Morgunblaðið - 11.06.2012, Page 4

Morgunblaðið - 11.06.2012, Page 4
Jón Gnarr 10.464 hafa skráð sig á undirskrifta- lista á vefsíðunni kjosendur.is þar sem lýst er yfir vantrausti á rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hvatt til þess að þing verði rofið og boðað verði til alþingiskosninga. Alls hafa 1.020 lýst yfir vilja sínum til að Jóni Gnarr borgarstjóra verði sagt upp störfum ásamt öðrum borg- arfulltrúum meirihlutans í Reykja- vík. Undirskriftasöfnun fer fram á vefsíðunni rekinn.is, en að baki síð- unni standa Ragnar Torfi Geirsson, Leó Már Jóhannsson og Eggert Teitsson. Kjósendur tjá hug sinn Jóhanna Sigurðardóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Alicante Frá 16.900 kr. Allra síðustu sætin í júní Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð á völdum dagsetningum til og frá Alicante í júní. Höfum einnig bætt við flugum til og frá Alicante í sumar og haust. Netver ð: Frá kr. 16.900 Flugsæti á m ann aðra leið ina með sköt tum. BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það sem er alvarlegast í þessu er þetta með eiginfjárhlutföllin og það að menn voru að stofna þarna banka sem voru síðan farnir á hausinn 10 mánuðum seinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, spurður út í SpKef málið svokallaða. Að sögn Guðlaugs Þórs söfnuðu SpKef og Byr innlánum, og Byr hélt áfram að stofna útibú, á sama tíma og umræddar fjármálastofnanir voru í fanginu á fjármálaráðherra og undir nánu eftirliti af hálfu Fjármálaeftir- litsins. Hann segir að skynsamlegast hefði verið vorið 2009, þegar menn sáu stöðuna, að fara með SpKef og Byr í slitameðferð. „En aðalatriðið er náttúrlega þetta að menn verða að fara eftir lögum og reglum, þeir upp- fylltu ekki þessi eiginfjárhlutföll,“ segir Guðlaugur Þór. Miklar fjárhæðir „Það er svo undarlegt í þessu hvernig þetta hefur getað mallað svona áfram, hvernig Steingrímur [J. Sigfússon] hefur komist upp með að láta þetta ekki fara í Bankasýsluna og hvernig í ósköpunum þú getur rekið banka án þess að uppfylla lögbundin eiginfjárhlutföll,“ segir Guðlaugur Þór en að hans sögn er um gríðarleg- ar fjárhæðir að ræða og segir hann að um 25 milljarðar króna muni lenda á skattgreiðendum vegna þessa. „Það er einungis beinn útlagður kostnaður en við vitum náttúrlega aldrei hver er kostnaðurinn af því að halda svona uppvakningsbanka uppi, en það er nafnið sem Árni Páll Árna- son gaf þessum bönkum í ráðherratíð sinni,“ segir Guðlaugur Þór. Á ábyrgð fyrrverandi stjórn- enda „Það að þessi stofnun skuli vera svona hryllilega á sig komin og svona ónýt að innan að það vanti stórar fjár- hæðir upp á að eignir dugi fyrir skuldum er náttúrlega að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra sem að ráku þennan sparisjóð,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, og bætir við: „Það er lágkúra af versta tagi að reyna að færa ábyrgðina af því yfir á herðar stjórn- valda sem að fengu málið í fangið og urðu að vinna úr því.“ Steingrímur segist þar af leiðandi telja að ástæða sé til að bíða eftir skýrslu rannsóknarnefndar um spari- sjóðina sem væntanleg er í haust, þar fáist vonandi innsýn í það hvers vegna sparisjóðirnir séu svona hryllli- lega á sig komnir. „Á meðan að menn færa ekki einhver rök fyrir því hvern- ig menn hefðu getað staðið í grunninn einhvern veginn öðruvísi að málum og sýna fram á það með dæmum að það hefði mátt komast hjá þessum kostnaði, eða draga eitthvað úr hon- um, þá eru þetta órökstuddar ásak- anir eða ekkert annað en dylgjur og ekki er hátt risið á því,“ segir Stein- grímur. Aðspurður hvaða áhrif þetta muni hafa á rekstur hins opinbera segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að þetta er sokkinn kostnaður sem verð- ur að færa inn í bækur ríkisins, rétt eins og gjaldþrot Seðlabankans og annað slíkt.“ Hann segir þetta eðlis- ólíkt ýmsum öðrum útgjöldum að því leytinu til að hér sé um að ræða hreint tap. „Að sjálfsögðu er þetta meira en menn vonuðust til að sleppa með framan af en það var auðvitað ljóst frá byrjun að það myndi alltaf kosta ríkið verulegar fjárhæðir, annað hvort í formi þess að reiða fram nýtt eigið fé í sparisjóðinn ef hann yrði settur á hendur, reistur og rekinn til frambúð- ar þá reiknuðu menn með að þær fjár- hæðir gætu verið um 9-10 milljarðar. Nú síðan þegar ljóst var að sú leið reyndist ekki fær, sparisjóðurinn var svo hryllilega á sig kominn, þá var það mat sem ríkið hafði í höndunum að þetta gætu kannski orðið um 11 milljarðar,“ segir Steingrímur. Í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins staðfesti Róbert Marshall, annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að minni- hluti nefndarinnar hefði lagt fram ósk um það að aðkoma Steingríms J. Sig- fússonar að SpKef-málinu yrði athug- uð. „Sokkinn kostnaður“  Þingmaður Sjálfstæðisflokksins undrast meðferð SpKef málsins og kostnað vegna þess  Steingrímur segir málið á ábyrgð fyrrverandi stjórnenda SpKef Ljósmynd/Víkurfréttir SpKef Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri SpKef, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynna samruna SpKef og Landsbankans. Steingrímur J. segir í samtali við Morgunblaðið að fv. stjórnendur SpKef beri ábyrgð á ástandi sparisjóðsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Sendinefnd frá Google kom til lands- ins fyrir helgi á vegum forsetaemb- ættisins. Nefndin kom til að kanna grundvöll að samstarfi sem tryggt getur ábyrgara eftirlit með veiðum á heimshöfum og hvernig upplýs- ingatækni og reynsla Íslendinga get- ur nýst í þessum efnum. Niðurstaða heimsóknarinnar var að vinna grundvöll að áætlun um slíkt sam- starf á næstu mánuðum og miss- erum. Nefndin fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta, ýmsum fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, í sjávarútvegi og ýmsum stofnunum svo sem Siglingastofnun og Hafrann- sóknastofnun. Heimsóknin er fram- hald af viðræðum sem Ólafur Ragnar átti við fulltrúa Google á ráðstefnu Economist í Singapúr. „Þeir eru að viða að sér íslenskri tækniþekkingu. Við kynntum þeim vef stofnunarinnar ,,Veður og sjólag“ sem gefur upplýsingar m.a. um veð- ur, öldufar og sjávarhæð. Auk þess kynntum við sjálfstætt auðkenna- kerfi skipa og lögskráningakerfi sjó- manna,“ segir Þórhildur Elín El- ínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði ótrú- lega tækniþróun vera í starfsemi G- oogle og að þar lægju miklir mögu- leikar. „Við vorum að bera saman bækur okkar og það var áhugavert að fara yfir þetta með þessu fólki hjá Google sem er þar leiðandi. Við höf- um áhuga á að skoða þetta nánar og gerum ráð fyrir því að vinna eitthvað meira úr þessu,“ segir Jóhann Sendinefndin frá Google sam- anstóð af þremur háttsettum starfs- mönnum, en það voru þau Michael T. Jones, einn höfunda Google Earth, Jenifer Austin Foulkes framleiðslu- stjóri og dr. Kurt Schwehr talsmaður tæknimála. Áhugi á að beita íslensk- um kerfum á heimsvísu Ljósmynd/Siglingastofnun Google Sendinefndin hitti fulltrúa Siglingastofnunar á fundi.  Google-nefnd kom til Íslands „Menn verða náttúrlega að bera ábyrgð í svona fyrirtæki, allavega voru launin þeirra miðuð við það, bæði stjórnarmenn, stjórnendur og endurskoðendur,“ segir Þórunn Einarsdóttir, formaður stjórnar stofnfjáreigenda, en stofnfjáreig- endur Sparisjóðsins í Keflavík hafa nú hafið undirbúning að mál- sókn og kæru á hendur fyrrver- andi stjórn, stjórnendum og end- urskoðendum sparisjóðsins. „Það voru 16 milljarðar sem stofnfjáreigendur áttu,“ segir Þór- unn aðspurð hversu miklu tjóni stofnfjáreigendurnir telji sig hafa orðið fyrir. Hún bætir við að þetta sé allt farið. Þórunn segir stofnfjáreigendur Sparisjóðs Keflavíkur komna með lögmann í málið, Sigríði Rut Júl- íusdóttur, hæstaréttarlögmann og einn af eigendum Réttar. skulih@mbl.is Stofnfjáreigendur segjast hafa orðið fyrir 16 milljarða tjóni ÆTLA AÐ HÖFÐA MÁL GEGN FYRRVERANDI STJÓRNENDUM Framtalsskil skattgreiðenda voru með besta móti í ár, þótt allt- af séu einhverjir sem skila seint. „Það koma enn inn framtöl á hverjum degi,“ segir Karl Óskar Guðmundsson frá tæknisviði ríkis- skattstjóra, en netframtal einstaklinga var opnað hinn 6. mars og var skilafrestur til 22. mars. Að hans sögn verða lokaskil lík- lega um 95%, sem er svipað hlutfall og í fyrra. Meginmunur milli ára ligg- ur í því að framtöl skila sér inn nokkru fyrr í ár en í fyrra. Í ár gátu um 40% framteljenda notað einfölduð framtalsskil, en drjúgur hluti fram- teljenda kýs að skila á pappír eða nota aðkeypta framtalsaðstoð. Í grein Karls og Helga S. Guðnasonar í Tí- und, tímariti ríkisskattstjóra, kemur fram að fyrir sé að þakka aukinni áherslu á auglýsingar, sem og auk- inni áritun upplýsinga á framtal auk betrumbóta í einfaldari útgáfu fram- talsins. Að þeirra mati stuðlar þetta að einfaldara framtali og jákvæðri umræðu um framtalsskilin. Framtalsskil verið með besta móti Framtöl Skila sér fyrr inn í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.