Morgunblaðið - 15.05.2012, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert tilbúin/n til að láta þínar eigin
þarfir víkja fyrir æðri tilgangi. Gættu þess að
missa ekki yfirsýnina, því þá missir þú allt út
úr höndunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér verður óvenjumikið úr verki þessa
dagana og afköstin eru eftir því. Gefðu þér
góðan tíma til þess að velta málunum fyrir
þér, ekki rasa um ráð fram.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þín á tilhneigingunni að
sanka að þér fallegum, verðmætum og alger-
lega óþörfum hlutum. Flestum líður illa af og
til. Vertu sanngjarn við alla.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ættir að njóta lífsins með vinum
þínum í dag. Allt sem þú gerir í dag mun bæta
heimilislífið og samband þitt við fjölskylduna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk er of tilfinningaríkt og tekur hlut-
unum of persónulega. Reyndu af hafa létt-
leikann í fyrirrúmi þegar áhyggjurnar eru að
sliga þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hægt að leiða öðrum sannleik-
ann fyrir sjónir án þess að beita ofbeldi. Það
er þarflaust með öllu að tilkynna brottför
þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hreinskilnar og innilegar samræður við
fjölskyldumeðlim skipta sköpum fyrir friðinn
á heimilinu. Komdu öllu frá þér svo þú getir
farið yfir það sem þú átt eftir að ganga frá.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ástæður þess að þú ert svo
gleymin/n þessa dagana er að þú ert með of
mörg járn í eldinum. Vertu viðbúin/n því að
eitthvað óvænt komi í ljós.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú verður yfir þig hrifin/n, allt of
fljótt. Allt of oft sættum við okkur við erfiðar
aðstæður fremur en að halda á vit þess
óþekkta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vilji er allt sem þarf og hálfnað er
verk þá hafið er. Slepptu engu tækifæri til að
njóta samvista við vini og vandamenn. Vinnu-
skipti og fjárfestingar geta fært þér aukna
velsæld.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gáski er eiginleiki sem þú býrð yfir
þegar vel viðrar. Ykkur ætti að reynast auð-
velt að telja aðra á ykkar band. Gefðu þér
góðan tíma; það er ekkert sem rekur á eftir
þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Áhrif einhvers af hinu kyninu rugla þig
í ríminu í dag. Ekki fara fyrr en þú ert viss um
að vera með allt sem þú komst með.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir sendiVísnahorninu skemmtilega
kveðju:
„Ég hef alltaf gaman af vísna-
horninu þínu og datt í hug að
senda þér eittlítið korn. Eitt sinn
er ég var á göngu minni um Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri sá ég
hvar Bjarni frá Gröf, úrsmiður og
ágætur hagyrðingur, sat og beið
eftir viðtali. Ég gekk til hans og
sagði: „Þú ert svo sposkur á svip-
inn Bjarni, hvað ertu nú að
hugsa?“ Ekki stóð á svarinu hjá
Bjarna, hann svaraði ósköp hóg-
vær: „Ég var nú bara að horfa á
sjúkraliðana þína og datt þá í hug:
Mér finnst orðinn meyjum hjá
mikill ástargassinn.
Pilsin á þeim naumast ná
niður fyrir rassinn.““
Á dögunum birtist zetu-vísa um
Sverri Hermannsson, sem var and-
vígur því að fella hana út á sínum
tíma. Hermann Jóhannesson orti:
Það var gott þegar landsfeður létu
okkur losna við hvimleiða zetu
því við skrifum öll rétt
bara ef regla er sett
sem er miðuð við minimal getu.
En mín hugsun er hreint ekki verri.
Ég vil hætta að skrifa með erri.
Ekkert hálfkák og sút
bara henda því út
og sjá þá hvað verður úr Sverri.
Ásmundur Jónsson skáld frá
Skúfsstöðum var mikill aðdáandi
Einars Benediktssonar, bjó hjá
honum og var kallaður butler
hans. Af því tilefni ortu þeir sam-
an vísu Bjarni Guðmundsson
blaðafulltrúi, Haraldur Á. Sig-
urðsson leikari og Morten Otte-
sen:
Í skáldskap við aðra ég sting mjög í
stúf
af stórbrotnu skáldjöfrakyni;
ég er undarlegt sambland af Ásmundi
Skúf
og Einari Benediktssyni.
Pétri Stefánssyni leist ekkert á
veðrið í gær:
Vekja kvíða veðrin stríð,
og varpi gríðar tjóni.
Úti er víða illskuhríð
að ergja lýð á Fróni.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af pilsum, zetu, Bjarna
frá Gröf og ástargassa
Valgeir Guðjónsson tónlistar-maður lét hafa eftir sér í út-
varpsviðtali á dögunum að tónlistar-
húsið Harpa væri eitt það besta sem
út úr hruninu hefði komið. Víkverji
er Valgeiri hjartanlega sammála.
Eftir að hafa farið á nokkra tónleika
í Eldborg og fleiri sölum, og notið
landsins fremstu matargerðarlistar
á Kolabrautinni, hefur Víkverji kom-
ist að því að Íslendingar búa yfir
gríðarlegum mannauði þegar lista-
menn eru annars vegar, hvort sem
það eru söngvarar, hljóðfæraleik-
arar, dansarar eða matreiðslumeist-
arar.
x x x
Raggi Bjarna sýndi það vel umhelgina, ásamt góðum gestum á
Vorkvöldi í Reykjavík, að það þarf
engan Tom Jones til að fylla Eld-
borgina í tvígang. Þessi síungi og sí-
káti söngvari, kominn á 78. aldursár,
leiddi fram hvern listamanninn á
fætur öðrum fyrir fullu húsi og sýndi
vel sjálfur að hann hefur engu
gleymt, þó að einstaka textalína
gleymist hér og þar. Eldborgin og
stórsveit Jóns Ólafssonar laðaði
fram það besta hjá söngvurum eins
og Eivöru Páls, Diddú, Guðrúnu
Gunnars, Bjarna Ara og Gosp-
elkórnum, Birni Jörundi og Álfta-
gerðisbræðrunum skagfirsku.
Víkverji efast t.d. um að hafa
nokkru sinni heyrt Rósina hans
Friðriks Jónssonar flutta betur og
fallegar en Sigfús og þeir bræður
gerðu þetta vorkvöld. Raggi slóst í
hópinn, líkt og í fleiri lögum, og sam-
an slógu þeir líka á létta strengi.
x x x
Nokkrar sögur fengu að fjúka, semRaggi hafði lært af þeim bræðr-
um, m.a. ein af ónefndum manni sem
kenndi hundinum sínum að tala.
Einu sinni sendi hann hundinn út í
búð að kaupa Moggann. Hundurinn
bað um pening, sem hann og fékk.
Síðan leið og beið og ekkert bólaði á
hvutta. Húsbóndinn fór að leita og
fann hundinn skömmu síðar, þar
sem hann var að hamast á tík í húsa-
sundi. „Hvað ertu að gera?“ spurði
maðurinn undrandi, „þetta hef ég
aldrei séð þig gera áður.“
„Nei,“ sagði hundurinn, „ég hef
líka aldrei fengið pening áður.“
Víkverji
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af
ávexti sínum, enda lesa menn ekki
fíkjur af þistlum né vínber af þyrni-
runni. (Lúkas 6, 44.)
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lfu
r
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
GRETTIR... ÞAÐ ER
MATUR! ÉG ER
ALLTAF EINU
SKREFI Á UNDAN
ÞÉR
HVERSU VEL
ÞEKKJUM VIÐ HANN?
ÞEFUM VIÐ AF RASSINUM
EÐA DILLUM VIÐ BARA
RÓFUNNI?
VIÐ VORUM
SKÖPUÐ FYRIR
HVORT ANNAÐ
VIÐ EIGUM
SVO MARGT
SAMEIGINLEGT
EINS
OG
HVAÐ?
TIL
DÆMIS...
...ERUM
VIÐ BÆÐI
NÍU ÁRA...
KÆRI KENNARI,
ÉG VONA AÐ ÞÉR LÍÐI
BETUR...
ÉG SKIL VEL AÐ ÞÚ
HAFIR MISST VITIÐ
ÞARNA UM DAGINN
ÞÚ HLJÓPST EFTIR
GÖNGUNUM OG
HENTIR UMSLÖGUM
Í ALLAR ÁTTIR
REYNDU BARA AÐ HVÍLA
ÞIG OG EKKI HAFA
ÁHYGGJUR AF OKKUR
PIPA
R
\
TBW
A
SÍA
111896
| 105 Reykjavík