Morgunblaðið - 15.05.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Vorhretið sem nú gengur yfir landið
hefur skilið eftir sig hvíta vegi og
nokkra hálku á vegum fyrir norðan
að sögn Birgis Guðmundssonar,
svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Ak-
ureyri. „Sólin er komin hátt á loft og
þetta festir ekki svo á vegum en þó
er nokkur hálka og sumir vegir eru
enn hvítir.“ Flestir vegir eru þó opn-
ir en vel hefur gengið að moka og
hreinsa. „Við vorum vel undir þetta
búnir og það var búið að taka til öll
tæki og bíla í verkefnið enda vissum
við af þessu hreti með nokkrum
fyrirvara.“
Vegurinn í Hamarsfirði frá Djúpa-
vogi og suður að Höfn er enn lokaður
og hefur verið lokaður síðan í gær en
að sögn Birgis er það ekki vegna
snjókomu heldur veðurofsa sem
gengur yfir svæðið. „Það fóru
vindhviður upp í 56 m/sek. og
enn er 21 m/sek. og vindhviður
upp í 48 m/sek. svo þar er ekki
spurning um snjó heldur
veðurofsann og grjótfok
sem getur skemmt bíla.“
Lítið tjón virðist hafa
hlotist af vorhretinu samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni bæði á
Suðurlandi og fyrir norðan.
Björgunarsveitir hafa þó verið kall-
aðar út á þremur stöðum vegna
ófærðar en víða sat fólk fast í bílum
sínum, t.d. á Klettshálsi rétt hjá
Reykhólum og á Fjarðarheiði við
Seyðisfjörð. Margir ökumenn eru
illa búnir og biður Landsbjörg öku-
menn að fara varlega og vera vel
búnir til ferða. Í dag er spáð áfram-
haldandi éljagangi og á morgun er
útlit fyrir að það verði einhver él við
ströndina en annars bjartviðri og því
ætti eitthvað að taka upp af snjónum
sem fallið hefur víða um land í hret-
inu undanfarna daga.
Þá fer að hlýna á fimmtudaginn og
því ætti snjórinn ekki að liggja lengi
samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofunni.
Hvítir vegir og
hálka víða um land
Viðbúnaður vegna veðursins eins og best verður á kosið
Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur vakið athygli á því hversu nákvæmar
langtímaspár eru orðnar en að hans sögn er það farið að gerast oftar að
fjögurra til fimm daga spár séu nokkuð nákvæmar. „Ætli þessar lang-
tímaspár séu ekki jafngóðar núna og eins til tveggja daga spár voru fyrir
rúmum 30 árum.“ Trausti segir þetta helgast af því að í dag sé tölvuafl
miklu meira og athuganir séu þéttari og reiknikúnstir orðnar betri.
„Það munar líka mikið um gervihnattamælingar en ég treysti mér ekki
til þess að segja til um hvaða þáttur ræður mestu í þessari þróun.
Þetta helst allt saman í hendur.“ Langtímaspá Veðurstofunnar varð til
þess að bæði Vegagerðin og bændur um allt land voru vel viðbúnir
veðrinu og gátu gert ráðstafanir sem eflaust hafa dregið úr tjóni
sem ella hefði getað orðið af veðrinu.
Nákvæmari langtímaspár
VEÐURSPÁR DRAGA ÚR TJÓNI
Trausti
Jónsson
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þingflokkur Hreyfingarinnar átti í
gær viðræður við oddvita ríkis-
stjórnarflokkanna um ýmis mál og
segir í yfirlýsingu að takist samning-
ar um lausn ákveðinna mála sé flokk-
urinn reiðubúinn að „verja ríkis-
stjórnina vantrausti komi til þess“.
Margrét Tryggvadóttir, varafor-
maður þingflokks Hreyfingarinnar,
segir hana setja sem skilyrði fyrir
samningi um stuðning að gerð verði
tímasett áætlun í vikunni um skulda-
niðurfellingu og afnám verðtrygg-
ingar. „Við erum ekki tilbúin að
skrifa undir að stofnuð verði einhver
nefnd sem eigi að vinna í sumar,“
segir Margrét. „Það er búið að skoða
þetta aftur og aftur, endalausir
vinnuhópar og stjórnin kaupir sér
tíma í nokkra mánuði og við erum
ekki spennt fyrir að taka þátt í því.
Ef það á ekki að fara í aðgerðir vilj-
um við bara kosningar.“
– Ef ekkert gerist munuð þið þá
styðja vantrauststillögu?
„Þá hljótum við að gera það sama
og við gerðum síðast, þá studdum við
vantrauststillögu.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðis-
flokksins, segir
ljóst að ríkis-
stjórnin telji þörf
á auknum stuðn-
ingi á þingi.
Stjórnarliðar hafi
frá því að Hreyf-
ingin fundaði með
forystu ríkis-
stjórnarinnar
milli jóla og nýárs
lagt allt kapp á tvö hjartans mál
Hreyfingarinnar: að ljúka lands-
dómsmálinu á þingi og þjóðar-
atkvæðagreiðslu um tillögur stjórn-
lagaráðs. „Við erum kannski að sjá
núna hvers vegna þetta var, kannski
var líf stjórnarinnar undir.“
Gunnar Bragi Sveinsson, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokksins,
segir stjórnina ætla að tryggja sér
stuðning Hreyfingarinnar með
þjóðaratkvæði um eitt helsta
kosningamál Hreyfingarinn-
ar: stjórnarskrárbreytingar.
Atkvæðagreiðslan muni
kosta um 250 milljónir króna.
„Sé þetta rétt hjá mér eru
þetta einhver dýrustu þrjú
atkvæði sem sögur fara af,“
segir Gunnar.
Setja skilyrði fyrir hjálp
Hreyfingin býðst til að verja ríkisstjórn vinstriflokkanna falli en krefst m.a.
tímasettrar áætlunar um skuldaniðurfellingu og afnám verðtryggingar
Margrét
Tryggvadóttir
Hulda Þórisdóttir, lektor í sál-
fræði, var meðal höfunda hrun-
skýrslunnar 2010. Hreyfingin
mælist varla í könnunum, gæti
hún rétt hlut sinn með áherslu á
stjórnarskrármálið?
„Það fer auðvitað eftir því
hvernig það mál endar en það
lofar ekkert góðu núna,“ segir
Hulda. „Það hefur stundum ver-
ið farið af meira kappi en
forsjá í þessu máli og sjá má
afleiðingar þess m.a. í
áhugaleysi almennings. En
auðvitað er Hreyfingin að
stíla inn á hóp sem finnst
þetta mál mikilvægt.“
Von í stjórn-
arskrártillögu
HREYFINGIN Í VÖRN
Hulda
Þórisdóttir
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, fagnaði 69 ára afmæli sínu í
gær en þar að auki áttu hann og
Dorrit Moussaieff forsetafrú brúð-
kaupsafmæli.
Af því tilefni héldu stuðnings-
menn forsetans veislu handa for-
setahjónunum í Salthúsinu í
Grindavík síðdegis í gær. Á meðal
gesta í veislunni var hinn 96 ára
gamli Þórhallur Gíslason, fyrrver-
andi skipstjóri úr Sandgerði, en
hann átti einnig afmæli í gær.
Forsetahjónin höfðu fyrr um
daginn heimsótt fjölda vinnustaða í
bænum. „Frábærar viðtökur á
fjölda vinnustaða sem við heimsótt-
um í Grindavík. Góður andi og mik-
ill kraftur í fólkinu í fiskvinnslu og
sjávarútvegi,“ segir á framboðsvef
Ólafs Ragnars um heimsókn for-
setahjónanna til Grindavíkurbæjar.
skulih@mbl.isMorgunblaðið/Kristinn
Forsetinn
fagnaði
afmæli sínu
Jarðskjálfti upp á 3,4 stig mældist
3,5 km vestsuðvestur af Herðu-
breið kl. 12.45 í gær, samkvæmt
því sem kemur fram á vefsvæði
Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var
fremur grunnur, en hann mældist
á 0,6 km dýpi.
Fleiri skjálftar urðu á svæðinu í
gær en allir minni. „Svona hrina
er ekkert óvenjuleg, þarna verða
oft litlir skjálftar og stundum
nokkrir tugir
sama daginn,“
sagði Gunnar B.
Guðmundsson,
jarðeðlis-
fræðingur hjá
Veðurstofu Íslands. Hann segir
ekkert benda til að gos sé í vænd-
um en að sjálfsögðu séu ýmis afar
virk svæði í grennd við Herðu-
breið.
Jarðskjálftar nálægt Herðubreið
www.golfkortid.is
Einstaklingskort
9.000 kr.
Fjölskyldukort
14.000 kr.
golfvöllur
- eitt kort31