Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Skechers GOwalk
fisléttir og sveigjanlegir
Það kemur vel á vondan þeg-ar gagnrýnandi þarf aðskrifa um Afmælisveislunaeftir nóbelsskáldið Harold
Pinter. Leikritið er viðurkennt
meistarastykki leikbókmenntanna,
verk sem fékk dræmar móttökur
fyrst en varð síðan óumdeild snilld.
Er hægt að vera með einhverjar að-
finnslur? Þegar við bætist að tals-
vert skrið er á minningum persón-
anna og jafnvel nöfnum og að fram
fara samtöl sem eru óskiljanleg
vandast málið enn.
Í stað þess að hringja í vin er
hægt að glugga í The Theatre of the
Absurd eftir Martin Esslin. Esslin
segir eitthvað á þá leið að verkið
hafi meðal annars verið túlkað sem
táknsaga um hvernig menn eru
felldir í sama mót þar sem Stanley,
píanistanum og listamanninum, er
þröngvað í jakkaföt af útsendurum
borgaralegs samfélags. Hann bend-
ir á að verkið geti alveg eins verið
táknsaga um dauða þar sem maður
er rifinn úr hlýju heimilisins sem
hann hefur búið sér. Esslin hefur þó
ekki trú á þessum túlkunum. Með
því sé verið að ganga út frá að verk-
ið hafi verið skrifað til að tjá fyrir-
framgefna hugmynd en Pinter hafi
ekki sagst vinna á þann hátt. Hann
hafi unnið út frá aðstæðum og per-
sónum. Með þetta í huga ætti þá að
vera nokkuð frítt spil til að velta
vöngum.
Það sem mætir áhorfandanum
þegar gengið er í salinn fyrir sýn-
ingu er herbergi með ljósu vegg-
fóðri á lofti, veggjum og gólfi. Tón-
list sem gæti verið frá þeim tíma
sem verkið var samið, árið 1958,
fyllir loftið. Í veggfóðrinu mótar fyr-
ir hurðum og opi á vegg.
Í upphafsatriðinu kynnumst við
þeim Meg og Petey sem eiga og
reka lítið gistihús við sjávarsíðuna á
Englandi. Kristbjörg Kjeld er
veitingakonan Meg og Erlingur
Gíslason er hreint afbragð sem Pe-
tey eiginmaður hennar. Samtal
þeirra í upphafi þar sem hann
gluggar í blað dagsins og tekur við
spurningum hennar og spjalli er
hversdagslegt, mein- og innihalds-
laust á einhvern sérstaklega við-
felldinn og ekta hátt og er ein besta
senan í þessari uppfærslu. Við kom-
umst að því að þau eru með gest
sem heitir Stanley sem Meg hefur
miklar mætur á. Þegar Stanley,
leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni,
bætist í hópinn sér maður smátt og
smátt að hann er þarna sennilega til
að láta lítið fyrir sér fara en hann á
sér að eigin sögn, fortíð sem píanó-
leikari.
Við tekur atburðarás sem er í
stuttu máli sú að tveir viðbótar-
gestir koma í heimsókn, McCann,
leikinn af Birni Thors, sem er
taugaveiklað hrottamenni, og Gold-
berg, leikinn af Eggerti Þorleifs-
syni. Þeir hafa sérstakan áhuga á
Stanley og virðast eiga eitthvað
óuppgert við hann enda eiga þeir
eftir að þjarma að honum. Haldið er
upp á afmæli hans sama kvöld, sem
hann segir að vísu að sé í næsta
mánuði. Þar slæst Lulu, ung stúlka
og nágranni, í hópinn og við tekur
drykkja og skollaleikur þar sem
gestirnir tveir láta Stanley áfram
finna til tevatnsins. Daginn eftir er
hann kominn í jakkaföt og ófær um
að tjá sig. Hann er síðan leiddur í
burtu af gestunum tveimur.
Þó að maður viti ekki nákvæm-
lega hvaðan Stanley og gestirnir
tveir koma, hvort hann er alltaf að
segja satt, hvað það nákvæmlega er
sem gestirnir eiga sökótt við hann
og ásakanir þeirra í hans garð séu
fáránlegar og innbyrðis
ósamrýmanlegar er hægt að lesa úr
samskiptunum lýsingu á ógninni
sem starfar af þeim sem taka sér
vald og beita því. Stanley er borinn
sundurleitum sökum, misþyrmt og
leiddur frá þeim stað þar sem hann
leitaði skjóls. Þegar Petey ætlar að
malda í móinn er honum hótað svip-
aðri afgreiðslu ef hann hagi sér
ekki.
Af ágætum leikarahópi má auk
Erlings nefna Ingvar E. Sigurðsson
sem skilar Stanley með sannfær-
andi hætti, fyrst dekruðum, þá
stressuðum og að lokum yfirbug-
uðum. Björn Thors dregur upp
sannfærandi af mynd af taugaveikl-
uðum og hálf-álappalegum hrotta.
Það er líka pínulítið gaman að þeirri
mjúku rödd og ró sem Eggert Þor-
leifssonar bregður fyrir sig í hlut-
verki Goldbergs. Kannski hefði upp-
færslan fangað áhorfandann betur
ef hún hefði verið örlítið hófstilltari
og miðlað af meiri krafti þeirri
ískyggilegu ógn sem þar glittir í.
Að taka sér vald
Afmælisveislan bbbnn
Afmælisveislan eftir Harold Pinter
Leikarar: Björn Thors, Eggert Þorleifs-
son, Erlingur Gíslason, Ingvar E. Sig-
urðsson, Kristbjörg Kjeld og Þórunn
Arna Kristjánsdóttir. Leikmynd: Gretar
Reynisson, búningar: Helga I. Stefáns-
dóttir, hljóðmynd: Kristinn Gauti Ein-
arsson, lýsing: Ólafur Ágúst Stefáns-
son, þýðing: Bragi Ólafsson.
Aðstoðarleikstjóri: Stefán Hallur Stef-
ánsson. Leikstjórn: Guðjón Pedersen.
Kassinn, Þjóðleikleikhúsið. Þriðja sýn-
ing 29. apríl 2012
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Sannfærandi „Ingvar E. Sigurðsson [...] skilar Stanley með sannfærandi
hætti, fyrst dekruðum, þá stressuðum og að lokum yfirbuguðum.“
Karlakórinn
Stefnir og stjórn-
andi hans Gunn-
ar Ben fara vítt á
vængjum söngs-
ins við undirleik
Judit Thorberg-
son á vortón-
leikum í Norður-
ljósasal Hörpu í
kvöld kl. 20.
Á dagskrá verða sígildar söng-
perlur, s.s. Þér landnemar, Man-
söngur, Við Tungnaá, dægurperlur
eins og Yesterday og Suður um höf-
in og líka gleðisöngvar og ölvísur á
borð við Glösin fleytifyllið þér,
Söngvatnið, Ölerindi og Í krá að
kirkjubaki.
Vortónleikar
Stefnis í Hörpu
Gunnar Ben
Í kvöld kl. 20 halda Finnur Karlsson
og Haukur Þór Harðarson útskriftar-
tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík en
þeir útskrifast báðir með BA-gráðu í
tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands í
vor
Á efnisskrá tónleikanna eru verk
sem Finnur samdi við sálminn Eymd-
artíð mesta yfir stendur nú, Rhezocs,
sem Finnur vann út frá fyrstu tveim
töktunum í fyrsta verkinu sem hann
samdi fyrir Maríu Ösp Ómarsdóttur,
útskriftarnemanda í flautuleik frá
LHÍ, og The End/Old Tape, sem
Haukur Þór Harðarson samdi fyrir
sextán manna kammersveit, en þetta
er fyrsta tilraun Hauks til að skrifa
verk þar sem notaður er utanaðkom-
andi efniviður við tónsmíðarnar.
Úlfar Ingi Haraldsson stjórnar
flutningi verkanna.
Finnur Karlsson hlaut stærstan
hluta tónlistaruppeldis í Skóla-
hljómsveit Kópavogs þar sem hann
lærði á barítónhorn. Eftir útskrift
þaðan hóf hann nám við Tónlistar-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar
þaðan sem hann lauk framhaldsprófi
2009. Sama ár hóf hann tónsmíðanám
við Listaháskólann.
Finnur hefur iðulega komið fram
með ýmsum hljóðfærahópum og kór-
um og er nú meðlimur í hljómsveit-
unum Orphic Oxtra og Mikado og
syngur með Kór Fríkirkjunnar í
Reykjavík og Hljómeyki.
Verk eftir Finn hafa verið valin til
flutnings á ýmsum tónlistarhátíðum
auk þess sem hann skrifaði tónlistina
fyrir uppfærslu Útvarpsleikhúss
Ríkisútvarpsins á leikritinu Undan-
þágunefndin eftir Gunnar Gunn-
arsson.
Haukur Þór Harðarson hóf tónlist-
arnám í forskólanum hjá Tónlistar-
skóla Seltjarnarness og lærði síðan á
básúnu. Hann fékk síðar áhuga á
djasstónlist og hóf nám við Tónlistar-
skóla FÍH sautján ára. Haukur Þór
hóf nám í tónsmíðum við Listahá-
skóla Íslands árið 2009. Hann hefur
tekið talsverðan þátt í tónlistarlífi
innan Listaháskólans og leikur meðal
annars með hljómsveitinni Orphic
Oxtra.
Útskriftartónleikar
í Fríkirkjunni
Tónsmíðanemar halda tónleika
Finnur
Karlsson
Haukur Þór
Harðarson