu Þjóðminjasafnsins, nema
þessi tréplata sem 7.-21. skákin var tefld
á. Þar er hins vegar steinplatan sem
fyrstu skákirnar voru tefldar á.
10) Mitt mat er að þeir gripir sem Skák-
sambandið gaf Þjóðminjasafninu væru um
150-200 m króna virði ef seldir væru á
uppboði og hafa líklega meiri alþjóðlega
skírskotun en flestir munir safnsins.
11) Vert er einnig að velta fyrir sér að fátt er
svo með öllu illt … Í söfnum margra
landa eru fornmunir frá t.d. Egyptalandi
og Grikklandi. Það hefur átt mikinn þátt í
að kynna heimsbyggðinni sögu þessara
landa, fremur en ef þeir væru geymdir í
einu safni í Kaíró eða Aþenu. Fari ein-
hverjir munir sem tengjast einvíginu á
safn erlendis eða staði þar sem þeir eru
aðgengilegir almenningi mun það vekja
og viðhalda athygli á Íslandi og einvíginu.
12) Því miður hafa Íslendingar ekki verið
áhugasamir um að koma upp safni um
þennan mikla atburð fyrr en Þjóðminja-
safnið nú. Margir útlendingar spyrja mig,
hvar var teflt? Á Laugardalshöllinni er lít-
ill skjöldur sem Einar S. Einarsson festi
þar til minningar um atburðinn.
Eftir Guðmund G.
Þórarinsson » Þessi fjárvana áhuga-
mannasamtök, Skáksam-
bandið, seldu þennan grip fyrir
nær 40 árum í fjáröflunarskyni
og freistuðu þess að selja hann
úr landi.
Guðmundur G.
Þórarinsson.
Höfundur er verkfræðingur.
Munir frá heimsmeistaraeinvíginu
Sumar fiskitegundir,
svo sem makríll, lax,
síld, loðna og kol-
munni, eiga það til að
ferðast um heiminn án
vegabréfs, að færa sig
milli landa eða nánar
til tekið milli hafsvæða
sem heyra undir lög-
sögu einstakra ríkja.
Þó veiðiheimildir séu í
eigu hagsmunaaðila í
mörgum löndum er ekki ýkja auð-
velt að komast að samkomulagi um
ákveðnar reglur varðandi skiptingu
veiða í stofnunum.
Þarna kemur hafréttarsáttmáli
Sameinuðu þjóðanna til sögunnar
með því að fastsetja viðmiðanir um
stjórnun fiskveiða, þar sem tekið er
tillit til verndarsjónarmiða, sam-
ráðs, viðurkenndra gagna og vís-
indalegra vinnubragða, svo og sann-
girnissjónarmiða varðandi samfélög
í dreifbýli og sjávarbyggðum. Sam-
kvæmt hafréttarsáttmálanum hafa
fjögur lönd (Rússland, Noregur, Ís-
land og Færeyjar) ásamt ESB rétt
til að nýta makríl og villtan lax. Að
sjálfsögðu er að-
almarkmið fisk-
veiðistjórnunarinnar
sjálfbærni og hámarks-
nýting stofnanna. Eins
og sjá má af sam-
anburði á aflaskýrslum
um laxveiði hefur ESB
ekki átt glæstan feril í
þessu efni.
Hvernig hefur þetta
þá komið út í reynd,
miðað við síðustu ár?
Noregur og ESB hafa
reyndar haft samvinnu
en hún hefur takmarkast við að
neita Íslendingum um sæti við
samningaborðið. Þess í stað lögðu
þessi ríki fram tillögu um að úthluta
sjálfum sér réttindum yfir 90% af
makrílkvótanum og 100% af laxa-
kvótanum en skilja ekkert eftir
handa Færeyjum og Grænlandi,
enda þótt í sjónum við þessi tvö lönd
séu helstu uppvaxtarstaðir fyrir
villtan lax.
Auk þess hafa Noregur og ESB
lagt til að teknar verði upp vísinda-
legar reikniaðferðir sem banna lönd-
um eins og Grænlandi og Færeyjum
„veiðar úr blönduðum stofnum“ en
leyfa Írlandi, Skotlandi og Noregi
að stunda þær án takmarkana.
Mestur hluti vorlaxins sem veiddur
er í atvinnuskyni í Norður-Noregi er
lax sem kemur úr rússneskum ám.
Makríllinn virðist hafa sínar eigin
hugmyndir vegna þess að hann hef-
ur tekið upp á því að færa sig sífellt
vestar og þéttni svifsins sem hann
nærist á er einnig mest í hafinu
vestur af Íslandi. Í alþjóðlegum
samningum er kvótum venjulega út-
hlutað til ríkja í hlutfalli við það hvar
lífmassi stofnsins verður til. Rétt er
að benda á að meira en 90% af líf-
massa villtra laxa verður til alfarið
utan lögsögu ESB-ríkja og ekki er
snefil af norsk-íslenska síldarstofn-
inum að finna í hafsvæðum undir
stjórn ESB. Þrátt fyrir þetta hefur
ESB gert kröfu til 6,51% af síld-
arkvótanum.
Hver er þá hin skynsamlega lausn
á málinu? Er það með samkomulagi
sem byggist á viðskiptahagsmunum
og samfélagslegri hagfræði fremur
en líffræðilegum gögnum? Ef til vill?
Saga undanfarinna ára bendir til
þess að ekki sé til neinn grundvöllur
til að byggja sanngjarna lausn á.
Með góðum vilja og með viðskipta-
legar verndaráætlanir í huga hafa
Grænlendingar og Færeyingar
bjargað allt að tíu milljón löxum sem
hefði átt að teljast meiri háttar
framlag til að endurreisa alþjóðlega
laxastofna Atlantshafsins. En með
samþykki stjórnvalda í löndum sín-
um hafa fiskimenn í Noregi, Írlandi
og Skotlandi drepið jafn marga laxa
áður en þeir náðu að hrygna og
norðlægu löndin, Grænland, Ísland
og Færeyjar, höfðu bjargað. Með
þetta í huga, hvernig í ósköpunum
getum við treyst þessum þjóðum til
að taka á makríldeilunni af sann-
girni?
Eftir Orra
Vigfússon »Meira en 90% af líf-
massa villtra laxa
verður til alfarið utan
lögsögu ESB-ríkja og
ekki er snefil af norsk-
íslenska síldarstofninum
að finna í hafsvæðum
undir stjórn ESB. Þrátt
fyrir þetta hefur ESB
gert kröfu til 6,51% af
síldarkvótanum.
Orri Vigfússon
Höfundur er formaður NASF, vernd-
arsjóðs villtra laxastofna.
Flökkustofnar – makríll og lax Atlantshafslax, afli 2000-2009
2) Aflaskýrsla Alþjóðahafrannsóknarráðsins
(meðalþyngd 2,6 kg)
1) Heildarfiskafli skv. Aflaskýrslum
Alþjóðahafrannsóknarráðsins
(meðalþyngd 3,2 kg)
Ísland 2
Fjöldi í þúsundum
ESB-lönd 1
Fjöldi í þúsundum
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
2000 2009 2000 2009
Þróun laxveiða á Íslandi og hjá ESB löndunum.