Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þarna verða byggð einbýlishús, tvíbýlishús og þríbýlishús, ekkert hærra en þrjár hæðir,“ segir Ás- gerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Til stendur að byggja nýtt íbúð- arhverfi á Bygggarðasvæðinu á Sel- tjarnarnesi. Lóðin er í eigu Land- eyjar en nú stendur þar iðnaðar- hverfi sem mun víkja fyrir íbúðar- húsnæði. Ásgerður segist ekki hafa heyrt annað en íbúar Seltjarnar- ness séu almennt ánægðir með breytingarnar og segir mikla eft- irspurn eftir húsnæði á viðkomandi svæði. „Það hefur verið stefnt að því í nokkur ár að byggja íbúðarbyggð á þessu svæði. Ungt fólk sækist mik- ið eftir því að flytja á Nesið vegna þeirrar þjónustu sem þar býðst og má þar nefna skólakerfið og ná- lægðina við íþróttahreyfinguna. Svo er það eldra fólk sem meðal annars vill minnka við sig,“ segir Ásgerður. Norðurpóllinn verður rifinn Ingi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Landeyjar, segir endanlega mynd ekki komna á mál- ið. Leikhúsið og menningar- miðstöðin Norðurpóllinn er til húsa í iðnaðarhverfinu og mun það hús- næði víkja ásamt öðru að sögn Inga. „Það skiptir ekki máli hvaða hús er rifið, það sér alltaf einhver eftir því. Það verður bara að hugsa um heildarhagsmuni hverfisins.“ Ingi segir að enginn sé þó farinn að hugsa svo langt að ákveða hvenær framkvæmdir hefjist. „Það er langur vegur í að þetta verði að veruleika, það er í raun bara verið að fara í gegnum skipu- lagsmálin núna,“ segir Ingi að lok- um. Ljósmynd/Haukur Snorrason Seltjarnarnes Hér má sjá iðnaðarhverfið á Seltjarnarnesi sem mun víkja fyrir íbúðarbyggð samkvæmt áætlunum. Nýtt íbúðarhverfi á Seltjarnarnesinu  Leikhúsið og listamiðstöðin Norðurpóllinn mun víkja BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Frásögn Marcins Tomasz Lechs af skipulagningu úraránsins sem fram- ið var hjá Michelsen úrsmiðum 17. október sl. hefur tekið breytingum frá því hann gaf skýrslu fyrir dómi í febrúar. Lech, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi, kom sem vitni fyr- ir dóminn í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli gegn tveimur mönn- um til viðbótar sem játað hafa aðild að ráninu. Í febrúar sagðist Lech ekki hafa komið að skipulagningu ránsins á nokkurn hátt en hinir þrír hefðu ákveðið allt saman. Fyrir dómi í gær bað hann þá Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski af- sökunar á þeim framburði og sagðist sjálfur hafa verið milliliður á milli ónefnds höfuðpaurs í Póllandi og hinna þriggja. Höfuðpaurinn vildi Lech hins veg- ar ekki nefna og sagðist óttast hefnd- araðgerðir sem bitna myndu á fjöl- skyldu hans. Hann staðfesti þó aðspurður að umræddur maður tengdist pólskum glæpasamtökum. Upplýst var að Lech hefði fengið þá Nowak og Podburaczynski til far- arinnar. Fjórði maðurinn, sem enn gengur laus, Pawel Artur Tyminski, hefði komið inn í skipulagninguna á lokastigum að beiðni höfuðpaursins, sem vildi hafa sinn mann í hópnum. Saksóknari í málinu fór fram á að Nowak og Podburaczynski yrðu að minnsta kosti dæmdir til sömu refs- ingar og Lech hlaut en tiltók nokkrar ástæður sem gætu orðið til refsi- aukningar, þar á meðal sakaferil mannanna í Póllandi. Við flutning málsins sagði sak- sóknari að allir hefðu mennirnir tekið þátt í ráninu af fúsum og frjálsum vilja, um gríðarlega fjármuni hefði verið að ræða, mennirnir hefðu verið vopnaði eftirlíkingum af byssum og hefðu hótanir þeirra í garð starfs- fólks Michelsens haft alvarlegar af- leiðingar sem ekki sæi enn fyrir end- ann á. Innbrot sem varð að ráni Verjendur mannanna fóru hins vegar fram á vægustu refsingu og báru við að þeir hefðu verið fengnir til Íslands til að brjótast inn í versl- unina í skjóli nætur. Þegar það hefði ekki gengið eftir hefðu þeir verið þvingaðir til að fremja innbrotið. Óbeinar hótanir Lechs um að illt biði þeirra í Póllandi ef þeir kæmu ekki með úrin hefðu orðið til þess að þeir létu tilleiðast. Þeir hefðu því framið ránið af ótta við hvað biði þeirra ann- ars. Verjandi Nowaks sagði um að ræða anga af skipulagðri glæpastarf- semi og málið væri nokkuð líkt fíkni- efnamáli þar sem Nowak og Podbu- raczynski væru burðardýr. Gætu ekki fjármagnað Nowak og Podburaczynski játuðu aðild að ráninu en höfnuðu því alfarið að hafa komið að skipulagningu eða fjármögnun. Þeir hefðu ákveðið að fara í ferðina vegna bágrar fjárhags- stöðu og hefðu því tæplega sjálfir getað fjármagnað hana. „Ákæruvald- inu hefur ekki tekist að sýna fram á annað en að hann hafi verið peð í verknaðinum og ber að miða refsingu hans við það,“ sagði verjandi Podbu- raczynskis. Saksóknari hafnaði rökum verj- enda í seinni ræðu, sagði mennina hafa verið með af fúsum og frjálsum vilja og benti á að Lech hefði verið sakfelldur fyrir tiltölulega lítinn þátt í málinu, en hann fór ekki með í Mich- elsen. Hann hefði hlotið fimm ára dóm sem ákæruvaldið teldi eðlilegt. Sögðu vopnað rán framið af ótta  Saksóknari krefst þess að tveir úraræningjar verði dæmdir í að minnsta kosti fimm ára fangelsi  Segjast sjálfir hafa verið fengnir til að brjótast inn en á endanum þvingaðir til að fremja vopnað rán Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vel klæddir Lögmennirnir Sigmundur Hannesson og Inga Lillý Brynjólfs- dóttir ásamt Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski. „Við vissum í rauninni af því allan tímann að til stæði að rífa húsnæðið,“ segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Norðurpólsins. „Hugmyndin er að Norðurpóllinn sé ekki bundinn við neitt húsnæði. Norðurpóllinn snýst um það að bjóða upp á leikhús á sem lægstu verði fyrir sem flesta. Við höfum verið heimili fyrir heimilislausa leikhópa sem hafa ekki fengið inn hjá stóru leikhúsunum,“ bætir hann við. Búi Bjarmar segir að það muni ekki breytast og að Norðurpóllinn muni finna sér nýjan samastað. Norðurpóllinn flytur annað ÁÆTLUN UM AÐ RÍFA SVÆÐIÐ VAR ÁKVEÐIN FYRIR LÖNGU ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18 einfaldlega betri kostur útsala 1. júní - 5. júlí SPARAÐU 20-70% AF YFIR 1500 VÖRULIÐUM SPARAÐU 30% AF SOHO BORÐLAMPA SPARAÐU 30% AF LIFT GRJÓNAPÚÐA LIFT Grjónapúði. Ø60, H40 cm. Ým sir litir. Verð 12.900,- NÚ 8.900,- SOHO Borðlampi. H51 cm. Verð 9.995,- NÚ 6.995,- NUD 3m leiðsla m/ljósatæði. Ýmsir litir. Verð 7.995,- NÚ 5.995,- Pera seld sér. Verðin gilda til 5. júlí www.ILVA.is Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða sendum um allt land MATI Stóll, endurunnið leður. Verð 16.900,- NÚ 9.900,- JUPITER Stóll, formaður krossviður og krómfætur. Verð 6.900,- NÚ 4.900,- SPARAÐU 40% AF MATI SPARAÐU 25% AF NUD JUPITER 4.900,- SPARAÐU 2.000,- NÝTT KORTATÍMABIL SKOÐAÐU NÝJAN BÆKLING Á www.ILVA.is KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur orðið töluverð lækkun á þorski síðan snemma á árinu. Ég á ekki von á því að verðið lækki frekar. Þorskverð ætti frekar að hækka en hitt. Verðið er orðið það lágt í saman- burði við til dæmis karfa og ufsa og annan fisk sem kemur frá Asíu,“ seg- ir Valdimar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Ocean Fish í Wagen- ingen í Hollandi, um útlitið á fiskmörkuðum í Evrópu. „Það er hins vegar ekki útilokað að verð á karfa lækki enda hefur það verið hátt. Sama má segja um ufsa. Framboðið er þó ekki mikið. Það er því óvíst hvað verður. Ég tek fram að ég á þá við frosinn fisk en t.d. ekki saltfisk. Þar þekki ég ekki stöðuna. Áhrif kreppunnar í Evrópu birtast fyrst og fremst í því að trygginga- félög eru hætt að leggja fram trygg- ingar fyrir reikningum á Grikk- landi.“ Staðan á Spáni og Ítalíu hafi einnig áhrif á tryggingafélögin. Friðleifur Friðleifsson, deildar- stjóri frosinna afurða hjá Iceland Seafood, segir að þrátt fyrir óróann í Evrópu sé útlitið alls ekki slæmt. „Menn hafa verið að horfa á nýja möguleika ef staðan verður áfram erfið í Suður-Evrópu. Umræða um að fiskverð kunni að lækka vegna evrukreppunnar á rétt á sér en ég held að það sé óþarft að hafa meiri- háttar áhyggjur,“ segir Friðleifur sem telur að vel muni ganga að finna markaði fyrir þá aukningu í þorski sem fyrirhuguð sé með haustinu. Verð á þorski kann að hækka  Óvissa um áhrif evrukreppunnar Friðleifur Friðleifsson Valdimar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.