Morgunblaðið - 11.06.2012, Page 1
M Á N U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 134. tölublað 100. árgangur
HELGA BJÖRG
NOSTRAR VIÐ
HVERJA FLÍK STREYMI TÍMANS
KRAFTUR OG
SKÖPUN Í
MINNINGUNUM
ÚTILISTAVERK AFHJÚPAÐ I I ÞAÐ KEMUR ALLTAF NÝR DAGUR 26MÝR DESIGN 10
Mikil bráðnun verður af Vatnajökli í
sumar að sögn Magnúsar Tuma
Guðmundssonar, prófessors í jarð-
eðlisfræði við Háskóla Íslands, en
hann var fararstjóri rannsókn-
arferðar á vegum Jöklarannsókna-
félagsins sem nýlega var farin í
Grímsvötn og Vatnajökul. Afleiðinga
Grímsvatnagossins gætir enn.
„Við reiknum með að mjög mikil
bráðnun muni eiga sér stað á vest-
anverðum Vatnajökli í sumar,“ segir
Magnús. Landris við Vatnajökul var
einnig mælt, en það nemur nú um 3
cm á ári vegna minnkunar jökulsins.
Afleiðingarnar eru meðal annars
hækkun vatnsborðs í jökulvötnum
og ám, „vatn mun aukast í jökulám,
sérstaklega sunnan til, þótt veðrátta
ráði reyndar mestu um það,“ segir
Magnús. Í leiðangrinum var siglt á
þeim hluta lónsins sem eftir var. Þar
voru tekin sýni og mælingar fram-
kvæmdar. ,,Lónið er í raun og veru
stórmerkilegt því það er mjög heitt,
í gígnum var dálítil á með 45 gráða
heitu vatni. Einnig var nokkur
hundruð metra breiður hluti lónsins
við baðvatnshita, eða 25-40 gráður.
Austari hluti lónsins er þó töluvert
kaldari, en samt býsna volgur miðað
við að ísveggir umkringja hann á all-
ar hliðar,“ segir Magnús Tumi en
hátt hitastig lónvatnsins er leifar af
hita úr eldgosinu. Og öskufokið held-
ur áfram. Magnús segir að í þurrka-
tíð verði töluvert fok í sumar og geti
jafnvel varað lengur.
gudrunsoley@mbl.is »12
Mikil bráðnun á Vatnajökli
Umkringd ís Heit lón eru í gígnum frá seinni hluta gossins í maí í fyrra í
suðvesturhorni Grímsvatna, en myndin er tekin þann 3. júní síðastliðinn.
Afleiðinga eldgossins gætir áfram 45 gráða heit lón
Landris þrír cm og vatnsborðið hækkar í jökulám
Ljósmynd/Magnús Tumi Guðmundsson
Tónleikar Elvis Costello fóru fram í Hörpu í gær-
kvöldi og var rífandi stemmning að sögn við-
staddra, en Costello bauð tónleikagestum að biðja
um óskalög á vefsíðu sinni í aðdraganda tón-
leikanna.
Costello, sem heitir réttu nafni Declan McManus,
hefur dvalið hér á landi frá því á föstudag og mun
staldra við í nokkra daga. Þetta er ekki fyrsta Ís-
landsferð tónlistarmannsins því hann kom hingað
til lands árið 2003 með Diönu Krall, þáverandi unn-
ustu sinni og núverandi eiginkonu.
Upprunalega átti að halda tónleikana 21. nóv-
ember á síðasta ári, en þeim var frestað vegna veik-
inda föður Costellos.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Costello fór á kostum
Enski hjartaknúsarinn mættur til landsins
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Það að þessi stofnun skuli vera svona
hryllilega á sig komin og svona ónýt að inn-
an, að það vanti stórar fjárhæðir upp á að
eignir dugi fyrir
skuldum, er nátt-
úrulega að sjálf-
sögðu á ábyrgð
þeirra sem ráku
þennan sparisjóð,“
segir Steingrímur
J. Sigfússon, efna-
hags- og við-
skiptaráðherra, um
stöðu SpKef en rík-
ið þarf að greiða 25
milljarða króna,
með vöxtum, vegna
samruna spari-
sjóðsins við Lands-
bankann.
Að sögn Stein-
gríms er um að
ræða sokkinn
kostnað sem verði að færa inn í bækur rík-
isins. Hann segir þetta eðlisólíkt ýmsum
öðrum útgjöldum að því leytinu til að hér sé
um að ræða hreint tap.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að 25 milljarðar
króna muni lenda á skattgreiðendum lands-
ins vegna SpKef-málsins. „Það er einungis
beinn útlagður kostnaður en við vitum auð-
vitað aldrei hver er kostnaðurinn af því að
halda svona uppvakningsbanka uppi, en
það er nafnið sem Árni Páll Árnason gaf
þessum bönkum í ráðherratíð sinni,“ segir
Guðlaugur Þór. Hann segir að skynsamleg-
ast hefði verið vorið 2009, þegar menn sáu
stöðuna, að fara með SpKef og Byr í slita-
meðferð. Óskað hefur verið eftir athugun á
aðkomu Steingríms að málinu.
MSokkinn kostnaður »4
Ábyrgð
stjórn-
endanna
25 milljarðar lenda
á skattgreiðendum
SpKef-málið
» Þingmaður
segir kostnað
skattgreiðenda
vegna málsins
nema um 25
milljörðum.
» Ráðherra seg-
ir að um sé að
ræða hreint tap.
» Óskað eftir at-
hugun á aðkomu
ráðherra.
Eftir bankahrunið 2008 stöðv-
uðust framkvæmdir við ráðstefnu-
og tónlistarhúsið við Austurhöfn,
sem síðar fékk nafnið Harpa sem
kunnugt er, og samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins kom sá
möguleiki til alvarlegrar skoðunar
innan stjórnsýslunnar að hætta al-
farið framkvæmdum og láta rífa
húsið.
Eftir nokkra krísufundi, þar sem
listamenn voru m.a. fengnir til að
sannfæra embættismenn, stjórn-
málamenn og bankamenn um þýð-
ingu og hlutverk hússins fyrir
menningarlíf þjóðarinnar, ákváðu
ríki og borg að halda fram-
kvæmdum áfram. Var það talið
hagkvæmara en að stoppa verkið
og láta verktaka fara í þrot. »6
Kom til tals að láta
rífa tónlistarhúsið
Harpa Fleiri en milljón gestir hafa komið í
tónlistarhúsið á rúmu ári.
Morgunblaðið/Júlíus
„Þetta er orðið
ófremdarástand
hringinn í kring-
um landið, það
er í raun alveg
sama hvar borið
er niður. Varg-
inum mun fjölga
stjórnlaust ef
ekki verður
komið böndum á hann,“ segir Hall-
dór Halldórsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, um
baráttuna við varg á borð við ref og
mink. Sveitarfélögin greiddu um
120 milljónir króna árið 2010 til
refa- og minkaveiða en ríkið hefur
dregið verulega úr þátttöku í þess-
um kostnaði. Halldór segir þetta
hafa haft mikil áhrif og mörg
smærri sveitarfélög eigi í vandræð-
um með að halda varginum í skefj-
um á stóru landsvæði. »16
Ófremdarástand
í eyðingu vargs
29