Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Lést af völdum veikinda 2. Egill Einarsson alvarlega veikur 3. Stakk af frá reikningnum 4. Fannst látinn á Kanaríeyjum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Hellvar hefur samið við rafræna útgáfufyrirtækið Ching Ching Bling Bling um rafræna dreif- ingu á plötum hljómsveitarinnar, m.a. á iTunes og LastFM. Plöturnar eru Bat out of Hellvar og Stop that Noise. Morgunblaðið/Ómar Hellvar og Ching Ching Bling Bling  Lokatónleikar vortónleika- dagskrár djass- klúbbsins Múlans verða haldnir ann- að kvöld, 16. maí, kl. 21 í Norræna húsinu. Fram kemur kvintett Sigmars Þórs Matthíassonar bassaleikara og leikur frumsamin lög og standarda. Múlinn heitir í höfuðið á djassgeggjaranum Jóni Múla Árnasyni. Kvintett Sigmars Þórs á Múlanum  Heimildarmyndin Fjallkonan hrópar á vægð eftir Herdísi Þor- valdsdóttur leikkonu verður frum- sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem haldin verður 25.- 28. maí. Myndin fjallar um gróð- ureyðingu og stöðvun lausa- göngu búfénaðar á Íslandi. Herdís fjár- magnaði gerð myndarinnar sjálf. Heimildarmynd eftir Herdísi á Skjaldborg Á miðvikudag Fremur hæg breytileg átt, en NV 8-13 m/s við NA-ströndina. Hiti 2 til 7 stig að deginum. Víða næturfrost. Á fimmtudag V 8-10 m/s á annesjum N-til. Hiti 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanátt, 10-20 m/s, hvassast austast. Snjókoma eða él fyrir norðan og frost 0 til 5 stig, en þurrt að kalla syðra og hiti 1 til 6 stig. VEÐUR „Ég hef ekkert heyrt frá for- ráðamönnum Potsdam eða Kristianstad og veit ekki til þess að neitt sé í gangi. Fréttirnar um að ég sé að fara til Svíþjóðar eru ekki á neinum rökum reistar,“ sagði Margrét Lára Viðars- dóttir, leikmaður Potsdam, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristianstadblaðið birti í gær frétt um að líkur væru á því að Margrét væri á leið til Kristianstad á ný. »1 Margrét Lára sefur alveg róleg Lars Lagerbäck, þjálfari karlalands- liðsins í knattspyrnu, bætir enn leik- mönnum í landsliðshóp sinn. Hann tilkynnti í gær hverjir yrðu með í leikjunum við Frakka og Svía undir lok þessa mánaðar og þar hefur hann bætt við fimm leikmönnum frá tveimur fyrstu leikjum sínum með liðið í febrúar. Samtals hefur hann þá valið 42 leikmenn fyrir fjóra fyrstu leiki sína. »4 Lagerbäck kominn með 42 leikmenn Stjarnan úr Garðabæ vann sinn fyrsta leik í Pepsídeild karla í knatt- spyrnu á þessu sumri þegar liðið sigraði Keflavík 1:0 suður með sjó í fyrsta leik 3. umferðar í gærkvöldi. Garðbæingar eru taplausir en þeir höfðu áður gert jafntefli gegn KR og Fylki. Keflvíkingar eru með fjögur stig eftir að hafa gert jafntefli við Fylki og unnið Grindavík. »2-3 Fyrsti sigur taplausra Garðbæinga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Það voru ekki einungis Manchester- búar sem fögnuðu þegar knatt- spyrnuliðið Manchester City hamp- aði Englandsmeistaratitlinum á sunnudag. Hópur manna úr Man- chester City-klúbbnum á Íslandi var á vellinum og varð vitni að æsilegum lokamínútum þegar liðið skoraði tví- vegis í uppbótartíma og tryggði sér sigur, 3-2, á Queens Park Rangers. Magnús Ingvarsson er formaður Manchester City-klúbbsins og hefur verið stuðningsmaður liðsins frá árinu 1969. „Geðshræringin og gleðin var engu lík. Það gjörsamlega brjálaðist allt. Eftir á að hyggja var miklu skemmtilegra að vinna með þessum hætti en ef liðið hefði verið komið í 3-0 í hálfleik. Ég get við- urkennt það að það var komið ákveð- ið vonleysi í stuðningsmennina og margir fúlir. Sumir voru farnir þegar (Sergio) Aguero skoraði sigur- markið,“ segir Magnús. Titillinn er sá fyrsti sem Manchester City vinn- ur síðan 1968. Komið að þeim ljósbláu Lokaandartökin voru æsispenn- andi. „Ég náði að halda ró minni. Svo bærðist smávon í brjósti þegar við jöfnuðum. Þegar sigurmarkið kom var eins og stúkan myndi hrynja. Allt varð vitlaust. Ég sá það svo í sjón- varpinu að þeir sem voru farnir af vellinum voru að reyna að klifra inn á hann aftur,“ segir Magnús. Erkifjendurnir í Manchester United hafa hampað Eng- landsmeistaratitlinum margsinnis á síðustu árum en nú var komið að þeim ljósbláu að gleðjast. „Eftir leik þustu stuðningsmenn út á götu og enduðu flestir á City square í Manchester. Maður sá varla einn einasta stuðningsmann Manchester United. Að vísu var einn mættur í gleðina á pöbbnum sem við fórum á um kvöldið. Hann fékk að sjálfsögðu aðeins að finna fyrir því. Hann tók því vel, lét þetta yfir sig ganga og brosti. Það voru engin leið- indi manna í milli. Fóru í viðtal við arabísku Sky Við lentum í viðtali á arabískri sjónvarpsstöð sem Sky opnaði fyrir um viku. Þar talaði arabískur frétta- maður við myndatökuvélina á arab- ísku og svo við okkur á ensku og þýddi fyrir áhorfendur. Viðtalið var um okkar upplifun sem stuðnings- menn Manchester City. Stöðin nær til um 50 milljóna manna. Það er óhætt að segja að við höfum verið landi og þjóð til sóma,“ segir Magn- ús. Geðshræring og gleði engu lík  Gleðistund hjá stuðningsmönnum Manchester City Bláklæddir Hluti hópsins sem fór á vegum klúbbsins á leikinn. Þeir fögnuðu ákaft þegar liðið vann titilinn. „Eftir leikinn sjálfan var gleðin mikil. Menn á öllum aldri féll- ust í faðma með tárin í aug- unum. Maður upplifir þetta bara einu sinni og við eigum eftir að muna þetta þangað til tærnar fara upp í loft,“ segir Magnús Ingvars- son. „Það verður ekki fyrr en um næstu helgi sem allir verða búnir að greiða úr þessum tilfinn- ingaflækjum sem fylgja þessu. Enginn rithöfundur hefði komist upp með að skrifa kvik- myndahandrit eins og þetta.“ Með Magnúsi í för voru nokkrir Íslendingar sem hafa fylgt félag- inu í rúm 40 ár. Til umræðu hafði komið að fara á leik Sunderland og Manchester United sem var á sama tíma en það var áður en ljóst var að Manchester City gæti tryggt sér titilinn á sunnudag. „Sem betur fer völdum við þenn- an leik. Guð er góður,“ segir Magnús. Guð góður við stuðningsmenn TÁR OG TILFINNINGAFLÆKJUR SEM BÍÐA Í VIKU Tilbúinn Magnús Ingvarsson í hátíðarbúningi á leið á völlinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.