Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Í samstarfsyfirlýsingu Bestaflokksins og Samfylkingarinnar eftir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar sagði: „Siðareglur borg- arstjórnar verði endurskoðaðar.“    Ennfremur segirað þrýst skuli á að „sett verði á stofn siðanefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til að úrskurða í álita- málum og þegar grunur vaknar um brot á siðareglum“.    Þetta var mikil-væg stefnu- mörkun og auðvitað er nauðsynlegt að siðareglur borgarinnar verði endur- skoðaðar og ekki síður að hægt verði að úrskurða í álitamálum því að reynslan sýnir að þau geta verið ófyrirsjáanleg.    Nú þarf að drífa í þessari endur-skoðun því þegar síðast var gáð sagði ekkert um það í siða- reglum borgarinnar að þær giltu að- eins frá kl. 9-17 virka daga en raun- veruleikinn er sá að eftir að Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við völdum hafa reglurnar ekki gilt ut- an þessara tímamarka.    En fleira ætti að takmarka siða-reglurnar. Þær ættu aðeins að vera fyrir borgarfulltrúa þegar þeir eru staddir í ráðhúsinu og þess vegna væri eðlilegast að miða þær ekki aðeins við stund heldur einnig stað.    Þá þurfa borgarfulltrúar, sem eruekki borgarfulltrúar nema á milli níu og fimm og aðeins þegar þeir eru staddir í ráðhúsinu, ekkert að hafa áhyggjur af því hvernig þeir hegða sér og þurfa ekki að vera með óþarfa samviskubit þó að þeir geri eitthvað sem þeir mættu ekki gera í ráðhúsinu um miðjan dag. Einar Örn Benediktsson Aðeins í ráðhúsinu STAKSTEINAR Jón Gnarr Kristinsson Veður víða um heim 10.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 léttskýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 9 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað Vestmannaeyjar 8 alskýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 15 þrumuveður Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 12 súld London 16 skýjað París 15 skúrir Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 16 alskýjað Moskva 18 skýjað Algarve 25 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 21 skýjað Montreal 23 léttskýjað New York 27 heiðskírt Chicago 30 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:01 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:17 23:38 Meirapróf Næsta námskeið byrjar 13. júní 2012 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is ,,Okkur fannst óskilamunum vera að fjölga og fannst því ástæða til þess að reikna út verðmæti allra þeirra óskilamuna sem í skólanum eru. Þetta er gert til að ýta við okk- ur sjálfum og foreldrum til að gera betur í að koma þessum munum til skila,“ segir Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla. Óskilamunir í skólanum voru verðmetnir upp á 1,2 milljónir króna og var varlega áætlað. Þetta er gríðarlega mikið magn af óskila- munum frá nemendum og má þar nefna úlpur, hlífðarbuxur, peysur, boli, handklæði, íþróttaföt, skó, lykla og ýmislegt fleira. ,,Langmest er af flíkum og svo auðvitað fullt af smáhlutum,“ bætir Ásgeir við. Starfsfólk taldi alla hlutina og mat verðmæti þeirra með því að koma sér saman um verðmat á hlutunum. Síðan var fundið út heildarverðmæti þess sem skilið hafði verið eftir. 3.000 krónur á hvert barn „Við höfum ekki verðmetið óskilamuni síðan 2007,“ segir Ás- geir en þá var verðmæti óskil- amuna um ein milljón króna. Því má segja að staðan sé svipuð í dag og árið 2007. Um 400 nemendur eru í skól- anum og því má ætla að hver þeirra hafi að meðaltali tapað munum í skólanum fyrir um 3.000 krónur í vetur. Við skólaslit á fimmtudag tók Ásgeir fjölda óskilamuna upp og var mikið af þeim þá sótt. ,,Það fór heilmikið af þessu aftur heim og er það ánægjulegt,“ segir Ásgeir. Etir að óskilamunirnir hafa legið í dágóðan tíma í skólanum verður öllu safnað saman og sent Rauða krossinum. Að sögn Ásgeirs gefa langflestir skólar óskilamuni til Rauða krossins og er þessu þar ávallt tekið fagnandi. „En það er þó óþarfi að þetta skuli vera svona mikið. Þetta er sóun á verðmæt- um,“ segir Ásgeir. Ljósmynd/Háteigsskóli Óskilamunir Gríðarlega mikið er af óskilamunum í Háteigsskóla. Mikið af dótinu var sótt við skólaslit en afgangurinn fer til Rauða Krossins Verðmæti óskila- muna í Háteigs- skóla 1,2 milljónir  Vilja vekja meiri athygli á magninu Norræna vega- sambandið, NVF, stendur fyrir þriggja daga ráð- stefnu, Via Nor- dica, sem hefst í Hörpu í dag. Yfir 800 norrænir vegagerðarmenn hafa boðað komu sína en þetta er í fyrsta sinn sem þessi ráðstefna er haldin hér á landi. Fer hún fram fjórða hvert ár en NVF var stofnað árið 1935. Ísland, með Vegagerðina í fararbroddi, hef- ur stýrt starfi sambandsins frá árinu 2008 þegar Via Nordica var haldin í Helsinki í Finnlandi. Í Hörpu verða fluttir ýmsir fyrirlestrar og mál- stofur haldnar er tengjast vegagerð og umferðaröryggi. Yfir 800 gestir á ráðstefnu um vegagerð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.