Morgunblaðið - 03.05.2012, Side 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is
Tónastöðin
býður upp á mikið úrval
hljóðfæra og nótnabóka
fyrir allar tegundir tónlistar
og leggur áherslu á góða
og persónulega þjónustu.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Verð kr. 99.900
Vita Mix kanna fylgir með
meðan birgðir endast
Blandarinn sem
allir vilja!
Miðvikudaginn 11.
apríl sl. skrifaði fyrr-
verandi rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar í
Fellabæ grein í Morg-
unblaðið til að sýna
fram á gríðarlegan
ávinning af heilsársvegi
um Öxi. Í þessari grein
kom hvergi fram hvað
kostnaðurinn við snjó-
mokstrana á þessu ill-
viðrasama svæði í 530
m hæð yrði mikill. Útilokað er að
Vegagerðin geti tryggt að Öxi sleppi
endanlega við 6-10 metra snjódýpt og
25-35 m veðurhæð á sekúndu hvort
sem þessi vegur milli Skriðdals og
Berufjarðar verður byggður upp eða
ekki. Nú halda Austfirðingar að fyrr-
verandi rekstrarstjóri, Guðni Nikulás-
son, hafi fullyrt í grein sinni að með-
alumferð ökutækja á sólarhring verði
enn meiri í gegnum Héðinsfjarð-
argöngin en um Axarveginn eftir
tæpa þrjá áratugi.
Fram kom hjá greinarhöfundi að
árið 2041 yrði umferðin um Öxi komin
í 320 bíla þegar hann hélt því fram að
ávinningur umferðar- og veghaldara
gæti á 30 árum orðið um 19 milljarðar
króna vegna styttingar á þessari leið
milli Skriðdals og Berufjarðar. Engar
áhyggjur hafa stuðningsmenn Ax-
arvegar af því hvernig vel upp-
byggðum vegi í 530 m hæð á þessu ill-
viðrasama svæði yrði haldið opnum
þegar illt er að eiga við fjárveit-
ingavaldið sem setur hnefann í borðið
til að forðast kostnaðinn við snjó-
mokstrana eins og heitan eld með
skilaboðunum „hingað og ekki
lengra“. Í þessari hæð milli Skriðdals
og Berufjarðar geta stuðningsmenn
Axarvegar og Héðinsfjarðarganga á
sunnanverðum fjörðunum og Fljóts-
dalshéraði ekki sett fram kröfu um að
starfsmenn Vegagerðarinnar leggi sig
í óþarfa hættu til að halda þessum
snjóþunga farartálma opnum í alltof
mikilli veðurhæð alla vetrarmánuðina.
Í innanverðum Berufirði getur upp-
byggður vegur í 7% halla breyst í
dauðagildru ef illa fer. Nú finna menn
fyrir því að samanlagt hafa snjó-
mokstrarnir á Öxi orðið ennþá dýrari
en Almannaskarðsgöngin sem rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar, þáverandi
forsætisráðherra, lét flýta í febrúar
2003. Þeir heimamenn á suðurfjörð-
unum sem börðust fyrir þessari sam-
göngubót til að losna við slysagildruna
í Almannaskarðinu voru í kjölfarið
rakkaðir niður af stuðningsmönnum
Héðinsfjarðarganga á Austurlandi og
gerðir að óbótamönnum. Hugmyndin
um uppbyggða heilsársvegi á ill-
viðrasömum og snjóþungum svæðum
sýnir hvað Íslendingar njóta þess að
vera langt á eftir Norðmönnum sem
eru löngu hættir að fara með sína vegi
upp í 200 metra hæð yfir sjávarmáli.
Siðblind umfjöllun sem stuðnings-
menn Axarvegar nota gegn jarð-
gangagerð Norðmanna og Færeyinga
er til háborinnar skammar. Þetta nota
talsmenn hálendisvegarins á Íslandi
til árása á báðar frændþjóðir okkar
með þeim falsrökum að bættar sam-
göngur í formi jarðganga hafi gert
þær gjaldþrota, sem er fjarri öllum
sanni. Hugmyndin um uppbyggðan
Axarveg tryggir aldrei að Djúpivogur,
Fljótsdalshérað og Egilsstaðir verði á
einu samfelldu atvinnu-
svæði um ókomin ár. Til
þess er Öxi alltof ill-
viðrasöm og snjóþung þó
að andstæðingar Al-
mannaskarðs- og
Fáskrúðsfjarðar-
ganganna á Austfjörðum
andmæli því. Með hverj-
um degi sem líður
minnka líkurnar á því að
Axarvegur sé í sjónmáli
eftir að Skipulags-
stofnun neitaði að sam-
þykkja þessa fram-
kvæmd.
Á Djúpavogi og víðar á suðurfjörð-
unum viðurkennir meirihluti heima-
manna að tími fjallveganna sé liðinn.
Þar fellur hugmyndin um að þessi
vegur í innanverðum Berufirði fari
upp í snarbratta fjallshlíðina fyrir
neðan Mannabeina- og Miðhjalla í
grýttan jarðveg. Nógu mikil er slysa-
hættan á veginum niður Háuöldu og í
brekkunni fyrir ofan brúna á Hemru
án þess að klettarnir uppi í fjallinu
verði sprengdir burt með skelfilegum
afleiðingum. Þá tekst aldrei að bjarga
mannslífum ef aurskriður sem enginn
sér fyrir sópa veginum niður fjalls-
hlíðina. Þarna geta grjóthrun og snjó-
flóð líka tekið sinn toll. Að loknum al-
þingiskosningum 2007 var kynnt
önnur hugmynd um að vegurinn yrði
tekinn upp úr Berufjarðardal fyrir
neðan Víðineshjalla. Of mikil slysa-
hætta fylgir því að fara með hann upp
í fjallshlíðina fyrir ofan Beitivelli.
Dauðagildrur
í Berufirði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
»Hugmyndin um upp-
byggða heilsársvegi
á illviðrasömum og snjó-
þungum svæðum sýnir
hvað Íslendingar njóta
þess að vera langt á eftir
Norðmönnum sem eru
löngu hættir að fara með
sína vegi upp í 200 metra
hæð yfir sjávarmáli.
Höfundur er farandverkamaður.
mæld 2008, er átta ár hjá körlum og
sjö ár hjá konum. Til samanburðar
eru þessar tölur á Íslandi 17 ár hjá
körlum og 20 ár hjá konum. Ímyndið
ykkur að þið hefðuð ekki kost á
grunnmenntun, að lífsbaráttan í land-
inu ykkar væri það hörð að menntun
mætti afgangi. Maddelein vinkona
mín er í þeirri stöðu.
Þrír stærstu þjóðflokkarnir í Sene-
gal eru Wolof (43,3%), Pular (23,8%)
og Serer (14,7%). Flestir tala Wolof í
Senegal þó þeir séu ekki af Wolof-
þjóðflokknum en franska er opinbera
málið og lögð er áhersla á franskt rit-
mál í skólum landsins. Ritmál Wolof
er talsvert á reiki sökum þess að það
er almennt ekki kennt og eðlilegt er
að þeir sem lokið hafa skólagöngu
skrifi ritmálið með frönskum „slett-
um“. Gott dæmi er orðið vinur „xa-
rit“, ég hef séð heimamenn skrifa það
á ýmsan hátt en algengast er að sjá
þá bæta „e“ fyrir aftan „xarite“ sem
er í raun ekki rétt ritun. Stafsetning
skiptir ekki máli að mati heima-
manna. Þetta er svolítið ruglingslegt
fyrir okkur Íslendingana sem erum
alin upp við mjög stífa ritun íslensk-
unnar. Þegar litið er til hvaða áhrif
þetta hefur á hinn almenna borgara
er það úrræðaleysi. Skrifræðið er
mikið og stjórnsýslan hæg í Senegal.
Í fátækrahverfinu í Dakar eru fjöl-
margar konur sem eru ólæsar, óskrif-
andi og tala enga frönsku. Bjargir því
takmarkaðar, þá sérstaklega fyrir
þær sem eru einstæðar. Víða í Dakar
sérðu heimilslausar konur sofandi á
gangstéttum með börnin sín hjúfruð
að sér. Félagslegt net fólksins er fjöl-
skyldan og stuðning er að finna hjá
athvörfum fyrir þessar konur sem
eiga ekki fjölskyldu, en ekki hjá hinu
opinbera. Þessi sjón, sofandi kona á
gangstétt með teppi yfir sér og
barninu sínu, fær mann til þess að
skilja trygginguna sem felst í fjöl-
kvæninu í Senegal og ástæðu þess að
stórfjölskyldan býr þröngt saman.
Maddelein er heppin að eiga fjöl-
skyldu. Hún veit þó hvað hana vantar
og hvað hana langar að gera í fram-
tíðinni, hún á sinn draum. Draum-
urinn hennar er að fara í kokkaskóla,
en þangað kemst hún ekki nema að
læra að lesa og skrifa. Hún hefur aft-
ur á móti ekki efni á því að fara í nám
því launin hennar fara beint til fjöl-
skyldu hennar. Margar konur eru í
hennar sporum. Þær langar að læra
en hafa ekki tækifæri til þess. Karl-
arnir eru aðeins betur staddir hvað
varðar lestur en þó eru um 30-40 %
karla eldri en 15 ára sem ekki kunna
að lesa.
Að kunna ekki að lesa árið 2012 er
ekki í lagi. Við hljótum að sjá það öll.
Að minna á ólæsið í Afríku er til-
gangur greinarinnar, að fólk sjái að á
bak við tölur um ólæsi eru mann-
eskjur eins og Maddelein sem þráir
að læra og langar að eiga sína eigin
Facebooksíðu. Manneskjur sem geta
kennt okkur svo margt um hvernig
lifa skal af við aðstæður sem við
myndum kalla óviðunandi. Hugsið
um þetta þegar talið berst að fullorð-
insfræðslu í Afríku, hvernig get ég
hjálpað?
»Meðaltalsskólaganga
Senegala, mæld
2008, er átta ár hjá körl-
um og sjö ár hjá konum.
Til sambanburðar eru
þessar tölur á Íslandi 17
ár hjá körlum og 20 ár
hjá konum.
Höfundur er þróunar- og
stjórnmálafræðingur.