Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 30

Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Sigrún Eldjárn, myndlistarkona og rithöfundur, er Íslendingum að góðu kunn fyrir fagurlega myndskreyttar barnabækur sínar og hafa ritstörfin tekið stóran hluta tíma hennar undanfarin ár. Hún leggur nú lokahönd á handrit að þriðju bókinni í skáldsagnaröð sem ætluð er börnum og raunar öllum þeim sem hafa gaman af ævintýr- um. Nýja bókin heitir Listasafnið en áður voru komnar út Forn- gripasafnið og Náttúrugripasafnið. „Þetta eru spennandi og viðburðaríkar sögur, þar sem ótrúleg- ustu atburðir geta gerst,“ segir Sigrún en í sögunum lendir hópur krakka í alls konar ævintýrum í safnhúsi, sem hýsir söfnin þrjú. Bækurnar eru veglega myndskreyttar blýantsteikningum Sigrúnar, sem hyggst reyndar beina athygli sinni að myndlistinni á næstu misserum og undirbýr sýningu á næsta ári. Myndlistarsýningar eru einmitt nokkuð sem Sigrún tengir við að eiga afmæli, því þrátt fyrir að hafa gaman af afmælisdögum hefur hún verið feimin við að halda upp á þá. „Ég hef stundum gripið til þess ráðs að hengja myndir upp á vegg og bjóða fólki á sýningu, af því að mér finnst það hálfvandræðalegt að vera að halda upp á sjálfa mig,“ útskýrir listakonan. Í dag ætli hún einfaldlega að láta sér líða vel og fagna svo afmæli útgefanda síns sem einnig á afmæli en að- eins stærra. holmfridur@mbl.is Sigrún Eldjárn er 58 ára í dag Morgunblaðið/Ernir Bækur Saga Sigrúnar um geimveruna Bétvo, sem kemur til jarðar- innar til að kynnast bókum, var endurútgefin á dögunum. Spennandi ævintýr í máli og myndum J óhann Páll fæddist í Reykjavík. Hann tók stúd- entspróf frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1974. Jóhann Páll var framkvæmda- stjóri bókaútgáfunnar Iðunnar 1974- 84 og framkvæmdastjóri Forlagsins frá 1984, sölu- og markaðsstjóri Máls og menningar til 2000 og út- gáfustjóri JPV-forlags 2000-2001, JPV-útgáfu frá 2001 og útgefandi Forlagsins frá því að JPV-útgáfa og Mál og menning / Vaka-Helgafell sameinuðust í einu fyrirtæki árið 2007. Jóhann Páll sat í stjórn Félags ís- lenskra bókaútgefenda um áratuga skeið og var formaður þess í þrjú ár. Myndar menn og landslag Þegar Jóhann Páll er inntur eftir áhugamálum stendur ekki á svarinu. Hann hefur verið mikill áhugamaður um ljósmyndun og tekið sjálfur tölu- vert af myndum frá því á unglingsár- unum, Hann hefur gefið sér tíma til að sinna þessu áhugamáli af auknum krafti nú síðasta áratuginn. Hann hefur t.d. tekið mikið af portrettum af höfundum og tekur mikið af landslagsmyndum. Jóhann Páll hélt ljósmyndasýn- ingu á Fitjum í Skorradal sl. sumar og hélt auk þess stóra sýningu, Aut- hors and Landscapes of Iceland, í Kanada sumarið 2011. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi 60 ára Afi og amma Jóhann Páll og Guðrún með barnabörnunum fjórum. Afmæli útgefandans Morgunblaðið/Golli Fjölskylduforlag Hér er stór hluti fjölskyldunnar: Valdimar, Sif, Guðrún, Egill, Þórhildur, Kristján Dagur og Jóhann Páll. Hinn 18. júní 2011 voru gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Bergvin Eyþórsson og Kristín Sigríð- ur Halldórsdóttir. Brúðhjón Ljósmynd/siggaljosmyndari.is Akranes Viktor Hugi fæddist 1. nóv- ember kl. 5.50. Hann vó 4.680 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Aldís Ýr Ólafsdóttir og Sigurgeir Viktorsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Ný heimasíða Á heimasíðu okkar finnur þú ótrúlegt úrval af öryggisvörum, vélum, tækjum, fatnaði, skóm, og fleiru. Kíktu á heimasíðu okkar. Dynjandi örugglega fyrir þig! www.dynjandi.is HJÁ OKKUR F ÆRÐU HÁÞRÝSTIDÆ LUR Í MIKLU ÚRV ALI Þessar ungu dömur, þær Embla Rún Skarphéðins- dóttir, Guðrún Perla Gunn- arsdóttir og Lovísa Ragna Blöndal, héldu tombólu fyrir utan Nettó í Foldahverfi, þær söfnuðu 4.726 kr. sem þær gáfu RKÍ. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.