Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 „Ég ætla að mæta í vinnuna og fá síðan fjölskylduna í mat um kvöld- ið og safna fólkinu saman heima hjá mér,“ segir Goði Sveinsson, framkvæmdastjóri Northwear, en hann fagnar 54 ára afmæli sínu í dag. Að sögn Goða munu 10-12 manns mæta til hans í afmælis kvöld- verðinn, þ.á m. börn, tengdabörn og barnabörn hans. „Já, ég fékk fyrstu afmælisgjöfina í gær og það var úrval af djass- tónlist sem ég hef miklar mætur á, Stan Getz, og svo smádót í stang- veiðina en ég er einmitt á Þingvöllum að renna fyrir silung núna,“ sagði Goði þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum síðastliðinn föstudag. Goði var dagskrárstjóri Stöðvar 2 á fyrstu árum sjónvarpsstöðv- arinnar. „Á ævintýraárunum með Jóni Óttari og svo framvegis,“ segir Goði aðspurður hvenær hann hafi starfað hjá Stöð 2. Hann segir einn afmælisdag sérstaklega eftirminnilegan. „Þegar ég varð fimmtugur buðum við allri fjölskyldunni til Ítalíu í viku sæl- keraferð,“ segir Goði og bætir við að þau hafi verið 13 saman, stór- fjölskyldan, í Piemonte-héraði og stundað þar vínsmökkun ásamt því að neyta frábærs matar og skoða sig um. Að sögn Goða er Pie- monte-hérað í miklu uppáhaldi hjá þeim hjónum. „Þetta er alveg ein veisla fyrir augu, eyru og bragðlauka,“ segir Goði. skulih@mbl.is Goði Sveinsson verður 54 ára í dag Morgunblaðið/Ómar Sælkeraferð Goði ásamt stórfjölskyldunni í Piemonte-héraði á Ítalíu en þangað bauð hann stórfjölskyldunni í vikulanga sælkeraferð. Býður fjölskyld- unni í kvöldmat J ón fæddist að Stóragerði í Skagafirði en ólst upp að Óslandi frá 1946. Hann lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum í Reykholti 1959 og prófi frá Samvinnuskól- anum 1963. Í Kaupfélagi Héraðsbúa í 20 ár Jón stundaði verkamannavinnu hjá Vegagerðinni og Síldarverk- smiðjum ríkisins 1959-60, versl- unarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga 1960-63, var verslunarstjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum 1963-78, félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978-84, alþm. Framsóknarflokksins í Aust- urlandskjördæmi 1985-2007, rit- stjóri Tímans 1992-93 og 1994-95, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 2001-2006 og félagsmálaráð- herra í þrjá mánuði 2006. Jón var ritstjóri vikublaðsins Austra á Egilsstöðum 1974-99, sat í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974-87, var stjórnarformaður Hér- aðsskjalasafns Austfirðinga 1975-88, Jón Kristjánsson, fyrrv. alþm. og ráðherra, 70 ára Í fjallgöngu Jón og Margrét virðast ekki vitund lofthrædd þar sem þau tróna á hæsta tindi og njóta útsýnisins í austurrísku Ölpunum. Ljóða- og djassunnandi Horft yfir bernskuslóðirnar Jón horfir yfir Skagafjörð af Óslandshlíðarfjalli. Þórðarhöfði og Drangey í baksýn. Reykjavík Breki Leó fæddist 16. ágúst kl. 10.42. Hann vó 11 merkur og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Hjördís Anna Jónsdóttir og Björn K. Þor- steins. Nýir borgarar Hafnarfjörður Andrea Ósk fæddist 11. ágúst kl. 20.51. Hún vó 4.060 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Þóra Ósk Böðvarsdóttir og Karl Ólaf- ur Sveinsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is Ferskur fiskur öll hádegi í Víkinni - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.