Morgunblaðið - 15.05.2012, Side 20

Morgunblaðið - 15.05.2012, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Í þessari grein ætla ég að fjalla um kostn- að þann sem íbúar á dvalar- og hjúkr- unarheimilum þurfa að greiða sjálfir fyrir dvöl sína en þar finnst mér pottur brotinn eins og í skattheimtu gagn- vart allt of mörgum en ég ætla að skrifa um þennan hóp því þar þekki ég best til. Mér finnst ekki óeðlilegt að íbúar sem eiga stóra sjóði og miklar eign- ir taki einhvern þátt í kostnaði en þegar um er að ræða fólk sem fær greiðslur sem ná ekki lágmarks- launum sem nú eru 193.000 kr. á mánuði gegnir öðru máli. Á vefsíðu Trygg- ingastofnunar stendur skrifað um þátttöku í dvalarkostnaði: „Íbúar geta þurft að taka þátt í dval- arkostnaði sínum vegna varanlegrar bú- setu á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Þátttakan er tekju- tengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætl- unar. Á árinu 2012 gildir að ef mán- aðartekjur íbúa eru yfir 65.005 kr. á mánuði, eftir skatta tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðsluþátttaka verður þó aldrei meiri en 311.741 kr. á mánuði.“ Þessi upphæð, 65.005 kr. krónur, hefur ekkert hækkað a.m.k. frá árinu 2009 en allar neysluvörur hafa hækkað gífurlega á þessum þremur árum. Nú kann einhver að spyrja: „Dugar þessi upphæð ekki, greiðir dvalarheimilið ekki allt fyrir fólk- ið?“ Nei, það er alls ekki svo, íbúar greiða til dæmis: Allan fatnað, gler- augu, heyrnartæki, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, nudd, hreinlætis- og snyrtivörur, áskriftir, hann- yrðavörur, kaffi og smá veitingar til að eiga „inni hjá sér“. Sumir eiga bíla og allir vita að dýrt er að reka þá þó að ekki sé um að ræða Hum- mera eða háglansandi Range Ro- vera, sumir fara í ferðalög utan lands og innan, sækja tónleika, leik- hús, gefa jóla,- fermingar- og af- mælisgjafir. Hvar og hvenær þessi upphæð var ákveðin veit ég ekki, en hún er langt undir neysluviðmiði ein- staklings á mánuði sem gefið er upp á vefsíðu velferðarráðuneytis en þar stendur: Föt og skór 13.412 kr. Tómstundir 36.055 kr. Ökutæki 76.478 kr. Annar ferðakostn. 10.393 kr. Sími og fjarskipti 11.321 kr. Samtals 147.659 kr. Þarna vantar 82.654 kr. upp á að 65 þúsund kallinn dugi. Þó að bíll- inn sé tekinn út vantar enn upp á. Í neysluviðmiðið vantar líka ýmsa liði, sem taldir voru upp hér að of- an. Þeir sem sækja um vist á dval- arheimilum eru margir hverjir að sækja í öryggið, sem þar er að finna, eftir makamissi, veikindi eða önnur áföll, en það er ekki þar með sagt að ætlunin sé að steinhætta að lifa lífinu. Sumir hafa borgað lengi í lífeyr- issjóð og hugsa sér gott til glóð- arinnar að njóta lífsins og dekra dá- lítið við sig svo lengi sem heilsan leyfir. Hvað kemur svo á daginn? Ríkið hefur ákveðið að íbúar fái einungis 65.005 kr. á mánuði af sínum eig- in peningum og þeir verða að sætta sig við það því það er nið- urskurður. Það er höggvið þar sem hlífa skyldi. Ég efast um að þetta stand- ist mannréttindalög og það er pott- þétt að þetta er siðlaust. Háttvirtir alþingismenn, ég minni á kosningar eftir ár og spyr: „Finnst ykkur þetta allt í lagi?“ Þátttaka í kostnaði á dvalar- og hjúkrunarheimilum Eftir Ingibjörgu Marmundsdóttur »Háttvirtir alþing- ismenn! Ég minni á kosningar eftir ár og spyr: „Finnst ykkur þetta allt í lagi?“ Ingibjörg Marmundsdóttir Höfundur er félagsliði og býr á Hvolsvelli. Í húsi númer ellefu við Sléttuveg, SEM- hús, er heimili mitt. Þar hefur mér liðið bæði vel og illa. Að vera lamaður frá hálsi er eiginlega ekki hægt að skýra fyrir þeim sem ekki þekkja það af eigin reynd. Ég er áttatíu ára og átta mánuðum betur. Af þessum tíma hef ég verið tuttugu og tvö ár háður hjóla- stól. Ófrelsið sem fylgir því er óskaplegt og reynir verulega á. En það má aldrei gefast upp því þá er fjandinn laus sé hann á annað borð til. Við slíkar aðstæður reynir á fólk. Þá fæst tækifæri, að vísu óvelkomið, til að kljást við eitthvað nýtt og framandi. Berjast við stöðug óþæg- indi og fjölbreytilegu verkina sem stundum ætla að æra mann. Við slíkar aðstæður er nauðsyn- legt að þau sem ráðin eru til forystu í málum sem varða þjónustu búi yfir stjórnendahæfileikum með skilning á verkefninu og hafi vilja og velferð íbúanna að leiðarljósi. Núverandi forstöðukona breytti starfsreglum flestum til ama. Eins og margir vita á fólk misvel saman. Eftir að hún vissi hvaða starfsfólk mér finnst þægilegast hefur hún haldið því frá mér. Stundum er asísk kona sem veit ekki mun á fæti og hendi. Ég gafst upp á að fá hana til að laga til sokkana svo mér liði betur. Nú er svo komið að flestir, ef ekki allir, vilja losna við Sofíu forstöðukonu úr húsinu. Augljóst er að hún ræður ekki við starfið í SEM-húsi. Eitt af því besta sem gert var fyrir fólk sem háð er hjólastólum var stofnun Ferðaþjónustu fatlaðra. Með hjálp þáverandi borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, voru sæti bílanna færð til svo hjólastólar kæmust sem fremst. Þannig valda misfellur veg- arins farþegum minni óþægindum. Bílstjórarnir eru velviljaðir, þægi- legir og þekkja akkilesarhæla far- þeganna. Uppbyggingarstarfið hef- ur tekið tíma. Nú skilar það góðum árangri og friður ríkir um gott fyr- irtæki. Þá kemur Björk Vilhelms- dóttir eins og skrattinn úr sauð- arleggnum og fær borgarráð til að samþykkja tillögu um að leggja Ferðaþjónustu fatlaðra niður og bjóða starfsemina út. Hafi hún með þessu ætlað að koma sér í sviðsljósið var verr farið en heima setið. Best til árangurs í þeim efnum sem öðrum er að láta gott af sér leiða. Sé hún að leita sparnaðar fyrir borgina vinnst ekkert með að gera erfitt líf hjólastólafólks verra en það er. Ekki heldur að leggja vinsæla starfsstétt niður með öllum þeim kostnaði og vandræðum sem því fylgja. Stjórnvöld og einstakir stjórnendur ættu ekki að gleyma eða vanmeta þann fjölda sem stend- ur að baki hjólastólafólkinu og starfsliðinu. Það er vanhugsun að rífa niður svo vel uppbyggt mann- úðarfyrirtæki sem Ferðaþjónusta fatlaðra er. Þegar ég var að skrifa þetta komu óvænt í huga minn orð Gísla Súrs- sonar, Nú er seiðskrattinn kominn í málið. Ég vona sannarlega að sú samlíking eigi ekki við og Björk leiti betur í hugarfylgsnum sínum. Mögulegt að þá kæmu fleiri fletir á málið. Sá sem eyðileggur Ferða- þjónustu fatlaðra reisir sér níð- stöng. Stjórnendur þurfa að vera hæfir Eftir Albert Jensen Albert Jensen » Það er vanhugsun að rífa niður svo vel uppbyggt mannúðarfyr- irtæki sem Ferðaþjón- usta fatlaðra er. Höfundur er trésmiður. Álnabær veitir alhliðaþjónustu er lýtur að gardínum. Máltaka, uppsetning og ráðleggingar. N Ý T T Á Í S L A N D I TWIN LIGHT GARDÍNUR Þú stjórnar birtunni heima hjá þér Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 MJÓLKURÍS GAMLI ÍSINN Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.