Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Stjórnvöld neita því að unnið séað aðlögun Íslands að ESB
þrátt fyrir að sú vinna standi yfir.
Dæmi um aðlögunina er lagasetn-
ing, en ráð-
herrar rík-
isstjórnarinnar
hafa lagt mikla
áherslu á að
koma í gegn
breytingum á
lögum sem sagð-
ar eru vegna
EES en skyndi-
legur ákafi er vitaskuld vegna
aðlögunarviðræðnanna við ESB.
Dæmi eru líka um að ráðherrarvilji lauma aðlöguninni í
gegn í almennum lögum sem við
fyrstu sýn virðast alls ótengd að-
löguninni, en eru það ekki ef bet-
ur er að gáð.
Gagnrýni hefur komið fram áþað að í frumvarpi til laga
um velferð dýra sem Steingrímur
J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra
með meiru, lagði fram er ákvæði
sem heimilar geldingar ungra
grísa án deyfingar eða svæfingar.
Þetta þykir gagnrýnendum ekkinema hæfilega mannúðlegt og
eiga illa heima í frumvarpi til laga
„um velferð dýra“.
En nú er skýringin á þessukomin fram. Fulltrúi ráðu-
neytisins upplýsti í útvarpsviðtali í
gær að ákvæðin um geldingu grís-
anna væri verið að færa „til sam-
ræmis við löggjöf Evrópusam-
bandsins“.
Nái Steingrímur frumvarpinu ígegnum þingið verða ís-
lenskir grísir eftir það geltir með
fullum sársauka í nafni aðlögunar
að ESB. En þar sem aðlögunin er
ímyndun ein, hlýtur sársaukinn að
verða það einnig.
Grísir geltir
að hætti ESB
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 10 léttskýjað
Akureyri 11 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 10 skýjað
Vestmannaeyjar 11 heiðskírt
Nuuk 6 skýjað
Þórshöfn 9 heiðskírt
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 20 léttskýjað
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 12 skýjað
Dublin 13 skýjað
Glasgow 16 heiðskírt
London 17 heiðskírt
París 17 léttskýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 15 skýjað
Berlín 18 skýjað
Vín 15 skúrir
Moskva 17 skúrir
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 17 skýjað
Montreal 17 skýjað
New York 20 alskýjað
Chicago 20 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 23:59
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:13 23:43
„Við höfðum lengi verið spurðir að því hvers
vegna við byðum ekki upp á hvítan líkbíl,“ segir
Rúnar Geirmundsson, en hann er útfararstjóri
hjá Útfararþjónustunni ehf.
Útfararþjónustan ákvað á dögunum að fjárfesta
í hvítum líkbíl, en hvítur líkbíll hefur ekki sést á
götunum síðan Líkkistuvinnustofa Tryggva Árna-
sonar bauð upp á líkbíl framleiddan árið 1932.
„Ég fylgdist með bílum á netinu og fann svo
einn sem var ódýr og vel með farinn,“ segir Rún-
ar, en ekki er það óþekkt úti í heimi að sjá hvítan
líkbíl.
Margir Íslendingar tengja frekar svartan lit við
sorg og finnst því sumum skrítið að sjá hvítan lit á
líkbíl. „Hvítur er litur hreinleikans og fram að
1930 voru allar kistur svartar, nú eru þær flestar
hvítar,“ segir Rúnar, en hann á von á því að sumir
eigi eftir að reka upp stór augu þegar þeir sjá bíl-
inn keyrandi um göturnar.
Eins og fyrr kom fram var Rúnar oft spurður
að því hvers vegna hann byði ekki upp á fleiri liti á
líkbílum. ,,Þetta er bara spurning um að bjóða við-
skiptavinum okkar upp á fjölbreyttara val,“ segir
Rúnar.
Þetta verður ekki eini bíllinn sem Útfararþjón-
ustan býður upp á, en þeir eru einnig með tvo
svarta bíla af gerðinni Cadillac og Lincoln.
pfe@mbl.is
Hefur ekki sést á götunum í áratugi
Hreinleiki Boðið verður upp á hvítan líkbíl.
Frá og með 14. júní 2012 eru
strandveiðar bannaðar á svæði A,
frá Eyja- og Miklaholtshreppi til
Súðavíkurhrepps og er það gert í
samræmi við reglugerð um strand-
veiðar fiskveiðiárið 2011/2012.
Að sögn Jóhanns Guðmunds-
sonar, skrifstofustjóra í sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
inu, var heimilt að veiða 8.600 tonn
á öllum svæðum þetta árið, mest-
megnis þorsk og ufsa. Það sé t.d.
um 2.600 tonnum meira en 2010.
„Mér sýnist sem tímabilinu á
svæði A sé að ljúka á svipuðum tíma
og síðustu ár,“ segir Jóhann.
Samkvæmt reglum um strand-
veiðar geta menn hafið veiðar hve-
nær sem er mánudaginn eftir sjó-
mannadag. Strandveiðar hafa
gengið vel þetta árið og aflabrögð
verið með ágætum.
Strandveiðar
bannaðar á
svæði A
Morgunblaðið/RAX
Góð aflabrögð Strandveiðar hafa
gengið ágætlega þetta árið.
Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | sími 568 2870 | www.friendtex.is
Kíkið við á meðan
við höfum úrvalið
ÚTSALAN ER
HAFIN Á VOR-
OG SUMARVÖRUM
FRIENDTEX 2012
OPNUNARTÍMI
mánudag - föstudag 11:00-18:00
LOKAÐ á laugardögum