Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 4
Undirbúningur fyrir tökur á er-
lendri kvikmynd stendur nú yfir í
gígnum Hrossaborg í Mývatns-
sveit. Að sögn Þórs Kjartanssonar,
tökustaðastjóra íslenska fyrirtæk-
isins True North sem annast und-
irbúninginn, munu margir íslensk-
ir kvikmyndagerðarmenn koma að
verkefninu en hátt í 150 manns
koma til með að starfa við tökur á
myndinni þegar mest lætur. Tök-
urnar hefjast síðar í sumar og
fara fram víðar um landið. Ekki
er gefið upp hvaða kvikmynd er
um að ræða.
Minniháttar tilfærslur hafa ver-
ið gerðar í gígnum við undirbún-
ing á sviðsmynd fyrir kvikmynd-
ina en að sögn Þórs hafa allir
viðeigandi aðilar verið upplýstir
um það og allt rask verði lagað
aftur.
„Þetta verður örugglega fróðleg
Íslandskynning síðar meir eins og
Dettifoss í Prómeþeifi [kvikmynd
Ridleys Scotts sem tekin var upp
að hluta til hér á landi] var í
fyrra. Þetta er bara gríðarlega
spennandi,“ segir Þór.
kjartan@mbl.is
Taka upp erlenda kvik-
mynd í Mývatnssveit
Hefja tökur í Hrossaborg í sumar
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Hrossaborg Búðir við gíginn Hrossaborg í Mývatnssveit þar sem verið er að
undirbúa sviðsmynd fyrir erlenda kvikmynd þessa dagana.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fulltrúar í umhverfis- og samgöngu-
nefnd hafa lagt fram breytingar-
tillögur í mörgum liðum við þings-
ályktunartillögur um samgöngu-
áætlanir 2011-2014 og 2011-2022
sem nú eru í meðförum Alþingis.
Meðal verkefna sem meirihlutinn
leggur sérstaka áherslu á er að bæta
tengivegi landsins og að samgöngu-
mannvirkjum verði haldið við. Hann
telur ljóst að viðhald núverandi
vegakerfis hafi liðið fyrir of ríka
áherslu á nýframkvæmdir.
Tengivegir malbikaðir
Meirihlutinn leggur til að 900
milljónum króna á ári verði varið til
að leggja bundið slitlag á tengivegi
vítt og breitt um landið í stað 500
milljóna eins og lagt er til í sam-
gönguáætlun. Margir vegir í dreif-
býli, utan hringvegar, flokkast sem
tengivegir þ. á m. vegir innan þjóð-
garða og vegir að fjölsóttum ferða-
mannastöðum. Til að gefa hugmynd
um hve tengivegir eru stór hluti
vegakerfisins þá voru þeir 2.920 km
þann 1. desember 2010 en stofnvegir
4.430 km og héraðsvegir 3.104 km.
Meirihlutinn telur einboðið að litið
sé til atvinnusköpunar við forgangs-
röðun samgönguframkvæmda. Þess
vegna leggur hann til að mann-
aflsfrekum verkefnum verði flýtt.
Þar á meðal er smíði brúa sem skap-
ar meiri atvinnu en gerð flestra ann-
arra samgöngumannvirkja. Lögð er
m.a. til fjárveiting upp á 100 millj-
ónir króna á ári til breikkunar ein-
breiðra brúa og eins að fram-
kvæmdum við gerð nýrrar brúar á
Ölfusá verði flýtt um 3-4 ár. Í sam-
gönguáætlun er gert ráð fyrir fram-
kvæmdinni á 3. tímabili, það er 2019-
2022.
Ekki er rúm til að gera grein fyrir
öllum breytingartillögunum en hvað
varðar vegaframkvæmdir á höfuð-
borgarsvæðinu leggur meirihlutinn
m.a. til að gerð Arnarnesvegar frá
Rjúpnaheiði að Breiðholtsbraut
verði flýtt um a.m.k. eitt ár. Í
áætluninni er lagt til að kaflinn frá
Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi
verði á 1. tímabili (2011-2014) og 2.
tímabili (2015-2018). Kaflinn frá
Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut verði
á 3. tímabili og síðar eða eftir árið
2019. Einnig er lagt til að gerð 2+1
vegar frá Þingvallavegi að mynni
Kollafjarðar verði flýtt um 2-3 ár en
hún er áætluð eftir árið 2019 í þings-
ályktunartillögunni.
Vill ganga lengra
Minnihluti nefndarinnar hefur
einnig lagt fram nefndarálit með
breytingartillögum. Þær eru m.a. að
gengið verði lengra í því að flýta
brýnum samgöngubótum og við-
haldi. Aukið fjármagn verði sett í
tengivegi þegar á 1. og 2. tímabili
samgönguáætlunar. Eins að fram-
kvæmdum við breikkun einbreiðra
brúa verði flýtt enn frekar, enda sé
þar um að ræða mikilvæga örygg-
isráðstöfun.
Þá er lagt til að framkvæmdum
við Hornafjarðarfljót verði flýtt og
að þær hefjist árið 2014. Þar er gert
ráð fyrir að breyta legu hringveg-
arins til samræmis við aðalskipulag
Hornafjarðar sem mun stytta hring-
veginn um 11 km.
Betri tengivegir og aukið viðhald
Fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefnd hafa lagt fram tvö nefndarálit um samgönguáætlanir
Í þeim eru margar breytingartillögur um flýtingu ýmissa samgönguframkvæmda
Morgunblaðið/RAX
Hornafjarðarfljót Framkvæmdir við hringveginn við Hornafjarðarfljót eru
með þeim stærstu á samgönguáætlun 2011-2012. Lagt er til að flýta þeim.
Stefnumarkandi samgöngu-
áætlun áranna 2011-2022 og
verkefnaáætlun áranna 2011-
2014 í samgöngum voru kynnt-
ar 14. desember 2011.
Þá voru kynntar nýjar
áherslur um að líta á sam-
göngur á landi, í lofti og á sjó
sem eina heild. Einnig aukin
áhersla á almennings-
samgöngur jafnt milli lands-
hluta og innan þeirra. Þá á að
leggja áherslu á samgöngu-
verkefni á landsvæðum sem nú
búa við lakastar samgöngur.
Sett eru markmið um greiðar
samgöngur sem m.a. felast í því
að ferðatími til næsta atvinnu-
og þjónustukjarna verði styttur.
Þá á að greiða samgöngur þar
sem þær eru nú ógreiðastar, t.d.
á sunnanverðum Vestfjörðum.
Nýjar
áherslur
VERKEFNAÁÆTLUN OG
STEFNUMÖRKUN
Atli Vigfússon
Þingeyjarsýsla | Foksandur er mik-
ið vandamál í Laxá í Aðaldal enda
hefur nokkuð verið rætt um áhrif
sandsins á búsvæði fiska og þau talin
mjög neikvæð. Hins vegar hefur
sandurinn líka mjög mikil áhrif á bú-
svæði fugla sem lifa við ána en margir
hólmar hafa hækkað mikið vegna
sandfoks og síðan byrjað að brotna í
vatnavöxtum og vindum.
Neðst í Laxá hafa sex varphólmar
horfið með öllu á síðustu áratugum og
þrír til viðbótar eru í mikilli hættu.
Kemur þar til mikið sandfok í suð-
vestanáttum sem oft eru hvassar.
Gróðurþekjan vestan Laxár neðst í
Aðaldal er rýr og þar er mikil sandur
á ferðinni þó svo að þar sé melgresi
sem heldur aðeins í við sandinn, en
þar er við ramman reip að draga.
Landgræðsla ríkisins hefur sáð í
landið og borið á það en hefur nú orð-
ið að minnka áburðarskammt sinn
vegna minni fjárhagsgetu. Þetta land
er mjög víðfeðmt og þyrfti mun meiri
aðhlynningu en nú er. Bændur og
fuglaáhugamenn sem áhuga hafa á
málinu hafa velt því fyrir sér hvað sé
til ráða en nokkuð erfitt er að finna út
hvað sé best að gera en sennilega eru
allar björgunaraðgerðir hólmanna
mjög kostnaðarsamar.
Ljóst er að leita þarf til sérfræð-
inga í málinu og hugað er nú að því að
greina vandann og bjarga hólmunum
frá þeirri eyðingu sem nú herjar á þá.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Varphólmi Þessi hólmi man sinn fífil fegri enda var hann mjög stór og þar var mikið af hreiðrum andfugla.
Varphólmar hverfa
og búsvæði fugla rýrna
Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma
er að finna á www.gottimatinn.is
Rjómi með tappa
endist lengur!
ATH!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA