Morgunblaðið - 11.06.2012, Side 9

Morgunblaðið - 11.06.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Sláttutraktorar Ýmsar útfærslur mosatætarar, jarðvegstætarar, laufblásarar, kantskerar. Garðsláttuvélar Rafmagns- eða bensíndrifnar Úðabrúsar 1-20 ltr. Með og án þrýstijafnara Einnig Sláttuorf Rafmagns- eða bensíndrifnar Keðjusagir Rafmagns- eða bensíndrifnar Hekkklippur Rafmagns- eða bensíndrifnar Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér garðvinnuna Gerðu garðverkin skemmtilegri GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 07 53 HVERT SEM TILEFNIÐ ER Einn stálheppinn var með allar töl- urnar réttar í lottóinu á laugardag. Hann hlýtur 73.106.160 krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Leirunesti við Leiruveg á Akureyri. „Þetta er einn stærsti vinning- urinn í lottóinu í langan tíma,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri Getspár. „Þeir sem keyptu miða í Leiru- nesti hljóta að vera byrjaðir að kíkja á hann, vinningshafinn hefur líklegast samband í dag eða á morgun,“ segir Stefán. Vinningur- inn var orðinn sjöfaldur og höfðu gríðarlega margir keypt sér miða. Allir vinningar eru skattfrjálsir og arðurinn af þeim fer til góðra mál- efna eins og íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalagsins að sögn Stefáns Þá segir Stefán að öllum vinn- ingshöfum, sem vinna meira en fimm milljónir, sé boðið upp á fjár- málaráðgjöf. Alls voru greiddar 88.328.170 krónur í lottóvinninga á laugardagskvöldið. Ásamt stóra vinningnum voru fjórir með bónusv- inning og hver þeirra hlaut 220.000 krónur í vinning. Þá voru fjórir með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlutu þeir 100.000 krónur hver. aslaug@mbl.is Vann 73 milljónir í lottó Ljósmynd/lotto.is  Stærsti vinning- urinn í langan tíma Rúmlega 100 reiðhjól voru boðin upp hjá óskilamunadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjöldi manns mætti á upp- boðið og bauð ákaft í hjólin. Hjólin sem seld voru hafa fundist í óskilum víða á höfuðborgarsvæð- inu og enginn hefur hirt um að sækja þau. Á síðasta ári voru tilkynningar um stolin reiðhjól tæplega 650 hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er ljóst hvað verður um meiri- hluta þeirra enda berst aðeins hluti hjólanna til óskilamunadeildar. Algengt er að hjól berist þangað nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur nokkrum, jafn- vel mörgum vikum seinna til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Lögreglan bendir fólki á mik- ilvægi þess að geyma reiðhjól á eins öruggum stað og unnt er og alls ekki skilja þau eftir ólæst. Ef illa fer, og hjóli er stolið, getur komið sér vel ef eigandinn hefur raðnúmer (stellnúmer) þess tiltækt. Það auðveldar lögreglu að koma því til skila ef það á annað borð kemur í óskilamunadeild hennar. Morgunblaðið/Júlíus Reiðhjól Fjölmennt var sem fyrr á reiðhjólauppboði lögreglunnar. Slegist um ríflega 100 hjól á uppboði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.