Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 11

Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 11
Vafningur Renata Valcik hnýtir vafning úr bláu reipi fyrir Ástarsögu sína, en hún segist vera undir áhrifum frá prjónandi íslenskum konum. Þegar blaðamann bar að garði stóð myndhöggvarinn Jón Adolf Steinólfsson næst Garðbrautinni og skóp andlit manns sem hann sagði búa í steininum, en hann var sóttur til Helguvíkur eins og allir hinir. „Ég tók strax eftir nefinu og ákvað að vinna út frá því, brjóta burt dótið í kring, eins og Michelangelo orðaði það,“ sagði Jón Adolf. Listamaðurinn Amanullah So- obhany, Manou, frá Máritíus hefur höggvið ensku orðin ME og WE í tvo steina við innkomuna á tjaldstæðið. „ÉG og VIÐ eru til í öllum sam- félögum. Ég sem einstaklingur er hluti af okkur í samfélaginu, hvort sem það er samfélagið hér á tjald- stæðinu eða samfélag þjóðar. Orðin ME og WE eru líka spegilmyndir og falla saman þegar steinarnir eru sett- ir saman. Ég er líka að skilja eftir hluta af mér í þessu listaverki í sam- félaginu hér í Garði,“ sagði Manou um sitt listaverk. Í nágrenninu hafa Mireya Sam- per og Víðir Árnason komið fyrir sínu listaverki, Næturdögg, sem Mir- eya útskýrði á ljóðrænan hátt sem hvíld tungls að næturlagi áður en dagur rís og döggin bráir enn á. Áhrif frá prjónandi konum Listakonan Renata Valcik frá Litháen var með ástarsögu í huga þegar hún spyrti saman tvo steina og hyggst vefja utan um þá vafningi gerðum úr reipum. „Þetta er stefnu- mótastaður tjaldstæðisins,“ sagði Renata kímin. Verkið er innblásið af íslenskri náttúru og menningu þjóð- arinnar. „Hér er allt krökkt af stein- um og reipin eru notuð við fiskveiðar. Blái litur reipisins er litur sjávarins og handverk mitt með þeim efnivið minnir á hversu duglegar íslenskar konur eru að prjóna.“ Steinsnar frá hafði indverska listakonan Megha Joshi búið til sólarmusteri til þess að dýrka sólina. „Þið hafið sólina allan sólarhringinn á þessum tíma árs og þið eigið að dýrka hana,“ sagði Megha. Hún tók þó skýrt fram að hér væri ekki um trúarbrögð að ræða, heldur væri meiningin að sýna sólinni þakklæti. Sól og skuggar breyta Innar í grjótgarðinum var Vyt- enis Lingys frá Litháen að störfum en hann er þekktur teiknari í heima- landi sínu. Hann hafði hins vegar aldrei unnið með grjót en tók þessari nýju reynslu fagnandi og naut leið- sagnar Viðis Árnasonar fyrstu skref- in. Hann segir verkin sín teikningar þótt þau séu unnin í grjót í stað papp- írs. „Sól og skuggar breyta teikning- unum svo þær eru aldrei eins. Þetta samspil gerir það líka að verkum að það sér enginn það sama úr mynd- unum og sama fólkið sér jafnvel nýj- ar myndir í hvert sinn,“ sagði Vyten- is. Það sem í fyrstu sýndist þrjú fjöll reynist kannski liggjandi kona. Og hjarta sem konuandlit myndaði verð- ur kannski fugl eða jafnvel hestur. „Myndirnar sýna hvernig ég sé lífið á Íslandi og Ísland í heiminum.“ Hvalaveisla og ánægt fólk Hið einstaka átti hug lista- mannsins Saulius Valius sem einnig er frá Litháen. Hann heillaðist af völ- undarhúsi sem kom upp við leit á ver- aldarvefnum að einhverju einstöku frá Íslandi. Völundarhúsið var sagt hafa fundist í jarðvegi á ókunnum stað við sjávarsíðuna á 19. öld og varðveitt í teikningu á safni í Dan- mörku. Mynd af teikningunni er hins vegar að finna í bók um völundarhús víðsvegar um heiminn, að sögn Sau- lius, sem kom til landsins með ljósrit úr bókinni. Það heyrist á máli hans að honum finnst Íslendingar ekki síð- ur einstakir fyrir það hugrekki sem þeir sýndu í sjálfstæðisbaráttu Litháens á sínum tíma. Saulius sagði það ekki síður krefjast hugrekkis að fara inn í völundarhús en það væri lærdómsríkt. „Þegar þér finnst þú vera að nálgast miðjuna, þá fjarlæg- istu aftur og þarft að finna nýja leið.“ Að loknu góðu dagsverki héldu ánægðir listamenn á samastaðinn í samkomuhúsinu þar sem beið þeirra hvalaveisla að hætti Úlfars Eysteins- sonar, matreiðslumanns á Þremur frökkum. Hann er einn fjölmargra sem koma að listaveislunni með vinnuframlagi og gjöfum. Nánar: www. freshwinds.com og á Facebook. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Toyota Aygo Árgerð 2006, bensín Ekinn 60.000 km, beinsk. Honda Civic 1,8i SE Árgerð 2009, bensín Ekinn 61.000 km, sjálfsk. Ásett verð 1.090.000,- Mitsubishi Colt Rally Art, Árg. 2010, bensín Ekinn 20.000 km, beinsk. VW Golf Trendline 1,6 Árgerð 2006, bensín Ekinn 113.000 km, beinsk. Ásett verð 2.290.000,- Ásett verð 1.490.000,- Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 VW Polo Basic 1,2 Árgerð 2005, bensín Ekinn 63.000 km, beinskiptur Ásett verð 870.000,- GOTT ÚRVAL AF NÝLEGUM GÆÐABÍLUM Ásett verð 2.590.000,- Næstkomandi sunnudag, 17. júní, verður opnuð sumarsýning Slátur- hússins á Egilsstöðum. Þetta er sam- sýning sem ber yfirskriftina Feðgar, Mæðgin. Þar leiða saman list sína feðgarnir Þór Vigfússon og Helgi Þórsson og mæðginin Ólöf Birna Blöndal og Sveinn Snorri Sveinsson. Á sýningunni blandast saman mynd- list, ljóðlist í formi innsetningar, verk sem eru á mörkum þess að vera mál- verk og skúlptúrar úr margskonar efniviði og fundnum hlutum. Sýning- in verður opnuð formlega á sunnudag kl. 17 en hún stendur yfir í allt sumar. Nánar um sýninguna á vefslóðinni www.slaturhusid.is og á facebook. Sumarsýning í Sláturhúsinu List Verk eftir Helga Þórsson. Feðgar, Mæðgin á Egilsstöðum Hugmyndina að tjaldstæðinu átti Garðmaðurinn Jens Sævar Guðbergsson sem lést árið 2010 en Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, kom henni áleiðis. Tjaldstæðið á að vera sjálfstætt listaverk, bæði hleðslan og verkin sem eru unnin í hana og á. Staðsetningin í nálægð við íþróttamiðstöðina og grunn- skóla bæjarins auðveldar gest- um að nýta aðstöðuna sem þar er í boði, m.a. sundlaug og leiksvæði, og hleypa lífi í bæ- inn yfir sumarið. Væri Jens Sævar á lífi gæti hann horft yfir listaverkatjald- stæðið frá heimili sínu. Sá hluti sem nú er í vinnslu er aðeins brot af fyrirhuguðu tjaldstæði eins og Stanislas Bohic teiknaði það. Stefnt er að frekari framkvæmdum í næstu listaveislu eftir tvö ár og koll af kolli á tveggja ára fresti. Ferskir vindar SVÆÐIÐ VEX MEÐ HVERJU ÁRI Lífið á Íslandi og Ísland í heiminum Vytenis Lingys túlkar hvort tveggja í teikningum sínum á steina, en sólarljósið og skuggarnir breyta þeim. Í tilefni aldarafmælis skátahreyfing- arinnar á Íslandi munu Skátarnir og Landsvirkjun standa fyrir afmælis- sýningu í Ljósafossvirkjun. Sýningin sem heitir Undraland – minningar frá Úlfljótsvatni, verður opnuð næsta laugardag kl. 14 í Ljósa- fosstöð. Þar verður hægt að kíkja inn í ævintýraheim skáta við Úlfljótsvatn. Minningar frá Úlfljótsvatni Morgunblaðið/Þorkell Landsmót Skátar við Úlfljótsvatn. Undraland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.