Morgunblaðið - 15.05.2012, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Leikrit Shakespeares umrómversku stríðshetjunaKajus Marsíus, sem færviðurnefnið Kóríólanus
eftir að hann vinnur borgina Kóríólí,
hefur síður en svo glatað gildi sínu í
aldanna rás. Kóríólanus er mikil
kempa en vonlaus stjórnmálamaður.
Í upphafi leikritsins neitar hann al-
menningi um aðgang að kornbirgð-
um Rómar. Það kemur honum í koll
þegar hann snýr aftur eftir að hafa
sigrað Túllus Áfidíus, hershöfðingja
Volska, sem eiga í erjum við Róm-
verja, og sækist eftir hylli lýðsins til
að verða ræðismaður. Hvikult fólkið
styður hann í fyrstu en snýst svo
gegn honum fyrir áeggjan fénda
hans, Sisiníusar og Brútusar.
Í raun er Kóríólanus leiksoppur.
Hann er gereyðingarvopn Rómverja
gegn Volskum og nýtist til að hræða
almenning heima fyrir til hlýðni.
Hann er líka leikfang stjórnmála-
manna sem ýmist ætla að nota sigra
hans sér til pólitísks framdráttar eða
ná hylli fólksins með því að steypa
honum af stalli. Ráðabruggið snýst
hins vegar í höndum þeirra. Kóríó-
lanus gengur í niðurlægingu sinni til
liðs við Volska og sinn svarnasta
fjandmann, Áfidíus, og þeir eru við
að leggja Róm undir sig þegar móðir
hans, eiginkona og sonur koma og
biðja hann að hlífa móðurjörð sinni.
Kóríólanus og Hitler
Mikið hefur verið gert úr hinum póli-
tíska þætti leikritsins. Á fyrri hluta
20. aldar þegar fasismi ruddi sér til
rúms ásamt öðrum hugmyndum um
hið sterka vald varð Kóríólanus að
bitbeini. Uppfærsla Comedie Fran-
caise árið 1934 leiddi til óeirða kon-
ungssinna og fasista. Lögregla stöðv-
aði sýningar á leikritinu í mánuð
vegna þess hvernig franskir fasistar
gerðu Kóríólanus að táknmynd alls
þess, sem þeir vildu koma á í Frakk-
landi. Í Þýskalandi nýttu nasistar sér
leikritið. Í skólabókum var Hitler líkt
við Kóríólanus. Hans Rothe, sem
þýddi leikritið á þýsku, skrifaði að
Kóríólanus „gnæfði yfir þjóð, sem
byggi við falsstjórn í falslýðræði og
byði að leiða hana til heilbrigðara
samfélags líkt og Adolf Hitler á okk-
ar tímum vill leiða okkar elskaða,
þýska föðurland“. Eftir seinni heims-
styrjöld bönnuðu bandarísk her-
námsyfirvöld sýningar á Kóríólanusi
í Vestur-Þýskalandi.
Í Austur-Þýskalandi tók Bertold
Brecht sig til og hugðist setja Kóríól-
anus upp í marxískri túlkun líkt og
gert hafði verið í Moskvu á fjórða
áratugnum, en vildi bæta um betur
og endurskrifa leikritið. Hann tók
meðal annars út hluta þar sem
Shakespeare virtist styðja álit Kórí-
ólanusar á múgnum í viðleitni sinni
til að laga að boðskapnum. Brecht
hafði ekki lokið við breytingarnar
þegar hann lést 1956, en hans útgáfa
var sett upp í Austur-Berlín 1963.
Valdatafl og fjölskylduharmur
Ralph Fiennes gefur tóninn í kvik-
mynd sinni eftir leikritinu með því að
færa það til nútímans og taka mynd-
ina í Belgrað og víðar í Serbíu auk
Svartfjallalands og skapa umgjörð,
sem um margt minnir á átökin á
Balkanskaga í lok 20. aldarinnar. Fi-
ennes er ógnvekjandi sem Kóríól-
anus. Áhorfandinn fær enga samúð
með þessum manni, sem er eins og
illa gerður hlutur þegar hann þarf að
vera meðal fólksins og kaldur og frá-
hrindandi með fjölskyldu sinni, en í
essinu sínu í blóðugum bardaga.
Fiennes, sem bæði leikstýrir og
leikur aðalhlutverkið, notar texta
Shakespeares, en sleppir þó ýmsu og
breytir, meðal annars með því að
færa lýsingu á framvindu átaka í
sjónvarpsfréttir þar sem þulurinn
talar í bundnu máli. Það stuðar örlít-
ið í fyrstu að heyra texta Shake-
speares fluttan í stríðsgnýnum
miðjum, en það gleymist þegar
myndin kemst á skrið. Sýnendur
myndarinnar eiga heiður skilinn fyr-
ir að nota þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar í textann með myndinni.
En Kóríólanus er ekki bara póli-
tískt leikrit, heldur einnig fjöl-
skyldudrama þar sem samband son-
ar og móður tekur nánast á sig
ödipusarmynd. Þegar Virgilía, kona
Kóríólanusar, hefur áhyggjur af
manni sínum svarar móðirin Vól-
úmnía: „Ef hann sonur minn væri
minn eiginmaður, þá skyldi ég frem-
ur gleðjast af fjarvist hans, sem aflar
honum sæmdar, en af faðmlögum
hans á beði, sem bera fram ást hans.“
Vanessa Redgrave er frábær sem
Vólúmnía og samleikur hennar og
Fiennes þegar hún biður Róm griða
leiftrandi.
Kóríólanus er ekki auðmelt mynd,
en hún verðlaunar ríkulega þann,
sem leggur á sig að sökkva sér í
hana.
Ógn Leikarinn og leikstjórinn Ralph Fiennes er ógnvekjandi sem Kóríólanus. Myndin er ekki auðmelt en verð-
launar ríkulega þann, sem leggur á sig að sökkva sér í hana, segir m.a. í gagnrýni um kvikmyndina Coriolanus.
Stríðshetja og leiksoppur
Bíó Paradís
Coriolanus bbbbn
Leikstjóri: Ralph Fiennes. Aðalhlutverk:
Ralph Fiennes, Gerard Butler, Brian Cox
og Vanessa Redgrave. Bretland, 2012.
122 mín.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Maður er aldrei of gamall til að
læra á hljóðfæri og það geta allir
lært að spila. Þetta er eins og læra
nýtt tungumál að kynnast tónlist-
inni og þetta tungumál opnar
manni undraheim með tilheyrandi
lífsfyllingu og fegurð,“ segir Mar-
grét Hjaltested, víóluleikari og
kennari, sem býr og starfar í New
York. Leið hennar lá til Bandaríkj-
anna í nám fyrir 23 árum en hún
lærði fyrst við Juilliard og svo við
Mannesskólann. Síðan hefur hún
ílengst vestanhafs.
Síðastliðin átta ár hefur Margrét
kennt á sumarnámskeiðum undir
merkjum SummerKeys þar sem
fólk á öllum aldri getur einbeitt sér
að tónlistarnámi. „SummerKeys-
námskeiðin eru öllum opin og þátt-
takendur þurfa ekki að hafa neina
lágmarkstónlistarkunnáttu. Þeir
þurfa aðeins að hafa áhuga á tón-
listarnáminu og mæta með hljóð-
færi til að leika á,“ segir Margrét.
Að sögn Margrétar hófu Sum-
merKeys-námskeiðin göngu sína
fyrir tuttugu árum þegar Bruce
Potterton, stofnandi og stjórnandi
SummerKeys, ákvað að bjóða upp á
vikulangt píanónámskeið í húsi sínu
í bænum Lubec í Maine í Banda-
ríkjunum. Síðan þá hefur hug-
myndin undið upp á sig, því í dag
er kennt á fjölda hljóðfæra í allt að
tíu vikur yfir sumartímann. Um 250
nemendur leggja leið sína þangað á
hverju sumri og fjölmargir koma ár
eftir ár.
Minnir á Siglufjörð
„Lubec er lítið fiskiþorp, nyrst á
austurströnd Bandaríkjanna við
landamæri Kanada, og það tekur
ríflega 12 klst. að aka þangað frá
New York. Þetta er ákaflega fal-
legur staður í miðjum þjóðgarði, en
mjög afskekktur. Í bænum búa að
jafnaði um 1.600 manns. Að sumu
Kammerkór Reykjavíkur heldur
upp á tíu ára afmæli sitt með hátíð-
artónleikum í Háteigskirkju í kvöld
kl. 20.
Á efnisskránni eru verk eftir m.a.
Igor Stravinsky, Edvard Elgar,
Zoltán Kodály, Georges Bizet, Ant-
on Bruckner, Ariel Ramiriez,
Björgvin Þ. Valdimarsson og Eyþór
Stefánsson. Auk þess verður flutt
nýtt verk eftir Sigurð Bragason,
stjórnanda kórsins, sem nefnist Á
fótskör þinni og samið er við ljóð
Valdimars Lárussonar. Jafnframt
verður frumflutt hér á landi Le
Sette Parole di
Nostro Signore
sem er verk fyrir
kór og einsöngv-
ara eftir Pietro
Allori. Einsöngv-
ari í verkinu er
sópransöng-
konan Þóra
Gylfadóttir.
Þess má geta
að Barnakór
Hvaleyrarskóla verður sérstakur
gestur Kammerkórs Reykjavíkur á
tónleikunum.
Fagna 10 ára afmæli
Háteigskirkja
Margrét Hjalte-
sted hefur kennt
hjá SummerKeys
sl. átta sumur
„Eins og
PINNAMATUR
Skútan
FYRIR ÚTSKRIFTINA
Við val á veitingum þarf að hafa í hu
ga á
hvaða tíma dags móttakan er og hve
rsu
lengi hún á að standa. Í “standandi” v
eislum
er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til
sjö
rétta pinnaborð.
Hlaðborð
Tapas Pinnamatur
www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Pinna og Tapas borð eru afgreidd í ö
skjum þar sem kaupandi sér sjálfur u
m
að raða þeim á föt eða tilbúnir á á bo
rð á einnota veislufötum. Sé veislan 1
50
manna eða meira eru allar veitingar
afhentar á einnota veislufötum.
Þú getur lesið allt um
pinnamat og aðra rétti
á heimasíðu okkar
Verð frá 2.258 pr. mann